Er ástæða ?


Höfundur
stefandada
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Þri 06. Ágú 2019 17:24
Reputation: 2
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Er ástæða ?

Pósturaf stefandada » Lau 16. Maí 2020 02:45

Þetta er setupið hjá mér núna

AMD Ryzen 5 2600x
G.skill T-force 3200 mhz
Asrock B450 pro
Sapphire RX580
windows á sér m2 diski og leikir á ssd diskum

er mest helst að spila destiny2 - gta v og battlefield v í þessu

ætti ég að fara uppfæra kortið fljótlega eða bara vera sáttur með svona setup? allir leikir spilast fínt og virka eðlilega en mér fynst fps í leikjunum vera í lægri kantinum miðað við annað sem ég sé á netinu en það háir mér ekki í spilun, er að nota 144hz skjá og er ekki að fara í betri skjá á næstunni.

Nota ryzen masteri oc á örgjörva og amd á skjákort fyrir stillingar, örgjörvinn er á 4,1ghz 1,314 volts, skjákort á stillingum frá amd 1260mhz minnir mig


Ryzen 5800X - B450 Steel legend - 32gb @ 3200 - 4080- Corsair 850x - Fractal Meshify


Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf Bourne » Lau 16. Maí 2020 07:22

Það væri sennilegast sniðugt að bíða eftir næstu kynslóð skjákorta þar sem þau verða töluvert stærra stökk en síðustu kynslóðir hafa verið.
Þú myndir þurfa að kaupa notað kort eða eyða 80þ kr+ í nýtt kort ef það ætti að vera þokkaleg uppfærsla á RX 580.

Þessi örgjörvi er líka svolítill flöskuháls fyrir leiki, ef þú uppfærir í AMD 4000 og RDNA2 eða Ampere ertu kominn með tölvu sem er sennilega að fara að vera 50-80% öflugri í leikjum.

En allt það stöff er væntanlegt á næsta hálfa árinu ef marka má spámenn.
Það væri bara leiðinlegt að eyða einhverjum 100þ kalli í kort sem verður hræðilegt value eftir hálft ár og lítils virði í endursölu.

Bara mín 2 cent.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4952
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 864
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf jonsig » Lau 16. Maí 2020 09:45

Það er alltaf slæmur tími til að kaupa tölvur, ég uppfærði í 3800x í fyrradag og græddi 5-10 FPS frá 7700k,, skjákortin aftur orðinn flöskuháls.

Held að ryzen 4 verði aðallega bara með fleirri cpu´s, efast um að það verði einhver merkileg stökk í clock speed
Síðast breytt af jonsig á Lau 16. Maí 2020 09:52, breytt samtals 2 sinnum.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf Bourne » Lau 16. Maí 2020 18:37

jonsig skrifaði:Það er alltaf slæmur tími til að kaupa tölvur, ég uppfærði í 3800x í fyrradag og græddi 5-10 FPS frá 7700k,, skjákortin aftur orðinn flöskuháls.

Held að ryzen 4 verði aðallega bara með fleirri cpu´s, efast um að það verði einhver merkileg stökk í clock speed


Það er ekki "alltaf slæmur tími til að uppfæra". Þú gengur á milli þráða og segir þvælu.
Fyrir mjög marga var Ryzen 3000 frábær uppfærsla á frábæru verði. Það er ca. 15% IPC munur á Ryzen 2000 og 3000 og þ.a.l. mikill munur í leikjum. Ryzen 4000 á skv. AMD að vera með sama IPC stökk og 3000 var frá 2000.
Þú hefðir mátt vita (enda sjálfskipaður snillingur) að 7700k og 3800x eru með nánast 100% sama IPC og single core perf og því ekki að fara að breyta miklu í leikjum. 3800x er hinsvegar með 2x fleiri kjarna og því að fara að vera allt að 2x hraðari í workstation workloads.

RTX 2000 er svo aftur á móti ekki stórt stökk frá GTX 1000, en GTX 900 yfir í GTX 1000 var mjög stórt.

Það fer algjörlega eftir því hvað þú ert með og hvað hver kynslóð bíður uppá.

