Uppfærsla fyrir strákinn


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Tóti » Fös 21. Feb 2020 22:36





Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Sam » Fös 21. Feb 2020 23:07

Þetta er sama dótið og ég er með fyrir utan kælingu og skjákort, þetta er alveg killer örgjörgi in gaming, sérð hérna samanburð in gaming

https://www.youtube.com/watch?v=GavruxewA4w




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf pepsico » Fös 21. Feb 2020 23:27

Þetta er bara flott blanda, en mér sýnist þú fá meira fyrir minna í @tt og þarft þá ekki að bíða eftir sérpöntun á vinnsluminninu:
https://att.is/product/asus-z390-p-prime-modurbord
https://att.is/product/intel-core-i5-9600k-orgjorvi
https://att.is/product/corsair-ven-2x8gb-3200-minni
https://att.is/product/cooler-master-hy ... r-orgjorva
https://att.is/product/msi-rtx2060-supe ... s-skjakort

U.þ.b. 155 þús á móti u.þ.b. 161 þús.




Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Sam » Fös 21. Feb 2020 23:58

Getur þá notað mismunin til að taka þessa kælingu https://att.is/product/noctua-nh-d15-orgjorvavifta



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf DJOli » Fös 21. Feb 2020 23:59

https://kisildalur.is/category/8/products/1081
https://kisildalur.is/category/9/products/1413
https://kisildalur.is/category/10/products/1271
https://kisildalur.is/category/13/products/1029
https://kisildalur.is/category/12/products/1138
Sama uppsetning, ögn öðruvísi íhlutir, en svo gott sem sami örgjörvi, sama kubbasett móðurborðs, sama magn vinnsluminnis, álíka góð örgjörvakæling og sama skjákort, bara annar framleiðandi.
Verð: 148.500.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Tóti » Lau 22. Feb 2020 00:11

Takk fyrir þetta Vaktarar.
Gott að fá hjálp við þetta :)




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf pepsico » Lau 22. Feb 2020 12:04

2666 MHz CL18 vinnsluminni eiga ekki heima í high-end leikjavélum lengur árið 2020. Ættir klárlega að fara í 2x8GB 3200 MHz CL16 á 3000 krónum meira ef þú ferð í pakka hjá Kísildal.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 22. Feb 2020 12:27

Sjálfur myndi ég skoða AMD Ryzen 5 3600X vs Intel Core i5-9600K (eru á sambærilegu verði og Ryzen cpu-inn er mun betri í multi-threaded vinnslu).
https://www.att.is/product/amd-ryzen-5-3600x-orgjorvi

Ágætur samanburður:https://www.forbes.com/sites/antonyleather/2019/08/11/amd-ryzen-5-3600x-versus-intel-core-i5-9600k-whats-the-best-6-core-processor/#7766429fd006


Just do IT
  √

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Hannesinn » Lau 22. Feb 2020 13:57

Hjaltiatla skrifaði:Sjálfur myndi ég skoða AMD Ryzen 5 3600X vs Intel Core i5-9600K (eru á sambærilegu verði og Ryzen cpu-inn er mun betri í multi-threaded vinnslu).
https://www.att.is/product/amd-ryzen-5-3600x-orgjorvi

Ágætur samanburður:https://www.forbes.com/sites/antonyleather/2019/08/11/amd-ryzen-5-3600x-versus-intel-core-i5-9600k-whats-the-best-6-core-processor/#7766429fd006

Þetta. Ég myndi aldrei mæla með að kaupa intel örgjörva í nýjustu kynslóð örgjörva. Ekki í neinum verðflokki. Munurinn á leikjum á milli intel 9600k og ryzen 3600x er marginal eftir leikjum, en þessi munur mun aukast amd í vil þegar fram líða stundir og leikir nota fleiri kjarna/þræði. Almenn afkastageta utan við leikina er svo miklu betri á ryzen 3600x og framlengir notkunargildi tölvunnar mögulega um nokkur ár, ef tækninýjung eða neyslubreyting mun ekki eiga sér stað.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Klemmi » Lau 22. Feb 2020 14:44

Hannesinn skrifaði:Þetta. Ég myndi aldrei mæla með að kaupa intel örgjörva í nýjustu kynslóð örgjörva. Ekki í neinum verðflokki. Munurinn á leikjum á milli intel 9600k og ryzen 3600x er marginal eftir leikjum, en þessi munur mun aukast amd í vil þegar fram líða stundir og leikir nota fleiri kjarna/þræði. Almenn afkastageta utan við leikina er svo miklu betri á ryzen 3600x og framlengir notkunargildi tölvunnar mögulega um nokkur ár, ef tækninýjung eða neyslubreyting mun ekki eiga sér stað.


