Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Dropi » Mið 10. Júl 2019 11:50

Þetta er gamalt mod sem ég gerði árið 2013 áður en ég var of vitur um ágæti Noctua eða almennilegt loftflæði yfir höfuð. Kassinn er Mac Pro G5 sem ég fékk gefins frá félaga, efnið keypti ég hjá thelaserhive.com í Bretlandi (https://www.thelaserhive.com/kits/power ... sion-kits/).

Áður hafði ég gert G4 Mac Pro mod fyrir mATX, efnið í það keypti ég á sama stað en ég finn því miður engar myndir eins og er.

Tilgangurinn með þessu moddi var að nota kassann dags daglega og vera sem allra hljóðlátastur. Ég endaði með að fjarlægja hörður diskana og setja þá í E-SATA hýsingu sem var í sama stíl og kassinn.

Mesta vinnan fór sennilega í að fjarlægja allt gamla apple draslið úr kassanum, sérstaklega power supplyið sem var þónokkuð mörg kíló. Ég notaði harðadiska festingu úr öðrum kassa sem ég fann í ruslinu, boraði stórt gat með hulsubor fyrir aflgjafa viftuna og víraði 230VAC aftan úr kassanum, meðfram hurðinni og upp í aflgjafann. Hurðin virkar, en það þarf að rífa festinguna alveg í spað til að ná aflgjafanum úr.

Einnig tók ég IO brettið að framanverðu og skrapaði öll viðnám, þétta osfrv. af því og lóðaði nýja enda fyrir USB, Power, Audio og Ljósdíóðu. Ég lét FireWire alveg eiga sig.

Cable management er ekki gott, en það mætti laga það í framtíðinni ef kassinn ratar til mín aftur. Eins og er veit ég ekki hvar hann er niður staddur. :-"

Þetta er ekki buildlog, en ef einhver skyldi liggja á svona kassa þá ekki vera smeikur að ná í gott sagblað og gefa honum nýtt líf!

Hýsing:
Mynd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Viktor » Mið 10. Júl 2019 13:51

Svalt... ég er einmitt að spá í Streacom DA2 fyrir næsta "sleeper" build :)
Viðhengi
da2-featured.jpg
da2-featured.jpg (15.11 KiB) Skoðað 5393 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Dropi » Mið 10. Júl 2019 15:30

Algjör looker, ætlarðu að vatnskæla?

Hef notað Silverstone FT03 síðustu 2 og hálfa árið, ég ætla í eitthvað almennilega stórt næst! Kominn með alveg nóg af svona litlum og nettum kössum þegar maður vill kæla skjákort með lofti :P


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf jojoharalds » Mið 10. Júl 2019 21:35

á sjálfur eitt svona mod í vinnslu :) algjör snilldar kassi miðað við tímann sem hann kom út :happy
Viðhengi
G51.jpg
G51.jpg (92.53 KiB) Skoðað 5329 sinnum
G52.jpg
G52.jpg (68.67 KiB) Skoðað 5329 sinnum
G53.jpg
G53.jpg (61.34 KiB) Skoðað 5329 sinnum
G54.jpg
G54.jpg (76.64 KiB) Skoðað 5329 sinnum
G55.jpg
G55.jpg (90.06 KiB) Skoðað 5329 sinnum


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Dropi » Fim 11. Júl 2019 06:51

Flottur! En hvað með hurðina, ætlarðu að setja læsinguna aftur í þegar aflgjafinn er kominn í kassann?


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf jojoharalds » Fim 11. Júl 2019 08:14

Dropi skrifaði:Flottur! En hvað með hurðina, ætlarðu að setja læsinguna aftur í þegar aflgjafinn er kominn í kassann?

Takk . Nei hurðinn verður sett í með pumpum (eins og er í bílum fyrir skottið og /eða húddið.)
custome mount fyrir aflgjafan og siðan er ég búin að klippa út fyrir vantskassa.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Viktor » Fim 11. Júl 2019 08:34

Dropi skrifaði:Algjör looker, ætlarðu að vatnskæla?

Hef notað Silverstone FT03 síðustu 2 og hálfa árið, ég ætla í eitthvað almennilega stórt næst! Kominn með alveg nóg af svona litlum og nettum kössum þegar maður vill kæla skjákort með lofti :P


Neyðist maður kannski til þess? Hann styður reyndar vertical GPU og gæti sett litla CPU viftu í staðin.

Pælingin er að þetta komi vel út í stofunni svo að kærastan taki þetta í sátt. Ég er svo með smá thing fyrir pínulitlum en gaming-grade öflugum tölvum =P~

Ætli ég fari ekki í eitthvað svipað og Linus:



I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


steiniofur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf steiniofur » Fim 11. Júl 2019 15:59

Skemmtileg tilviljun, mér áskotnaðist einmitt í dag eitt stykki svona G5 og hafði hugsað mér að nútímavæða innvolsið.

