Reynsla á því að panta skjá að utan?


Höfundur
1nr4jB
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 28. Jún 2019 17:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf 1nr4jB » Fim 04. Júl 2019 16:10

Ég ætlaði að kaupa 240Hz Benq skjáinn hjá Tölvutek en þar sem þeir eru hættir störfum og enginn annar með Benq skjái hérlendis neyðist ég til að kaupa að utan. Hafiði einhverja reynslu af þessu?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf Dropi » Fim 04. Júl 2019 16:20

Byrjun 2015 pantaði ég fyrsta ultrawide skjáinn minn frá Kóreu í gegnum Amazon. $10 USD sendingarkostnaður \:D/ og tók 7 daga.
Tollur og gjöld var uþb 30 þús ef ég man rétt.

LG 34UM65 LCD Monitor
Sold by BIZBUY INTERNATIONAL
Condition: New

Item Subtotal: $599.59
Shipping & Handling: $9.99
Total Before Tax: $609.58
Shipment Total: $609.58
Paid by Mastercard: $609.58


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf Dropi » Fim 04. Júl 2019 16:23

Fyrst þú minnist á það, væri laglegt ef þau tölvufyrirtæki sem eru eftir myndu hrifsa eitthvað af þessum umboðum sem Tölvutek var með. Alveg glatað að bjóða hvergi uppá Benq skjái!


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Höfundur
1nr4jB
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 28. Jún 2019 17:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf 1nr4jB » Fim 04. Júl 2019 16:30

Já, finnst að það ætti einhver að taka þessi umboð að sér. Glatað að tapa merkjum eins og Zowie og BenQ.




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1580
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf gutti » Fim 04. Júl 2019 19:06

Èg pantaði 32 skjá frá amazon það er vera 2 ár síðan virkar þá viotek 30 þús plús 30 heild um 60 þús heim að dyrum! Bakhátarlar miðjahátarlari frá amazon allt virkar




djeimsbond
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Fös 04. Sep 2015 15:34
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf djeimsbond » Fim 04. Júl 2019 19:49

Ég pantaði einmitt ultrawide skjá fyrir nokkrum dögum bara í gegnum B&H, tók minna en viku að koma og ég borgaði 33k í toll því hann er nokkuð stór og dýr, fékk hann beint heim að dyrum í gegnum DHL




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla á því að panta skjá að utan?

Pósturaf Televisionary » Fim 04. Júl 2019 20:58

Það er ekkert mál að fá skjái heim að dyrum. Hef pantað dót að utan í yfir 20 ár í gegnum netið. Oftast nær borgar þetta sig varla nema maður sé að fá vöru á góðu tilboði þegar kemur að skjám. En á móti kemur að úrvalið er langtum betra en hérna heima. En ég er frekar þreyttur á Amazon þeir eru frekar leiðinlegir að eiga við finnst mér ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Sum merki er erfiðara en önnur að fá send hingað.

Einnig ber að hafa það í huga að ef að þú þarft að senda til baka og fá útskipti eða viðgerðir í gegnum RMA ferli þá ertu farin að tapa peningum mjög hratt.

Ég tók fyrir einhverju 1.5 ári 43" 4K skjá á útsölu í Tölvulistanum á toppverði og gat hvergi fundið hann á því í Evrópu þrátt fyrir það að ég kæmi honum frítt í flug og myndi ekki greiða virðisaukaskatt af honum.

DHL hefur verið að standa sig hvað best af þessum flutningsaðilum sem ég hef verið að nota. Pósturinn er hvað slakastur að eiga við verð ég að segja.