Spurning fyrir LG OLED eigendur


Höfundur
Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Frussi » Sun 18. Apr 2021 22:49

Ég er að íhuga sjónvarpskaup og langar voða mikið í OLED. Þið sem eigið svoleiðis tæki, er það þess virði? Er að spá í 48" CX týpunni. Annars væri það líklega Nanocell frá LG sem er meira en helmingi ódýrara.

Hvað segið þið? Nanocell og spara pening eða OLED?

edit: eða mæliði með einhverju öðru?
Síðast breytt af Frussi á Sun 18. Apr 2021 22:54, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Apr 2021 23:02

Áður en þú ferð að æða út í búð og kaupa LG OLED, þá sérstaklega Elko þá myndi ég lesa þetta innlegg fyrst.
viewtopic.php?p=734266#p734266




Höfundur
Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Frussi » Sun 18. Apr 2021 23:41

GuðjónR skrifaði:Áður en þú ferð að æða út í búð og kaupa LG OLED, þá sérstaklega Elko þá myndi ég lesa þetta innlegg fyrst.
viewtopic.php?p=734266#p734266


Takk kærlega! Þetta hefur mikil áhrif á ákvörðunina mína


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Jónas Þór
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 11:40
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Jónas Þór » Mán 19. Apr 2021 00:16

GuðjónR skrifaði:Áður en þú ferð að æða út í búð og kaupa LG OLED, þá sérstaklega Elko þá myndi ég lesa þetta innlegg fyrst.
viewtopic.php?p=734266#p734266

Frekar glatað af Elko ég bjóst ekki við þessu af þeim, hef sjálfur ótrúlega góða reynslu af þeim í ábyrgðarmálum. En er þetta ekki C7? C8 og nýrri hafa verið mun betri varðandi burn-in og önnur pixel tengd vesen og því kannski ekki alveg sanngjarnt að þetta endurspegli OLED í dag.

Ég er með OLED og hugsa að ég fari aldrei aftur til baka, það er ekkert sem jafnast á við þetta finnst mér. Ég myndi alltaf velja OLED vs annað sjónvarp fyrir saman peningin þótt að OLED tækið væri minna.Nanocell tækin heilla mig persónulega ekki, ég væri frekar að skoða Q80/90/95 frá Samsung ef þú ert núþegar kominn í OLED pening.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1561
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf ColdIce » Mán 19. Apr 2021 06:12

Er með LG oled og fer aldrei til baka


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1464
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf vesi » Mán 19. Apr 2021 06:49

GuðjónR skrifaði:Áður en þú ferð að æða út í búð og kaupa LG OLED, þá sérstaklega Elko þá myndi ég lesa þetta innlegg fyrst.
viewtopic.php?p=734266#p734266


Er ég einn um að ná ekki að opna þennan link?


MCTS Nov´12
Asus eeePc


dogalicius
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Þri 13. Des 2005 17:41
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf dogalicius » Mán 19. Apr 2021 07:01

vesi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Áður en þú ferð að æða út í búð og kaupa LG OLED, þá sérstaklega Elko þá myndi ég lesa þetta innlegg fyrst.
viewtopic.php?p=734266#p734266


Er ég einn um að ná ekki að opna þennan link?



Sama hér


Kassi Define S2 Tempered Glass, Msi x570 A-pro, amd 3600x, Corsair m2 x1 Corsair 480GB Force MP510 x1 960gb, Asus 2080ti Dual 11Gb, Trident Z Rgb 360016gb, EVGA 850W G3 SuperNova 80+Gold

Iiyama Pro lite 4K 40" Lyklaborð Ducky year of the dog limited, Mús logitech G602, Hátalarar Kef Hts 1001.2-Yamaha YST-FSW100, Heyrnartól Sennheizer Hd 700. Aune T1 magnari, Annað Philips hue Borði.


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf blitz » Mán 19. Apr 2021 07:10



PS4

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Njall_L » Mán 19. Apr 2021 08:28

Sjálfur er ég með LG OLED (OLED55B7V) sem var keypt í Júní 2018 í Elko og er virkilega sáttur. Þetta tiltekna módel var svona "entry level" OLED tæki og hljóðið í því gæti verið aðeins betra en myndin er tipp topp, sjálfur væri ég ekki til í að vera án OLED eftir að hafa prófað það.

Þrátt fyrir að tækið sé að nálgast þriggja ára aldurinn er það ennþá sprækt eins og á fyrsta degi og ég hef ekki orðið var við neitt burn-in eða aðrar skemmdir í mynd eins og GuðjónR nefnir.

