Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Allt utan efnis
Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Nariur » Fös 19. Nóv 2021 21:13

Er það öruggt að þetta var notuð sprauta, en ekki sprauta sem gleymdist að fylla?
Viðbrögðin "úps" virðast mun eðlilegri ef það gleymdist bara að fylla sprautuna. Ég myndi halda að hitt fengi MUN alvarlegri viðbrögð.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Lexxinn » Fös 19. Nóv 2021 22:50

svanur08 skrifaði:Mannlegt að gera mistök en þetta eru engin smá mistök, ef hefði verið sprautað lofti......

Nú veistu ekkert hvað þú ert að tala um, engu bóluefni er sprautað í æð og þá er alveg sama hvort nokkrum millilítrum af lofti væri sprautað undir húð eða í vöðva, það kæmu væg óþægindi en engin hætta sem stafar frá því. Það er eitt að æla út úr sér vitleysu um tölvur sem maður veit ekki um en við skulum ekki fara bulla varðandi heilsu fólks þegar hræðsla og stress er nú þegar til staðar.
Heilbrigðiskvíði er alvarlegt fyrirbæri sem skal varast að ýta undir, hræðir fólk frá því að sækja sér aðstoð sem hefur leitt til þess að þegar það loks kemur er það orðið of seint.

Nariur skrifaði:Er það öruggt að þetta var notuð sprauta, en ekki sprauta sem gleymdist að fylla?
Viðbrögðin "úps" virðast mun eðlilegri ef það gleymdist bara að fylla sprautuna. Ég myndi halda að hitt fengi MUN alvarlegri viðbrögð.

+1. Nálar sem notaðar eru á Íslandi eru með loki sem sett er á eftir að sprautan er notuð sem er gert til að koma í veg fyrir stunguóhöpp, slík lok eru aldrei tekin af (eiga allavega ekki) eftir að þau hafi verið sett á. Sérð bleika "cappið" á myndinni, glæra lokið tekið af þegar á að sprauta og bleika sett á eftir að búið er að sprauta:
Mynd

Varðandi tilkynningu er ekkert að því að tilkynna til landlæknis. Tilkynningin verður til þess að rannsókn fer fram á málinu og umfang rannsóknarinnar er ákvarðað útfrá alvarleika brotsins/kvörtunar. Ef ekkert kemur út úr blóðprufunni hjá unnustu þinni og engir eftirmálar í kjölfar óhappsins, verður farið yfir verkferla á stofnuninni og reynt að bæta úr svo svona mistök gerist ekki aftur. Ómerkilegri atvik hafa verið tilkynnt og gert óþarfa veður úr. Sem heilbrigðisstarfsmaður hvet ég þig til að tilkynna, til yfirmanna stofnunarinnar eða til landlæknis.
Geri fastlega ráð fyrir því að engir eftirmálar verði á þessu fyrir unnustu þína, gangi ykkur allt í haginn.

appel skrifaði:Dæmigert fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, allir víkja sér undan ábyrgð, og engin plön til um hvað eigi að gera þegar þetta komi upp.
T.d. hefði átt að vísa báðum aðilum (fyrsta og seinni notanda sprautunnar) á afvikinn stað til að taka blóðprufur og setja í formlegt ferli.

Rosalega einfalt að skjóta beint á heilbrigðiskerfið vegna þessa tilfellis en þetta er almennt vandamál á Íslandi þar sem fólk er aldrei dregið til saka eða látið bera ábyrgð. Sérð þetta almennt með bankakerfið í kjölfar hrunsins, kennitöluflakk, starfsmannaleigur, ríkisstjórnin og öll hennar vandamál, kosningastjóri í NV kjördæmi segir hlutina alltaf hafa verið gerða svona og neitar að greiða sektina... Þetta er allsstaðar á Íslandi þar sem fólk kemst alltaf upp með að skjótast undir ábyrgð.
Síðast breytt af Lexxinn á Lau 20. Nóv 2021 00:22, breytt samtals 8 sinnum.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1817
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Nariur » Þri 30. Nóv 2021 17:43

Brimklo skrifaði:...


