TheAdder skrifaði:Vaktari skrifaði:TheAdder skrifaði:Með fjárhagsáætlun upp á 150 þúsund, þá myndi ég mæla með RTX 4070. 180 þúsund, myndi ég mæla með RX 7900 XT.
Ég efast um að það borgi sig að versla erlendis frá í dag, ekki nema þú eða einhver sem þú þekkir sé á ferðinni og geti gripið með sér.
4070 hefur mér sýnst vera að standa sig svipað og 3080 í dag, en hafa vinninginn með DLSS 3. (Nema minnið sé að bregðast mér)
Já sýnist 4070 vera á um 180 k eins og RX 7900 XT.
Þekki reyndar engan sem er akkúrat þar sem þetta væri ódýrara en hérna heima.
Er líka bara að pæla hvort það væri ekki vitleysa að fara að kaupa 3080 kort á 150 þúsund frekar en að eyða bara örlítið meira og fara þá upp í 180k fyrir þá nýrra kort.
Er ennþá að bíða og sjá hvað 7800X3D mun kosta hérna heima. Virðist enginn allavega vera kominn með það á verslun hjá sér.
Væri þá samt svona á milli steins og sleggju hvort maður ætti þá að taka 4070 eða frekar 7900 XT
4070 er á 150 þúsund, samanber:
https://kisildalur.is/category/12/products/3024
4070 Ti er svo á sama verði og 7900 XT. Af þessum þremur hefur mér sýnst 7900 XT bera almennt af, en dala í RT.
Já afsakið ég er alltaf búinn að fara eftir 4070 TI en ekki bara 4070. En segjum að ég myndi ekki tíma að fara ofar en 150 k að þá væri 4070 bara góður kostur miðað við annað semsagt?
Eða þá punga út 30k meira og taka þá https://kisildalur.is/category/12/products/2873 og eiga þá meiri möguleika að það endist þá lengur til framtíðar en 4070 sem er á 150k?