Hvað varðar ábyrgðina hjá Elko, þá hef ég akkúrat öfuga sögu að segja við það sem GuðjónR nefnir og í það eina skipti sem ég hef þurft að nýta hana var ég mjög ánægður. Smá tímalína hérna yfir það ferli.
- Júní 2017 kaupi ég LG 55UH950V sjónvarpstæki í Elko
- Maí 2018 tek ég eftir að af og til kemur lóðrétt lína af og til í panelinn, eins og bláu pixlarnir á einni lóðréttri línu lýsi allir.
- Hef samband við Elko póstleiðis og þeir biðja mig um að fara með tækið á verkstæði hjá Öreind.
- Skutlast með tækið í byrjun Júní til Öreind og tveimur dögum seinna fæ ég símtal um að panell sé bilaður og að inneign að andvirði kaupverði tækisins bíði mín í Elko.
- Fer í Elko og kaupi OLED tækið sem ég minntist á efst. Það tæki var á afslætti fyrir en starfsmenn Elko gáfu viðbótarafslátt vegna þess að þeim fannst málið leiðinlegt að eigin sögn og skrýtið vandamál sem ég var að lenda í með gamla tækið.
- Ég labba mjög sáttur út þennan dag með OLED tæki langt undir markaðsverði og hugsa enn til þessa ferlis sáttur í dag.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf ZoRzEr » Mán 19. Apr 2021 08:44

Ég hef núna átt 3 LG OLED sjónvörp og er að fara í það fjórða.

Alltaf verið ánægður með mín tæki, öll keypt hjá Heimilistækjum. Gleymi því aldrei þegar ég kveikti á fyrsta sjónvarpinu í fyrsta skipti... hélt það væri bilað, kviknaði ekki á því. En þá var það bara OLED panellinn sem var alveg svartur.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf kusi » Mán 19. Apr 2021 09:00

Ég er reyndar ekki með LG OLED heldur með Philips OLED tæki en ég tengi við upplifun ZoRzEr um að átta sig ekki á því hvort það er kveikt eða slökkt á tækinu. Ég þarf að horfa eftir litlu rauðu ljósi sem er kveikt neðan við skjáin þegar það er slökkt. Ef ekki væri fyrir það væri erfitt fyrir mig að sjá hvort það er kveikt eða ekki. Ef verðið er ekkki fyrirstaða fyrir þig þá mæli ég hiklaust með OLED.

Ég var ákveðinn í að kaupa LG OLED sjónvarp en þegar ég prófaði tækið í búðinni þá fílaði ég ekki viðmótið (WebOS?) eða fjarstýringuna (bendilinn). Mér fannst viðmótið í Philips tækinu (Android) vera þægilegra og skýrara sem og fjarstýringin sem var hefðbundin "upp-niður hægri vinstri velja með miðju takka". Kemur svo í ljós að ég nota bara Apple TV og þá skiptir þetta engu sérstöku máli.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Plushy » Mán 19. Apr 2021 09:15

Hvaða OLED tæki yrði fyrir valinu hjá ykkur í dag?

Er að hugsa um 65" stærð :happy

Er hrifnastur af LG útaf viðmótinu og fjarstýringunni
Síðast breytt af Plushy á Mán 19. Apr 2021 09:16, breytt samtals 1 sinni.




Jónas Þór
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 11:40
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Jónas Þór » Mán 19. Apr 2021 09:23

Plushy skrifaði:Hvaða OLED tæki yrði fyrir valinu hjá ykkur í dag?

Er að hugsa um 65" stærð :happy

Er hrifnastur af LG útaf viðmótinu og fjarstýringunni


Er sjálfur með LG og mjög hrifinn af því, það er á dagskrá hjá mér að fara í 65" og koma þar þrjú tæki til greina; LG CX á útsölu, LG G1 eða Sony A90J. Er spenntur að sjá verðin á nýju G/C 1 tækjunum hérna heima þar sem þau lækkuðu töluvert í verði úti. Sony A90 virðist vera rollsinn í þessu en G1 lýtur svo hrikalega vel út vegghengt.




kassi
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mán 26. Jún 2006 22:16
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf kassi » Mán 19. Apr 2021 09:55

Buinn að eiga tvö LG OLed fyrra ónýtt innan við tveggja ára nú er eg með seinna tækið rétt rúmlega 2 ára líka ónýtt svo aldrei aftur LG Oled! alltaf sama brennur inn í skjáinn! en klárlega bestu tækin á meðan þau eru í lagi!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf GuðjónR » Mán 19. Apr 2021 10:38

Tækið mitt var framleitt árið 2017 og er 65” en miðað við þær upplýsingar sem ég hef eftir að hafa googlað þá var LG í vandræðum með ákveðna panela þetta árið, sérstaklega 55” tækin. Hafði eitthvað með kælingu panelsins að gera í framleiðsluferlinu og lýsir sér á svipaðan hátt og ég hef upplifað. Hugsanlega er búið að laga það í dag.

