Þegar menn fá síma/raftæki frá framleiðanda, hlaða þeir þá fyrst eða kveikja á þeim strax?


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Þegar menn fá síma/raftæki frá framleiðanda, hlaða þeir þá fyrst eða kveikja á þeim strax?

Pósturaf netkaffi » Mið 11. Des 2019 17:44

Stundum stendur eitthvað um í bæklingum hvernig farið skuli að þessu. En oft stendur ekkert. Ég veit ekkert hvort þetta skipti máli. Oft er hægt að kveikja á raftækjum strax úr kassanum því þau koma hálfhlaðin eða eitthvað hlaðin. Maður heyrði einhvertíman fyrir langalöngu að þetta skipti máli. Svo var náttla mýtan um að tæma alltaf rafhlöðuna áður en þú hleður til að láta þær lifa sem lengst, en sá á YouTube að það væri bara verra fyrir nútímarafhlöðu.

Hvernig er það þegar þið fáið t.d. nýja síma, kveikjið þið á þeim strax?




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Þegar menn fá síma/raftæki frá framleiðanda, hlaða þeir þá fyrst eða kveikja á þeim strax?

Pósturaf arons4 » Mið 11. Des 2019 17:52

Skiptir ekki máli með á tækjum með lithium rafhlöðum, á gömlu nikkel batterýiunum var þetta víst eitthvað dæmi.

Þarft ekki að tæma lithium rafhlöður, og alls ekki að geyma þær tómar.