Ég ætla að fá að vera ósammála varðandi það að geta ekki mælt með Intel örgjövum. Það sem mér hefur fundist Intel alltaf hafa haft framyfir AMD er stöðugleiki. Maður heyrir reglulega af því að ákveðnir leikir, ákveðinn minni, ákveðin forrit o.s.frv. virki illa með AMD.
Þetta virðist vera að skána varðandi AMD, en virðist þó enn vera vandamál. Í dag virkar t.d. Ryzen illa með mörgum eldri tölvuleikjum (þá meina ég 10+ ára leikjum). Einnig sér maður þræði um þetta á einstaka nýrri tölvuleikjum.
Sbr: https://respawnfirst.com/ryzen-3000-cpu ... -pc-games/
https://steamcommunity.com/app/646910/d ... 025730531/

Það er vissulega rétt að heildarreiknigetan í AMD örgjörvum er talsvert meiri heldur en á Intel þegar horft er til verðs. Hins vegar líkt og þú segir, þá er munurinn í leikjum marginal. Það að kaupa AMD örgjörva í tölvu sem er aðallega hugsuð til leikjaspilunar finnst mér vera erfitt að rökstyðja með því að þeir séu meira future-proof. Það er mjög langt síðan að quad-core örgjörvar urðu nokkuð mainstream, og þá voru notuð sömu rök. Það væri svo stutt í það að leikir færu að nýta alla kjarnana í örgjörvanum, og þess vegna væri þetta fjárfesting til framtíðar.
Frábæri örgjörvinn Intel Core 2 Quad Q6600 kom út í byrjun árs 2007, fyrir 13 árum síðan. Samt er lítill hluti leikja farinn að nýta marga kjarna í örgjörvanum almennilega. Svo er staðan auk þess þannig að almennt er það skjákortið sem er flöskuháls frekar en örgjörvinn í tölvuleikjum.

Að þessu sögðu, þá er erfitt að mæla með AMD framyfir Intel, eða Intel framyfir AMD. Báðir hafa sína kosti og galla, og menn verða bara að ákveða hvort þeim þykir vænlegra.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Hannesinn » Lau 22. Feb 2020 15:22

Klemmi skrifaði:Ég ætla að fá að vera ósammála varðandi það að geta ekki mælt með Intel örgjövum. Það sem mér hefur fundist Intel alltaf hafa haft framyfir AMD er stöðugleiki. Maður heyrir reglulega af því að ákveðnir leikir, ákveðinn minni, ákveðin forrit o.s.frv. virki illa með AMD.
Þetta virðist vera að skána varðandi AMD, en virðist þó enn vera vandamál. Í dag virkar t.d. Ryzen illa með mörgum eldri tölvuleikjum (þá meina ég 10+ ára leikjum). Einnig sér maður þræði um þetta á einstaka nýrri tölvuleikjum.
Sbr: https://respawnfirst.com/ryzen-3000-cpu ... -pc-games/
https://steamcommunity.com/app/646910/d ... 025730531/

Það er vissulega rétt að heildarreiknigetan í AMD örgjörvum er talsvert meiri heldur en á Intel þegar horft er til verðs. Hins vegar líkt og þú segir, þá er munurinn í leikjum marginal. Það að kaupa AMD örgjörva í tölvu sem er aðallega hugsuð til leikjaspilunar finnst mér vera erfitt að rökstyðja með því að þeir séu meira future-proof. Það er mjög langt síðan að quad-core örgjörvar urðu nokkuð mainstream, og þá voru notuð sömu rök. Það væri svo stutt í það að leikir færu að nýta alla kjarnana í örgjörvanum, og þess vegna væri þetta fjárfesting til framtíðar.
Frábæri örgjörvinn Intel Core 2 Quad Q6600 kom út í byrjun árs 2007, fyrir 13 árum síðan. Samt er lítill hluti leikja farinn að nýta marga kjarna í örgjörvanum almennilega. Svo er staðan auk þess þannig að almennt er það skjákortið sem er flöskuháls frekar en örgjörvinn í tölvuleikjum.