OLED hefur yfirburða myndgæði því er eg 100% sammála, birtustig panelsins er þó verra en í hefðbundnu tæki, ef tækið er á björtum stað eða þú þarft hátt birtustig þá er QLED hugsanlega málið.

Ef ég færi aftur í OLED þá myndi ég kaupa það í Costco upp á abyrgðina að gera, þeir standa með viðskiptavinum sínum en tala ekki stöðu gegn þeim eins og Elko gerir.




njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf njordur9000 » Mán 19. Apr 2021 11:06

Er sjálfur með B9. Hvað að innbrunann varðar voru X8 módelin mun betri en X7 og X9 voru mun betri en X8. XX og nýju X1 virðast svipuð X9. Hafðu í huga að OLED tæki hafa samt alltaf takmarkaðan líftíma, það er ekki spurning hvort tækið brenni inn heldur hve hratt. Það er eðli tækninnar að það mun brenna inn, eða fá ójafna liti eins og GuðjónR lenti í, að lokum. Innbruninn er óumflýjanlegur og óafturkræfur. Ef þú ætlar að eiga tækið í 15 ár er OLED ekki rétti kosturinn. Þó eru nýju tækin orðin mun betri svo við erum vonandi að tala um a.m.k. 5-7 ára endingu en X9 tækin komu út 2019 svo reynslan er einfaldlega ekki komin til að segja. Ég hef reynt að leita en það virðist enn sem komið er vera lítið um hryllingssögur á þeim árgangi.

Hvað mig varðar er það hiklaust þess virði þar sem ekkert keppir við myndgæðin í OLED og ekkert keppir einu sinni í sama flokki. En þú borgar fyrir munaðinn bæði þegar þú kaupir tækið og þegar þú skiptir því út við lok líftímans. Dæmi hver fyrir sig.

Hvað Nanocell varðar mæli ég eindregið gegn þeim. Þetta eru IPS panelar og hafa einhver verstu myndgæði á markaðnum. Kauptu LG OLED eða kauptu annað merki. Þá skiptir ekki öllu hvaða merki þar sem allt er betra en Nanocell. Mæli með að skoða Rtings.com fyrir review, sjálfur myndi ég ekki skoða neitt tæki með minna en 3000:1 í birtuskil (e. contrast). Athugaðu að þau geta litið mjög vel út í búðinni undir þvílíkt björtu flóðlýsingunni sem þeir nota í þessum búðum en um leið og þú dregur fyrir heima hjá þér eða horfir í skammdeginu sérðu hve léleg myndgæðin eru í raun.
Síðast breytt af njordur9000 á Mán 19. Apr 2021 11:15, breytt samtals 1 sinni.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


eysilingz
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 11:43
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf eysilingz » Mán 19. Apr 2021 11:10

GuðjónR skrifaði:Tækið mitt var framleitt árið 2017 og er 65” en miðað við þær upplýsingar sem ég hef eftir að hafa googlað þá var LG í vandræðum með ákveðna panela þetta árið, sérstaklega 55” tækin. Hafði eitthvað með kælingu panelsins að gera í framleiðsluferlinu og lýsir sér á svipaðan hátt og ég hef upplifað. Hugsanlega er búið að laga það í dag.

OLED hefur yfirburða myndgæði því er eg 100% sammála, birtustig panelsins er þó verra en í hefðbundnu tæki, ef tækið er á björtum stað eða þú þarft hátt birtustig þá er QLED hugsanlega málið.

Ef ég færi aftur í OLED þá myndi ég kaupa það í Costco upp á abyrgðina að gera, þeir standa með viðskiptavinum sínum en tala ekki stöðu gegn þeim eins og Elko gerir.