Mér finnst þetta virkilega flott hjá þér Dropi! Það eina sem stingur mig svolítið í augað er hvernig aflgjafinn er staðsettur. Hvernig festiru hann? Er hann skrúfaður fastur?

Sömuleiðis jojoharalds, lúkkar mjög vel og ég hlakka til að sjá loka afurðina hjá þér.

Sé að þú hefur notað full atx á meðan Dropi hefur valið atx low frá Laser hive. Ég er einmitt að rokka pínu á milli hvora lausnina ég myndi velja sjálfur.

Ég fæ kannski að leita ráða hjá ykkur ef ég ákveð að fara í þetta verkefni sjálfur.



Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Dropi » Fim 11. Júl 2019 17:10

steiniofur skrifaði:Skemmtileg tilviljun, mér áskotnaðist einmitt í dag eitt stykki svona G5 og hafði hugsað mér að nútímavæða innvolsið.

Mér finnst þetta virkilega flott hjá þér Dropi! Það eina sem stingur mig svolítið í augað er hvernig aflgjafinn er staðsettur. Hvernig festiru hann? Er hann skrúfaður fastur?

Sömuleiðis jojoharalds, lúkkar mjög vel og ég hlakka til að sjá loka afurðina hjá þér.

Sé að þú hefur notað full atx á meðan Dropi hefur valið atx low frá Laser hive. Ég er einmitt að rokka pínu á milli hvora lausnina ég myndi velja sjálfur.

Ég fæ kannski að leita ráða hjá ykkur ef ég ákveð að fara í þetta verkefni sjálfur.


Það er franskur undir aflgjafanum og platan sem er undir honum er MJÖG stíf og rétt treðst í þegar aflgjafinn er í - mjög mikil spenna á henni, ég get hent kassanum í rússíbana og þessi aflgjafi fer ekki lengra. Því miður fann ég ekki neina fallegri lausn á þessu vandamáli nema búa til bracket sem skrúfast í hann, og það væri ekki mikið fallegra. :)

Einnig sérðu að það er smá brún þar sem platan vinstra (framan) megin er aðeins hærri en sú sem aflgjafinn situr á. Það eina góða við mína lausn er að ég víraði rafmagnið meðfram hurðinni og í tengi neðst á kassanum, sem er að minnsta kosti stílhreint þegar kassinn er lokaður.


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

hageir
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Mán 06. Jún 2011 08:47
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf hageir » Mán 22. Júl 2019 23:17

uhm, hæbb
hvað eruði að gera við íhlutina (orginal G5 partana?)
Er með einn G5 turn sem ég ætla bráðum að fara í að laga.
Hef alveg áhuga á varahlutum!



Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf Dropi » Þri 23. Júl 2019 11:06

hageir skrifaði:uhm, hæbb
hvað eruði að gera við íhlutina (orginal G5 partana?)
Er með einn G5 turn sem ég ætla bráðum að fara í að laga.
Hef alveg áhuga á varahlutum!


Ég henti öllu fyrir 6 árum síðan :/


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

hageir
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Mán 06. Jún 2011 08:47
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf hageir » Þri 23. Júl 2019 12:30

Dropi skrifaði:
hageir skrifaði:uhm, hæbb
hvað eruði að gera við íhlutina (orginal G5 partana?)
Er með einn G5 turn sem ég ætla bráðum að fara í að laga.
Hef alveg áhuga á varahlutum!


Ég henti öllu fyrir 6 árum síðan :/


æj æj,
en þið hinir strákar?




steiniofur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf steiniofur » Þri 23. Júl 2019 14:00

Ég er ekki byrjaður á mínum ennþá, en það ætti að vera lítið mál að gefa þér innvolsið sem ég mun ekki nota.

Reyndar með þeim fyrirvara að aðilinn sem gaf mér minn G5 vilji hirða eitthvað af innvoslinu - hann er sjálfur með annan G5 sem hann ætlaði að fara koma í gang.



Skjámynd

hageir
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Mán 06. Jún 2011 08:47
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mac Pro G5 - Full ATX Conversion mod

Pósturaf hageir » Fim 25. Júl 2019 10:34

steiniofur skrifaði:Ég er ekki byrjaður á mínum ennþá, en það ætti að vera lítið mál að gefa þér innvolsið sem ég mun ekki nota.

Reyndar með þeim fyrirvara að aðilinn sem gaf mér minn G5 vilji hirða eitthvað af innvoslinu - hann er sjálfur með annan G5 sem hann ætlaði að fara koma í gang.


Ok, cool!
Það væri vel þegið :)
Vertu í bandi í framtíðinni.

-Geir