Að þessu sögðu, þá er erfitt að mæla með AMD framyfir Intel, eða Intel framyfir AMD. Báðir hafa sína kosti og galla, og menn verða bara að ákveða hvort þeim þykir vænlegra.

Pointið mitt var ekki future-proofing, það var bara auka. Afkastagetan í leikjum er sambærileg og afkastagetan utan leikja er það ekki. Ryzen örgjörvinn er mun betri í flestu öðru. Allar tölvur, leikjatölvur included, eru notaðar í meira en bara leiki og þetta skiptir máli, þó primary function sé leikjatölva.

Hvað varðar compatibility, þá hef ég ekki heyrt af þessu með AMD örgjörvana. Ég veit að AMD er í veseni með skjákortin sín, og þangað til þeir laga dræverana hjá sér myndi ég aldrei mæla með þeim (og ég nota sjálfur 5700xt), en ég hef ekkert heyrt af veseni með örgjörvana. Ef þetta eru einstaka 10+ ára leikir, þá skiptir það ekki miklu máli. Ef þetta er algengt vandamál, þá skal ég endurskoða þennan rökstuðning.
Síðast breytt af Hannesinn á Lau 22. Feb 2020 15:24, breytt samtals 1 sinni.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf DJOli » Lau 22. Feb 2020 20:00

Hannesinn skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég ætla að fá að vera ósammála varðandi það að geta ekki mælt með Intel örgjövum. Það sem mér hefur fundist Intel alltaf hafa haft framyfir AMD er stöðugleiki. Maður heyrir reglulega af því að ákveðnir leikir, ákveðinn minni, ákveðin forrit o.s.frv. virki illa með AMD.
Þetta virðist vera að skána varðandi AMD, en virðist þó enn vera vandamál. Í dag virkar t.d. Ryzen illa með mörgum eldri tölvuleikjum (þá meina ég 10+ ára leikjum). Einnig sér maður þræði um þetta á einstaka nýrri tölvuleikjum.
Sbr: https://respawnfirst.com/ryzen-3000-cpu ... -pc-games/
https://steamcommunity.com/app/646910/d ... 025730531/

Það er vissulega rétt að heildarreiknigetan í AMD örgjörvum er talsvert meiri heldur en á Intel þegar horft er til verðs. Hins vegar líkt og þú segir, þá er munurinn í leikjum marginal. Það að kaupa AMD örgjörva í tölvu sem er aðallega hugsuð til leikjaspilunar finnst mér vera erfitt að rökstyðja með því að þeir séu meira future-proof. Það er mjög langt síðan að quad-core örgjörvar urðu nokkuð mainstream, og þá voru notuð sömu rök. Það væri svo stutt í það að leikir færu að nýta alla kjarnana í örgjörvanum, og þess vegna væri þetta fjárfesting til framtíðar.
Frábæri örgjörvinn Intel Core 2 Quad Q6600 kom út í byrjun árs 2007, fyrir 13 árum síðan. Samt er lítill hluti leikja farinn að nýta marga kjarna í örgjörvanum almennilega. Svo er staðan auk þess þannig að almennt er það skjákortið sem er flöskuháls frekar en örgjörvinn í tölvuleikjum.

Að þessu sögðu, þá er erfitt að mæla með AMD framyfir Intel, eða Intel framyfir AMD. Báðir hafa sína kosti og galla, og menn verða bara að ákveða hvort þeim þykir vænlegra.

Pointið mitt var ekki future-proofing, það var bara auka. Afkastagetan í leikjum er sambærileg og afkastagetan utan leikja er það ekki. Ryzen örgjörvinn er mun betri í flestu öðru. Allar tölvur, leikjatölvur included, eru notaðar í meira en bara leiki og þetta skiptir máli, þó primary function sé leikjatölva.

Hvað varðar compatibility, þá hef ég ekki heyrt af þessu með AMD örgjörvana. Ég veit að AMD er í veseni með skjákortin sín, og þangað til þeir laga dræverana hjá sér myndi ég aldrei mæla með þeim (og ég nota sjálfur 5700xt), en ég hef ekkert heyrt af veseni með örgjörvana. Ef þetta eru einstaka 10+ ára leikir, þá skiptir það ekki miklu máli. Ef þetta er algengt vandamál, þá skal ég endurskoða þennan rökstuðning.