Er nýbúinn að fara í gegnum bilun á Lg Nanocell tæki sem var keypt í costco og keypti það einmitt þar því ég hélt þeir myndu "standa með viðskiptavinum sínum" en eina sem þeir gerðu var að benda á heimilistæki og þeirra verkstæði, því þetta væri allt í gegnum þá. Verkstæðið hjá þeim var svo með vesen og ég þurfti þá að vera röfla við bæði costco og heimilistæki, þannig mæli alls ekki með þeirri leið 8-[



Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf svavaroe » Mán 19. Apr 2021 11:14

Er með LG Oled 65" C9 keypt fyrir rúmlega ári síðan. Gjörsamlega sturlað.
En stökkið var ágætt, fór úr Pioneer Kuro Plasma yfir í LG OLED. Fjarstýringinn, viðmótið er fáranlega þægilegt.



Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf ZoRzEr » Mán 19. Apr 2021 11:19

Er með 65" C9 keypt í nóvember 2019. Reynst mér mjög vel. Var með C6 þar á undan. Bætti við einu 48" CX sem aukasjónvarp í öðru herbergi. Er að fara yfir í 77" G1 núna þegar það kemur.

Kem til með að selja 65" sjónvarpið ef einhver hefur áhuga.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini


Höfundur
Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Frussi » Mán 19. Apr 2021 15:51

Jæja ég ákvað að beila á OLED og fara í Samsung Q80T í staðin. Aðal ástæðurnar eru tvær

a) ég er alltaf að gleyma að slökkva á sjónvarpinu svo það er oft static mynd á skjánum í lengri tíma. Eftir létt gúggl sýndist mér að líftíminn + panel lotterí væri dealbreaker fyrir svona dýra græju.
b) verðið

Samsunginn var á tilboði og ég sé alsekki eftir þessu. Eflaust myndi ég sjá mun ef ég væri með OLED við hliðina til að bera saman en eftir nokkurra klukkutíma test þá get ég ekki fundið neitt til að kvarta yfir.


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf GuðjónR » Mán 19. Apr 2021 17:43

njordur9000 skrifaði:Innbruninn er óumflýjanlegur og óafturkræfur. Ef þú ætlar að eiga tækið í 15 ár er OLED ekki rétti kosturinn. Þó eru nýju tækin orðin mun betri svo við erum vonandi að tala um a.m.k. 5-7 ára endingu en X9 tækin komu út 2019 svo reynslan er einfaldlega ekki komin til að segja. Ég hef reynt að leita en það virðist enn sem komið er vera lítið um hryllingssögur á þeim árgangi.

Hvað mig varðar er það hiklaust þess virði þar sem ekkert keppir við myndgæðin í OLED og ekkert keppir einu sinni í sama flokki. En þú borgar fyrir munaðinn bæði þegar þú kaupir tækið og þegar þú skiptir því út við lok líftímans. Dæmi hver fyrir sig.



Mitt er B7, hvað varðar líftímann þá fullyrðir LG framleiðandinn að endingartími OLED tækja sé í það minnsta 10 ár eða 30.000 klukkustundir án hættu á innbruna, það jafngildir 8 tímum á dag í 10 ár. Einnig er hægt að finna blaðagrein frá „The Korea Times“ síðan 2016 þar sem fullyrt er að endingartími OLED sé 100.000 klst. eða 24/7 í 11 ár.

Hinsvegar sýna kannanir rannsóknir óháðra aðila, t.d. rtings.com að nær sé að reikna með 4000-5000 klst. endingu.
https://www.rtings.com/tv/learn/real-li ... rn-in-test

Hvað sem því líður þá á neytandinn rétt á því að vera upplýstur af söluaðila um þann endingartíma sem vænta má, þegar þú ákveður að kaupa þér sjónvarp og borga fyrir það 530þúsund þá áttu varla von á því að þurfa að fara með það í sorpu þremur árum síðar.
Það er ekkert að því að selja vörur sem endast í skamman tíma, en seljanda ber þá að upplýsa kaupanda um það.
Ég sé engin skilti í ELKO vara fólk við innbruna eða hugsanlega lélegum líftíma LG OLED tækja og sölumenn eru ekkert að hampa því, ef þeir yfir höfuð eru upplýstir um það.

