Ég prófaði að nota svona converter á gamla skjákortið mitt sem var með 1x vga tengi og 1x dvi tengi og það virkaði ekki (kom ekkert á skjáinn), þá hélt ég bara að dvi tengið/skjárinn væri bilaður. Síðan keypti ég mér nýtt skjákort sem er bara með 2x dvi tengi en ekkert vga þannig ég VARÐ að nota svona converter en það virkaði ekki heldur, þá prófaði ég að skipta um skjá og ekkert virkaði. Þá keypti ég mér nýjan converter aðþví að þessi hlaut bara að vera bilaður.. en það virkar ekki heldur!!
Er ég að misskilja hvernig þessi tengi eiga að virka?!
Hvað í veröldinni getur verið að ?!