Ég myndi segja að ef primary function tölvu í dag væri að vinna sem leikjatölva, þá ætti hún að vera með "proven and tested" leikja-compatible hardware. Þar hefur Intel styrkinn umfram AMD.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 149
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 22. Feb 2020 20:05

Ath, einnig að Ryzen 3600 & 3600x fylgir kælir sem dugar en Intel i5-9600k & 9600kf eru án kælis enda var 7000 kr kælir í íhlutalista þráðarhefjanda. Kannski vilja menn kaupa annan kæli á Ryzen en það væri uþb það síðasta sem ég myndi skoða og einungis ef í ljós kæmi við notkun að slíks væri þörf (sem ég hef efasemdir um).
Síðast breytt af Sinnumtveir á Lau 22. Feb 2020 20:13, breytt samtals 1 sinni.




fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf fhrafnsson » Sun 23. Feb 2020 12:15

Hef heldur ekki heyrt af þessu vandamáli með eldri leiki. Þeir leikir sem ég hef prufað á 3700x spila án vandræða hvort sem þeir eru gamlir eða nýjir. Ég var með intel i5-4590k örgjörva sem var farinn að flöskuhálsa og ég sé alls ekki eftir því að uppfæra í ryzen. Öll önnur vinnsla er einnig mun þægilegri og maður finnur raunverulega fyrir því að mínu mati. Hitastigið er lágt, það heyrist ekkert í viftunni sem fylgdi með, bios stillingar eru ofur einfaldar ef maður vill fara út í þær og líklega eru þessir örgjörvar meira "future proof" eins og hefur verið komið inn á. Mér finnst því "proven and tested" vera pínulítið fear mongering :)




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Bourne » Sun 23. Feb 2020 18:13

Ég hef aldrei lent í eða heyrt að AMD örgjörvar séu að valda vandamálum í leikjum og í raun meikar það lítið sens að örgjörvi ætti að valda leikjavandamálum.
Örgjörvinn gerir aðra hluti en skjákortið þegar þú ert að spila leiki.
Að segja að Intel sé að fara að vera með minna vesen í leikjum hljómar eins og hneysa ... sorrý.

Hinsvegar hefur AMD verið í vandræðum með skjákortsdriver-ana sína, algjörlega ótengt AMD Ryzen örgjörvum.

Líka að segja að leikir séu ekki að nota marga kjarna er hneysa!!!!!!
Leikjatölvuar eru búnar að vera að nota sama hardware og PC tölvur síðan PS4 og Xbone komu út. Við erum að tala um 8 kjarna AMD örgjörva í þessum vélum og nýju vélarnar verða með AMD örgjörva ... 8 kjarna örgjörva að öllum líkindum.

4 kjarna örgjörvi er flöskuháls í nýjum leikjum í dag 100%!!! Þú vilt amk 6 kjarna.. sweetspottið er 8 kjarna.
Þú getur skoðað samburaðar video á YouTube á 4v6v8v10v12 etc... ekki fá þér 4 kjarna örgjörva!

Þetta Max Payne dæmi er líka fáránlegt! Þú getur fundið 7 ára gamla þræði um Max Payne 1 og 2 ekki virka. Það var frægt að devs notuðu crack á wares síðu til þess að láta leikinn keyra án geisladisks fyrir Steam releasið. Ég gat ekki spilað leikinn á Intel i7 6700k. Fake news.
Síðast breytt af Bourne á Sun 23. Feb 2020 18:23, breytt samtals 4 sinnum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Klemmi » Mán 24. Feb 2020 12:09

Varðandi meiri vandamál með AMD, þá er ekki lengra síðan heldur en 2017 þegar það var major compatibility vandamál við vinnsluminni, og tók það marga mánuði af BIOS uppfærslum til að leysa það að mestu.
Þetta vandamál olli, meðal annars, microstutteri í mörgum leikjum.

Hér er samantekt á vandamálum sem fylgdi Ryzen 3000 launchinu.
https://www.reddit.com/r/Amd/comments/c ... mpilation/

Á síðasta ári kom upp vesen með Destiny 2, mjög vinsælan leik, þar sem hann var ekki spilhæfur á Ryzen 3000 línunni. Gallinn var í random number generator í örgjörvanum sjálfum.
https://www.reddit.com/r/Amd/comments/c ... destiny_2/

Varðandi að Max Payne vandamálið sé rugl, þá ef þú Bourne hefðir skoðað fréttina og myndbandið, þá hefðirðu séð að þetta var umtalað á Steam spjallborðinu, þar sem var langur listi af AMD Ryzen notendum sem gátu ekki spilað leikinn. Þannig þetta er ekki sambærilegt við einhverja devs sem notuðu lélegt crack, heldur er þetta Steam uppsetning með öllu tilheyrandi, svo sorry, það er AMD vandamál.