Hér eru nokkar fullyrðingar frá LG framleiðandanum:

  • LG has previously said its OLED TVs can last 30,000 hours, or around 10 years with an average daily viewing of eight hours, without burn-ins. LG has not made any fundamental changes to the way it manufactures OLED panels since the technology was first commercialised by the company in 2012.
  • „Burn-in is possible with OLED, but not likely with normal use“
  • It is rare for an average TV consumer to create an environment that could result in burn-in. Most cases of burn-in in televisions is a result of static images or on-screen elements displaying on the screen uninterrupted for many hours or days at a time – with brightness typically at peak levels. So, it is possible to create image retention in almost any display if one really tries hard enough. And even if image retention does occur from extreme usage, it can usually be mitigated within a short period of time by turning the display off for a while.“



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf rickyhien » Mán 19. Apr 2021 20:15

er með 55" LG OLED B7 (2017) allt fínt :D ekkert burn-in, hef bara kveikt á þannig "screen-saver" fítus þannig að skjárinn verður svartur og einn hreyfandi logo eftir svona mínutu af inactivity....og passa upp á að hafa ekki sólina skína á skjáinn..birtan gegnum gleri getur verið MJÖG HEITT og skemmt hluti




njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf njordur9000 » Mán 19. Apr 2021 22:27

GuðjónR skrifaði:Hinsvegar sýna kannanir rannsóknir óháðra aðila, t.d. rtings.com að nær sé að reikna með 4000-5000 klst. endingu.
https://www.rtings.com/tv/learn/real-li ... rn-in-test


Ég er fyllilega sammála að LG bullar út í eitt með þetta og margir þeirra stuðningsmenn. Eins á ég mjög bágt með að skilja hvernig Rtings og Vincent Teoh hjá HDTVTest sem hafa hvorir tveggja gert prófanir á þessu og eru hvorir tveggja taldir með áreiðanlegri röddum í sjónvarpsbransanum geta ályktað að innbruninn ætti ekki að vera vandamál fyrir flesta undir venjulegum kringumstæðum. Prófanir beggja aðila sýna bersýnilega að tækin munu brenna inn. Hver klukkustund sem er með spennu á OLED pixlunum eyðir þeim aðeins og þá breytir engu hvort það sé klukkustund á dag í 10 daga eða 10 klst samfleytt. Þegar kveikt er á pixil í klukkutíma á hann klukkutíma skemur eftir ólifaðan. Líftíminn er einfaldlega takmarkaður frá upphafi og það er ekkert sem notandi getur gert til að koma í veg fyrir það annað en að hafa slökkt á tækinu.

Þetta mætti og ætti að vera skýrara en framleiðandinn og svo verslanir sem selja þetta sem dýrustu tækin í boði eru af skiljanlegum ástæðum loðnir með þetta. En frá og með 2019 módelunum (X9) eru pixlarnir sýnilega mun stærri ef þeir eru skoðaðir undir smásjá og því er minni spenna send í þá til að fá sömu birtu og þetta ætti fræðilega að valda mun betri endingu en í eldri kynslóðum og hingað til virðist það ætla að standast. En hve löng endingin verður í raun og veru á eftir að koma í ljós þar sem það er alveg ljóst að hún er takmörkuð enn.

Engu að síður er ég sjálfur OLED trúboði óforskammaður og get með nokkurri vissu sagt að ég hafi keypt mitt síðasta LCD sjónvarp þar sem myndgæðin í OLED sjónvörpunum eru einfaldlega á allt öðru plani en í bestu LCD sjónvörpunum eins og alveg jafndýru Samsung QLED tækjunum. Ef ég þarf að skipta því út eftir 5 ár skipti ég því bara út eftir 5 ár.
Síðast breytt af njordur9000 á Mán 19. Apr 2021 22:27, breytt samtals 1 sinni.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


Funday
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2015 06:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Funday » Þri 20. Apr 2021 05:24

Ég er nýbúinn að fá mér 55" LG CX er að nota það sem tölvuskjá þetta er déskotans geðveikt mæli 100% með því ég passa mig frekar mikið með það útaf burn in t.d. ekkert wallpaper, eingin icon og auto hide á taskbar einnig er ég með kveikt á auto shutoff eftir 4 tíma bara þannig ef ég horfi á einhvað og sofni þá slekkur það bara á sér löng gaming sess þá bara klika á fjarsteringuna og það resettar 4K 120HZ OLED er déskotans draumur þetta detail er insane eina vesenið sem ég hef lent í var HDMI snúran sem var auglýst hérna heima sem 8K 60HZ/4K 120HZ en það var fake rusl sem ég skilaði og keypti certified snúru af amazon https://www.amazon.com/gp/product/B07S1BNM7K/ref=ppx_yo_dt_b_asin_title_o00_s00?ie=UTF8&psc=1
nýju týpunar eru margfalt betri en þær gömlu svo bara tryggja hjá söluaðila gegn skemdum og eins og sá sem seldi mér það sagði þú rekur þig bara óvart í það þegar ég spurði um burn in tryggingu XD déskotans awesome gaur



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning fyrir LG OLED eigendur

Pósturaf Plushy » Þri 20. Apr 2021 08:50