Ég er frekar forvitinn um hvernig þetta fór. Var þetta örugglega notuð nál? Var eitthvað gert?


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf raggos » Þri 30. Nóv 2021 18:19

Þú fullyrðir að þetta hafi verið notuð nál. Var það staðfest af yfirhjúkrunarfræðingi eða þeim aðila sem sá um bólusetninguna.
Mér finnst e-n veginn ekki séns að notuð sprauta geti endað hjá ónotuðu bóluefni án þess að það myndi uppgötvast með einhverjum hætti




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf kjartanbj » Þri 30. Nóv 2021 20:09

Ég hélt það væru notaðar sprautur sem væru single use auto disable , þannig það væri ekki hægt að nota þær tvisvar og ætti ekki að vera hægt að ruglast á notaðri og nýrri sprautu




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Semboy » Þri 30. Nóv 2021 21:29

Fáranlegt að fólk skúli gleypa allt sem það lesur á netinu. Ég hef núll og nix trú að þetta hafi gerst. :face


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Mazi! » Þri 30. Nóv 2021 21:36

Úff.. þetta er mjög slæmt, vonandi kemur ekkert slæmt útúr blóðprufu


Mazi -

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf worghal » Þri 30. Nóv 2021 22:32

stórlega grunar að þetta hafi bara verið tóm sprauta sem hefur ekki verið fyllt


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf jonsig » Mið 01. Des 2021 18:20

Semboy skrifaði:Fáranlegt að fólk skúli gleypa allt sem það lesur á netinu. Ég hef núll og nix trú að þetta hafi gerst. :face


Ekkert að því að trúa brimko, ég veit það fyrir víst að hann er topp næs gæji.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf rapport » Mið 01. Des 2021 19:47

Þetta er nákvæmlega sama pæling og með hvaða kosning ætti að vera gild.

Vitum við hvort að sprautan var notuð eða ekki? "Nei" þegar þetta fattaðist þá var búið að stinga henni í viðkomandi.

Þá er það bara öryggisatrið að ganga út frá því að hún hafi verið notuð, öll viðbrögð ættu að miðast við það.

Ef er hægt að hafa fullkominn rekjanleika á því hver fékk hvaða bóluefnaskammt (held að það sé í lyfjalögum í dag), þá ætti að vera hægt að sjá hvort að þessi sprauta hafi verið notuð áður eða í það minnsta reikna út nokkuð góðar líkur m.v. fjölda skammta af bóluefni í hverju glasi.

Ef rekjanleiki skammta frá framleiðanda til þess bólusetta er ekki fyrir hendi þá skrifast sá vafi á heilbrigðiskerfið og a það sé ekki að fara eftur lögum.

s.s. ef bólusettningar "stofnunin" getur ekki fullyrt og hreinlega sannað að þetta hafi verið ónotuð sprauta með einhverju rekjanleika infoi, þá var þetta notuð sprauta.

Það er engin ástæða til að efast um þessa frásögn og það væri virkilega upplýsinadi að fá að vita hver framvinda málsins var.




Höfundur
Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: Unnustan var stungin með notaðri nál í bólusetningu.

Pósturaf Brimklo » Mið 01. Des 2021 21:21

Sælir smá update:

Já það er staðfest að þetta hafi verið notuð nál bæði af hjúkrunafræðinginum sem stakk óvart og yfirhjúkrunarfræðingnum á svæðinu.

En á góðum nótum þá er hún heilbrigð og hefur ekki smitast af neinu, allir búnir að biðjast afsökunar og búið að gera ráðstafarnir fyrir því að þetta geti ekki gerst aftur.

Landslæknir veit af þessu.

takk fyrir góð ráð þeir sem komu með góða punkta.


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.