Ef þið bara skoðið vandamálin, þá sjáiði að það er bara ýmislegt sem hefur komið upp á hjá AMD, og að notendur hafa almennt verið mjög þolinmóðir gagnvart þeim.

Ef þið hafið þolinmæði gagnvart svona veseni, þá er það bara alveg frábært, til hamingju með það. Það breytir því ekki að þessi vandamál hafa verið til staðar, og eru því miður vandamál sem virðast frekar fylgja AMD heldur en Intel. AMD hefur verið að sækja rosalega í sig veðrið á síðustu árum, og það er gott fyrir alla, AMD fanboys og Intel fanboys alike, því það heldur samkeppninni og þróun í örgjörvum gangandi. Það breytir því þó ekki að fyrrnefnd vandamál voru til staðar, og það þýðir ekkert að halda öðru fram.

Varðandi fjölda kjarna og nýtingu í leikjum, þá viðurkenni ég að það var fullhart í árina hjá mér tekið að segja að fáir leikir styddu almennilega marga kjarna. Það breytir því þó ekki að enn í dag eru lang flestir leikir takmarkaðir af skjákorti, sérstaklega með sífellt hækkandi upplausn.

Til að svara því að tölvur séu notaðar í meira en leiki, og því skipti þessi auka fjölkjarna kraftur máli hjá AMD fyrir leikjaspilara, þá efast ég um að það sé stór hluti leikjaspilara sem noti tölvurnar í eitthvað þar sem þessi kraftur kemur að notum. Við erum að tala þar um enkóðun á hljóð- og/eða myndefni eða álíka. Flestir nota tölvurnar til þess að browsa netið, vinna með office skjöl, skoða samfélagsmiðla o.s.frv, þar sem þú munt ekki finna neinn mun.
Síðast breytt af Klemmi á Mán 24. Feb 2020 13:34, breytt samtals 2 sinnum.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Tbot » Mán 24. Feb 2020 14:20

Þið áttið ykkur á því að þráðarstofnandi gaf aldrei upp, hvað strákurinn ætlar að nota vélina í.


Að því slepptu þá er aldrei spurning um að vera með sem flesta kjarna. 1-2 fyrir leikina, 1 fyrir netráp og officepakkann og alls ekki gleyma kláminu, þar dugar ekkert minna en 3-4 fyrir VR stuffið... :-"




brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf brynjarbergs » Mán 24. Feb 2020 14:26

Ég er algjörlega í team Linus þegar kemur að orðasamsetningunni "future-proof". :pjuke
Þú kaupir tölvu fyrir þá leiki sem eru komnir út eða rétt ókomnir - ekki fyrir leiki næstu ára því þú hefur ekki hugmynd hvað er handan við hornið í tölvum.
Þarft að uppfæra oft og reglulega til að halda þér up-to-date.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Hannesinn » Mán 24. Feb 2020 17:30

DJOli skrifaði:Ég myndi segja að ef primary function tölvu í dag væri að vinna sem leikjatölva, þá ætti hún að vera með "proven and tested" leikja-compatible hardware. Þar hefur Intel styrkinn umfram AMD.

Proven and tested nær ekki lengra en fram að næsta architecture upgrade. Intel, AMD og NVIDIA hafa öll átt erfitt launch.

Klemmi skrifaði:Varðandi meiri vandamál með AMD, þá er ekki lengra síðan heldur en 2017 þegar það var major compatibility vandamál við vinnsluminni, og tók það marga mánuði af BIOS uppfærslum til að leysa það að mestu.
Þetta vandamál olli, meðal annars, microstutteri í mörgum leikjum.

Þetta er rétt. Þetta er líka irrelevant hvað varðar að mæla með AMD fram yfir Intel í dag.

