Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf Hargo » Lau 21. Sep 2019 10:29

Daginn.
Er einhver starfsmaður Símans hér á spjallinu? Er að velta fyrir mér af hverju Sjónvarp Símans appið er ekki aðgengilegt á Mi box S græjunni. Það finnst ekki í Google Play Store.

Mi Box S keyrir á Android 8.1 Oreo.

https://mii.is/collections/hljod-og-mynd/products/mi-tv-box-s

Nova TV appið virkar fínt á boxinu.

Getur maður einhversstaðar orðið sér úti um apk install pakkann fyrir Sjónvarp Símans appið til að setja þetta upp handvirkt?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf Viktor » Lau 21. Sep 2019 10:32

Þetta er Android TV en ekki Android, Sjónvarp símans er ekki í boði því miður og bara hannað fyrir snertiskjá ef mér skjátlast ekki.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf Hargo » Lau 21. Sep 2019 10:40

Hvorki Stöð 2 (Vodafone) appið né Sjónvarp Símans appið virðist þá vera með support fyrir Android TV. Er það með ráðum gert til að halda fast í myndlyklavæðinguna ennþá? Ég er svo sem með myndlykil frá Símanum en ætlaði mér að nota Mi Box sem auka myndlykil í krakkaherbergið.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf hagur » Lau 21. Sep 2019 11:15

Hundleiðinlegt að nota þessi öpp sideloaded þar sem þú þarft eiginlega mús og lyklaborð.

Hvort þetta sé beinlínis til að halda fólki í myndlyklunum veit ég ekki en það er eflaust þægilegt side-effect. Android TV er ólíkur platform að einhverju leyti og það krefst vinnu að aðlaga öpp þannig að þau virki almennilega á því platformi. Þetta kemur eflaust á endanum.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf kornelius » Lau 21. Sep 2019 11:42

Fara í "Play Store" á MI Box og leita að "Nova TV Sjónvarp" og þá ertu í góðu fyrir krakkana :)



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf Hargo » Lau 21. Sep 2019 14:02

kornelius skrifaði:Fara í "Play Store" á MI Box og leita að "Nova TV Sjónvarp" og þá ertu í góðu fyrir krakkana :)


Jamm nema áskriftarstöðvarnar koma ekki inn nema ég sé með netið hjá Nova.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf dori » Lau 21. Sep 2019 15:12

Hargo skrifaði:
kornelius skrifaði:Fara í "Play Store" á MI Box og leita að "Nova TV Sjónvarp" og þá ertu í góðu fyrir krakkana :)


Jamm nema áskriftarstöðvarnar koma ekki inn nema ég sé með netið hjá Nova.

Það ætti ekki að vera nein slík takmörkun. Hvaða áskriftarstöð er þetta?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf hagur » Lau 21. Sep 2019 15:20

Hargo skrifaði:
kornelius skrifaði:Fara í "Play Store" á MI Box og leita að "Nova TV Sjónvarp" og þá ertu í góðu fyrir krakkana :)


Jamm nema áskriftarstöðvarnar koma ekki inn nema ég sé með netið hjá Nova.


Þú þarft ekki að hafa netið hjá Nova .... lætur bara færa áskriftirnar yfir í NovaTV. Ég er með net hjá Vodafone og var með áskrift að Síminn Sport í gegnum myndlykil, skilaði honum og talaði svo við Símann og þeir fluttu áskriftina mína af Vodafone IPTV yfir til Nova. Ekkert mál.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf Hargo » Sun 22. Sep 2019 00:46

Ja okei, en er þá ekki hægt að hafa einn myndlykil frá Símanum og vera með Nova TV ásamt Stöð 2 á Android boxinu? Verður maður að skila myndlyklinum og færa áskriftarstöðvarnar allar yfir á Nova TV?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf hagur » Sun 22. Sep 2019 02:33

Hargo skrifaði:Ja okei, en er þá ekki hægt að hafa einn myndlykil frá Símanum og vera með Nova TV ásamt Stöð 2 á Android boxinu? Verður maður að skila myndlyklinum og færa áskriftarstöðvarnar allar yfir á Nova TV?


Já hugsa það. Það er ekki hægt að vera með áskriftir virkar bæði á afruglara og NovaTV á sama tíma - held ég.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf einarhr » Mán 04. Nóv 2019 20:15

smá oftopic afsakið :)
Eru þið sem eru með Nova TV á Android TV að lenda í því að það loggast út randomly? Þetta gerist frekar oft hjá mér.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf hagur » Mán 04. Nóv 2019 21:26

einarhr skrifaði:smá oftopic afsakið :)
Eru þið sem eru með Nova TV á Android TV að lenda í því að það loggast út randomly? Þetta gerist frekar oft hjá mér.


Já, gerist nánast á hverjum degi hjá mér. Straumurinn stoppar og þá er eins og ég sé loggaður út, kemur bara "Þú ert ekki áskrifandi að þessari stöð" á allt, líka RÚV. Verð þá að loka appinu og opna aftur. Ég er búinn að reporta þetta til Nova og þeir gátu ekki framkallað þetta þrátt fyrir prófanir, þannig að ég er ekkert vongóður um að þetta verði lagað á næstunni.

Galli á annars ágætu appi.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf zetor » Þri 05. Nóv 2019 08:14

hagur skrifaði:
einarhr skrifaði:smá oftopic afsakið :)
Eru þið sem eru með Nova TV á Android TV að lenda í því að það loggast út randomly? Þetta gerist frekar oft hjá mér.


Já, gerist nánast á hverjum degi hjá mér. Straumurinn stoppar og þá er eins og ég sé loggaður út, kemur bara "Þú ert ekki áskrifandi að þessari stöð" á allt, líka RÚV. Verð þá að loka appinu og opna aftur. Ég er búinn að reporta þetta til Nova og þeir gátu ekki framkallað þetta þrátt fyrir prófanir, þannig að ég er ekkert vongóður um að þetta verði lagað á næstunni.

Galli á annars ágætu appi.


Er að nota Nova Tv appið á Mi box s, hef ekki lent í þessu að ég loggist út. Hins vegar er ég ekki kaupandi að áskrift, ég nota bara fríu stöðvarnar



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans appið fyrir Mi Box S

Pósturaf zetor » Mán 19. Okt 2020 12:47

Jæja nú er síminn kominn með app í Android tv, er að prufa þetta á mi box s, virkar alveg glimrandi vel.
Ég er erlendis, þurfti að logga mig með rafrænum skilríkjum bróður míns sem er áskrifandi af sjónvarpi símans. Áskriftin leyfir aukalega 5 tæki. Þarf ekki vpn...sem er snild fyrir mig.
Þetta er mjög flott hjá þeim, bestu þakkir. Er einhver innanbúðar hérna á vaktinni, hjá símanum? Er að velta því fyrir mér hvað þeir ætla sér, verður appið alltaf aðgengilegt erlendis? Verður hægt að kaupa grunnáskrift bara fyrir appið? Eða logga sig inn frítt?