Tölva OP er fín og 580x gott parað við 2600x, ef hann uppfærir annaðhvort þá er kominn flöskuhálf. Þ.a.l. gáfulegt að bíða í nokkra mánuði nema hann vilji eyða verulegum upphæðum sem mér heyrist hann ekki vilja gera.
Síðast breytt af Bourne á Lau 16. Maí 2020 18:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4952
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 864
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf jonsig » Lau 16. Maí 2020 19:03

Talandi um þvælu, bíða til sept-oct eftir 15% stökki eins og þú alhæfir án þess að gera grein fyrir hvaða classa af örgjörvum þetta stökk gagnast eða tegund af vinnslu. Babblandi um ipc sé einhver línulegur fasti á afkastagetu tölvunnar í heild.

En gott að ég æsti þig upp.
Síðast breytt af jonsig á Lau 16. Maí 2020 19:07, breytt samtals 1 sinni.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf Bourne » Lau 16. Maí 2020 19:07

jonsig skrifaði:Talandi um þvælu, bíða til sept-oct eftir 15% stökki eins og þú alhæfir án þess að gera grein fyrir hvaða classa af örgjörvum þetta stökk gagnast. Babblandi um ipc sé einhver línulegur fasti á afkastagetu tölvunnar í heild.

En gott að ég æsti þig upp.


Fyrir hann væri það nær ~35% IPC increase og hærri klukkuhraði... en ok. Hann er að leita af performance í leikjum, hvað kemur örgjörvaklasi málinu við? Línulegur fasti, sé að menn eru farnir að grípa í stórustráka orðin.
Síðast breytt af Bourne á Lau 16. Maí 2020 20:33, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4952
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 864
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf jonsig » Lau 16. Maí 2020 20:50

Þó markmiðið þitt sé að svara mér með skætingi tek èg það ekki nærri mér. En til að svara þér að einhverju leiti.

Þá miðað við klassan á kubb sem hefur nú þegar er hann örugglega ekki að pæla í high end örgjörvaklassa sem svo einhverju um munar fyrir hann til að rèttlæta bið til sept-oct.

Já, línulegur fasti. Eins og afköstin einskorðist við ipc og séu eini kvarðinn sem ákvarði heildar reikniafl allra íhluta sem mynda pc tölvu. Þannig reyndir þú að vera klókur.

Það er alltaf slæmur tími til að kaupa, því rúmorarnir eru alltaf á kreiki um eitthvað næsta major leap sem nú orðið verður aldrei neitt úr.

Og til að svara seinustu spurningunni, þá er það orðtakið margur telur mig sig.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf Bourne » Lau 16. Maí 2020 21:35

Þú ert að svara flestum póstum einungis til þess að sýnast klár eða sniðugur.
T.d. hérna "Er sniðugt að uppfæra núna?"... "Það er aldrei sniðugt að uppfæra" ... hvernig í fjandanum er það gagnlegt.
Kannski hugsar þig um tvisvar næst þegar þig langar að rugla í einhverjum sem kemur hingað til að fá hjálp.

Btw, það er oft stór munur á kynslóðum í örgjörvum og skjákortum, aukin þrýstingur frá AMD er að verða til þess að það eru stærri stökk en undanfarin ár.




Höfundur
stefandada
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Þri 06. Ágú 2019 17:24
Reputation: 2
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf stefandada » Sun 17. Maí 2020 01:41

Þakka svörin en óþarfi að fara út í skæting, ég skil vel virkni í vélbúnaði og þann hrikalega endurnýjunartíðni frá framleiðendum en ég spila það lítið að ég sé mér ekki ráðfært að fjárfesta í " high end" bunaði, ég ætlaði bara að athuga hvort það væri eitthvað sem ég ætti að uppfæra á næstunni svona til að rétt standa í stað en miðað við svör þá þakka ég öllum og hef engar áhyggjur af þessu, gaf mér aðeins tíma í að stilla on game stillingar og allt runnar perfect.


Ryzen 5800X - B450 Steel legend - 32gb @ 3200 - 4080- Corsair 850x - Fractal Meshify


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Er ástæða ?

Pósturaf Emarki » Sun 17. Maí 2020 02:12

Ég má til að nefna að það hefur komið fram að þú getir ekki uppfært yfir á ryzen 4000 frá b350/x370/b450/x470 móðurborði.

Kv. Einar