Klemmi skrifaði:Varðandi að Max Payne vandamálið sé rugl, þá ef þú Bourne hefðir skoðað fréttina og myndbandið, þá hefðirðu séð að þetta var umtalað á Steam spjallborðinu, þar sem var langur listi af AMD Ryzen notendum sem gátu ekki spilað leikinn. Þannig þetta er ekki sambærilegt við einhverja devs sem notuðu lélegt crack, heldur er þetta Steam uppsetning með öllu tilheyrandi, svo sorry, það er AMD vandamál.

Aftur, kemur málinu ekki við. Þetta er einn leikur sem Bourne gat heldur ekki spilað á Intel örgjörvanum sínum. Eins og kemur fram í greininni sem þú póstaðir sjálfur, þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé algengt vandamál.

- "While this isn’t a huge deal breaker, but there are a lot of PC gamers that like to play old games. For them, these processors might create a problem as the architecture isn’t compatible and no fix is there to make it work.

It remains to be seen if there are other old PC games incompatible with Ryzen 3000. However, one commenter this suggest that converting each jpeg and to the latest jpeg version might resolve the problem."


Taktu eftir "might" og "remains to be seen".

Klemmi skrifaði:Ef þið bara skoðið vandamálin, þá sjáiði að það er bara ýmislegt sem hefur komið upp á hjá AMD, og að notendur hafa almennt verið mjög þolinmóðir gagnvart þeim.

Ef þið hafið þolinmæði gagnvart svona veseni, þá er það bara alveg frábært, til hamingju með það. Það breytir því ekki að þessi vandamál hafa verið til staðar, og eru því miður vandamál sem virðast frekar fylgja AMD heldur en Intel. AMD hefur verið að sækja rosalega í sig veðrið á síðustu árum, og það er gott fyrir alla, AMD fanboys og Intel fanboys alike, því það heldur samkeppninni og þróun í örgjörvum gangandi. Það breytir því þó ekki að fyrrnefnd vandamál voru til staðar, og það þýðir ekkert að halda öðru fram.

Þetta er hárrétt. AMD hefur fengið of mikla þolinmæði allt of lengi. Ástæðan fyrir því var væntanlega að þeir voru litli aðilinn á markaði og voru að undirverðleggja samkeppnisaðilann. Menn réttlættu minniháttar vesen með því að borga minna fyrir sambærilega vöru. Til dæmis með minnisveseninu í byrjuninni á AM4 kynslóðinni.
Núna á þetta ekki við, því að AMD eru bæði farnir að hækka verðin hjá sér, og eru einnig komnir framúr Intel á flestum vígstöðvum, og eru að nálgast NVIDIA í skjákortunum. Staðan á skjákortunum er þannig að í dag myndi ég aldrei mæla með AMD skjákortum framyfir NVIDIA fyrr en þeir drullast til að laga almennilega skjákortsdræverana. Ég á sjálfur 5700XT og hef notað það til að spila bæði nýja og gamla leiki án mikilla vandamála. Jújú, Assassin's Creed II krassaði alltaf þegar ég hætti í leiknum og ég fékk "grænan skjá" annað slagið, og þurfti að taka DP kapalinn úr sambandi og setja hann í samband aftur til að laga það, en svona samansafn af smáleiðindum gera það að verkum að ég myndi aldrei mæla með þessu við aðra. Sjá til dæmis þetta vídjó.

Eftir stendur allavega aðalpunkturinn minn. Ég myndi aldrei mæla með Intel örgjörva á neinu verðbili og skil ekki að nokkur annar geti gert það heldur -í dag-, febrúar 2020. Þetta getur svo alveg breyst þegar Intel ná 7nm í gagnið eða þeir lækki verðið hressilega hjá sér. Þetta er allt spurning um price vs. performance.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Klemmi » Mán 24. Feb 2020 19:12

Skil hvað þú átt við Hannesinn, en ég greinilega horfi öðruvísi á þetta. Ef ég hugsa um hvort ég geti mælt með einhverju, þá hugsa ég um hvort ég geti séð eftir meðmælunum seinna meir.
Sem dæmi, ef frænka mín biður mig um að setja saman fermingartölvu fyrir litla frænda, og ég veit að það verður hringt beint í mig ef það verða einhver vandamál, þá myndi ég velja Intel.
Ég hefði t.d. þá fengið símtal í fyrra þegar Destiny 2 virkar ekki, þrátt fyrir að það hafi verið smooth sailing hjá AMD mánuðina fram að því.
Ef ég er að velja fyrir mig sjálfan, þá er ég líka tilbúinn til að borga aðeins aukalega fyrir stöðugleikan sem mér finnst fylgja Intel :)

Fyrir mér er þetta ekki bara spurning um price/performance í lok dags, heldur líka reliability.
Síðast breytt af Klemmi á Mán 24. Feb 2020 19:13, breytt samtals 1 sinni.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Bourne » Þri 25. Feb 2020 16:26

Ég vona að "strákurinn" hafi gagn og gaman af þessum umræðum :D
Síðast breytt af Bourne á Þri 25. Feb 2020 16:26, breytt samtals 1 sinni.




