Tengja flakkara við gamalt sjónvarp


Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Tengja flakkara við gamalt sjónvarp

Pósturaf sunna22 » Mán 16. Sep 2019 21:26

Halló ég er með sjónvarp sem er í eldra kantinum. En það er í topp standi og er ég að reyna tengja venjulegan flakkara við það. (líklega er flakkarinn of stór)Það er usb tengi á sjónvapinu og hdmi. Þannig ég var að vona að það til eitthvað millistykki sem ég gætti teingt flakkarann beint í hdmi í sjónvarpið.

Þetta er sjónvarpið
https://www.philips.com.my/c-p/40PFL970 ... -hd-engine

Þetta er flakkarinn
https://www.tl.is/product/expansion-2tb-25-usb3-svartur


BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST


Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Tengja flakkara við gamalt sjónvarp

Pósturaf Skari » Mán 16. Sep 2019 21:55

Myndi halda að líklegasta orskin væri að sjónvarpið er usb2 en flakkarinn er usb3 , að usb portið í sjónvarpinu nær ekki að keyra flakkarann.

Mögulega gæti eitthvað svona virkað: https://att.is/product/manhattan-usb3-4 ... man-162302 , værir þá að keyra flakkaran af straumbreytinum

Annars væri örugglega skárra að fara í eitthvað ódýrt android box af aliexpress




JReykdal
FanBoy
Póstar: 700
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Tengja flakkara við gamalt sjónvarp

Pósturaf JReykdal » Þri 17. Sep 2019 15:26

Svo gæti verið að sjónvarpið skilji ekki skráarkerfið á disknum. Gætir þurft að nota FAT32.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2699
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Tengja flakkara við gamalt sjónvarp

Pósturaf SolidFeather » Þri 17. Sep 2019 15:36

Virkar það yfir höfuð að tengja USB flakkara við sjónvarp í gegnum USB -> HDMI? Þig vantar væntanlega einhvern millilið, svo fengirðu heldur ekkert rafmagn frá HDMI portinu til þess að kveikja á flakkaranum.