Ég er að lenda í helvítis böggi með (að ég held) móðurborðið http://start.is/product_info.php?cPath=80_36_93&products_id=914 ASUS A7V400-MX VIA KT400A.
Þannig er mál með vexti að það er eitthvert hátíðnihljóð í vélinni sem ég er "nánast" búinn að rekja til móðurborðsins.
Hvað er hægt að gera í svona tilfellum?
kv. Ari Björnsson
Hátíðnihljóð frá móðurborði
-
skipio
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég hef líka stundum verið með svona hátíðnihljóð í vélinni minni sem ég hef einnig rakið til móðurborðsins. Það furðulegasta við það var að þegar ég var í Adobe Acrobat og hélt inni músarhnappnum til að scrolla upp/niður að þá hvarf hljóðið alltaf en kom svo aftur þegar ég sleppti takkanum. Verulega skrítið, finnst ykkur ekki?
Þegar ég fer að hugsa um það þá kannast ég ekki við að hafa heyrt það í tölvunni eftir að ég flutti í nýju íbúðina svo kannski var þetta eitthvað rafmagnstengt? (Þetta var ekki aflgjafinn, tékkaði á því.)
Þegar ég fer að hugsa um það þá kannast ég ekki við að hafa heyrt það í tölvunni eftir að ég flutti í nýju íbúðina svo kannski var þetta eitthvað rafmagnstengt? (Þetta var ekki aflgjafinn, tékkaði á því.)
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.