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Emarki » Þri 25. Feb 2020 17:11

Já ég vona það !

Það munu alltaf vera skoðanir á því að menn segja að intel sé betra og sérstaklega þau rök að þeir séu áræðanlegri.

Nýjar kynslóðir fara mjög oft í gegnum erfitt start og er það ekki óeðlilegt miðað 2017 ryzen startið.

Menn verða samt að gleyma ekki öryggisgöllunum sem fylgir frítt með “áræðanlegri” aðilanum í dag og hefur gert í áraraðir og mun halda áfram næstu kynslóð líka.

Alltaf er gægt að finna kosti og galla. Það fer bara eftir því hvað manni finnst skipta máli og hverju maður vill ekki viðurkenna eða nefna.

Kv. Einar




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Tóti » Þri 25. Feb 2020 18:11

Bourne skrifaði:Ég vona að "strákurinn" hafi gagn og gaman af þessum umræðum :D


Já þetta er búið að vera mjög gagnlegt og góðar umræður um þetta. Takk fyrir það.
Nú er þarf bara að fara velta þessu fyrir sér og ákveða hvað skal kaupa.

Gleymdi að nefna í byrjun að tölvan verður notuð í leiki líka.

Ég sjálfur er meira fyrir Intel er með núna i7 4770K, þyrfti að fara uppfæra lÍka :)
Síðast breytt af Tóti á Þri 25. Feb 2020 18:12, breytt samtals 1 sinni.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf Bourne » Þri 25. Feb 2020 21:48

Tóti skrifaði:
Bourne skrifaði:Ég vona að "strákurinn" hafi gagn og gaman af þessum umræðum :D


Já þetta er búið að vera mjög gagnlegt og góðar umræður um þetta. Takk fyrir það.
Nú er þarf bara að fara velta þessu fyrir sér og ákveða hvað skal kaupa.

Gleymdi að nefna í byrjun að tölvan verður notuð í leiki líka.

Ég sjálfur er meira fyrir Intel er með núna i7 4770K, þyrfti að fara uppfæra lÍka :)


Ég var í 4770 svo 6700k og núna 3900x... ekkert vesen... mjög sáttur... AMD er málið árið 2020 engin spurning.
Fyrir langflesta tel ég að Ryzen 5 3600 sé no brainer bestu kaupin og 3700x ef þú vilt 8 kjarna.
Síðast breytt af Bourne á Þri 25. Feb 2020 21:49, breytt samtals 1 sinni.




B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla fyrir strákinn

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 25. Feb 2020 21:55

Bourne skrifaði:
Tóti skrifaði:
Bourne skrifaði:Ég vona að "strákurinn" hafi gagn og gaman af þessum umræðum :D


Já þetta er búið að vera mjög gagnlegt og góðar umræður um þetta. Takk fyrir það.
Nú er þarf bara að fara velta þessu fyrir sér og ákveða hvað skal kaupa.

Gleymdi að nefna í byrjun að tölvan verður notuð í leiki líka.

Ég sjálfur er meira fyrir Intel er með núna i7 4770K, þyrfti að fara uppfæra lÍka :)


Ég var í 4770 svo 6700k og núna 3900x... ekkert vesen... mjög sáttur... AMD er málið árið 2020 engin spurning.
Fyrir langflesta tel ég að Ryzen 5 3600 sé no brainer bestu kaupin og 3700x ef þú vilt 8 kjarna.


Verð nú eiginlega bara að taka undir að ég hef ekki lent í neinum vandræðum með minn Ryzen 3900X. Þetta keyrir bara fínt alla leiki sem ég hendi í þetta fyrir utan Crysis 1. Það er eitthvað dll vandamál þar en það er allt önnur saga. Mæli hiklaust með þessum örgjörvum.