Digital rakamælir fyrir heimilið?

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf GullMoli » Fös 28. Jún 2019 14:26

Hvar get ég nálgast einhvern góðan hita/rakamælir til þess að sýna mér raka í íbúðinni? Helst hérna heima.

Fann þennan á Amazon; https://www.amazon.com/dp/B01HDW58GS/ref=emc_b_5_i
$16 en svo $24 í sendingarkostnað og ofaná þetta bætast svo við gjöld, endar í rúmum 7þús.

Einhver með reynslu af þessu og getur gefið meðmæli?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf rapport » Fös 28. Jún 2019 15:01




Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf Halli25 » Fös 28. Jún 2019 15:49



Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf Viktor » Fös 28. Jún 2019 16:10

Ef þú átt Arduino eða Raspberry þá kostar þetta 1-3$ ;)

https://www.ebay.com/itm/282151509959

https://www.ebay.com/itm/170931111400


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf GullMoli » Fös 28. Jún 2019 21:36

Þakka svörin.

Endilega fleiri tillögur ef einhverjar eru!


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf dori » Lau 29. Jún 2019 15:09

Ef þú ert ekki að leita að einhverju sem tengist inná kerfi eða safnar gögnum yfir tíma þá finnst mér þessi hjá Smith & Norland mjög snyrtilegur.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... lir-selina




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf littli-Jake » Lau 29. Jún 2019 16:42

Afhverju rakamælir?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf GullMoli » Mán 01. Júl 2019 19:00

dori skrifaði:Ef þú ert ekki að leita að einhverju sem tengist inná kerfi eða safnar gögnum yfir tíma þá finnst mér þessi hjá Smith & Norland mjög snyrtilegur.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... lir-selina


Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?

littli-Jake skrifaði:Afhverju rakamælir?


Forvitni, fylgjast með rakastigi í ákveðnum herbergjum til þess að fyrirbyggja kjöraðstæður myglusvepps. T.d. er ég með rakastýrða viftu inná baði, er hún að gera sína vinnu nægilega vel og hvort rakinn leki mikið inn í hin rýmin.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf kusi » Fös 05. Júl 2019 09:07

GullMoli skrifaði:Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?


Hann er líka til lítill. Mjög nettur og fer lítið fyrir honum. Fékk mér tvo svona fyrir skömmu síðan.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ina-little



Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf GullMoli » Fös 05. Júl 2019 10:29

kusi skrifaði:
GullMoli skrifaði:Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?


Hann er líka til lítill. Mjög nettur og fer lítið fyrir honum. Fékk mér tvo svona fyrir skömmu síðan.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ina-little


Þarna erum við að tala saman :)

Áhugavert að þú hafir keypt tvo, hefurðu prufað að hafa þá hlið við hlið til að athuga hvort þeir gefi upp sömu tölur?


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf dori » Fös 05. Júl 2019 10:53

GullMoli skrifaði:
kusi skrifaði:
GullMoli skrifaði:Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?


Hann er líka til lítill. Mjög nettur og fer lítið fyrir honum. Fékk mér tvo svona fyrir skömmu síðan.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ina-little


Þarna erum við að tala saman :)

Áhugavert að þú hafir keypt tvo, hefurðu prufað að hafa þá hlið við hlið til að athuga hvort þeir gefi upp sömu tölur?

Ég stakk uppá þessu því að ég á einmitt svona lítinn. Hann gefur upp aðeins lægri tölu en Eve Room græjan mín þegar þeir eru nálægt hvorum öðrum.

Ég á bara þessa tvo rakamæla þannig að ég hef ekki lagt í að rannsaka hvor þeirra er rangur.



Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Digital rakamælir fyrir heimilið?

Pósturaf kusi » Mán 08. Júl 2019 10:30

GullMoli skrifaði:
kusi skrifaði:
GullMoli skrifaði:Já vissi af þessum, finnst hann bara svo klunnalega stór. Helmingurinn af honum er ónýtt skjápláss..?


Hann er líka til lítill. Mjög nettur og fer lítið fyrir honum. Fékk mér tvo svona fyrir skömmu síðan.

https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... ina-little


Þarna erum við að tala saman :)

Áhugavert að þú hafir keypt tvo, hefurðu prufað að hafa þá hlið við hlið til að athuga hvort þeir gefi upp sömu tölur?


Ég hef ekki prófað að hafa þá hlið við hlið en þeir eru í sitthvoru rýminu í sömu íbúðinni (svefnherbergi og stofu) og gefa almennt mjög svipaða niðurstöðu. Ég finn í raun ekki mun á 35% eða 45% raka en ég finn mikinn mun á 10% og 20%. Það dugar mér að vita sirka hvert rakastigið er og til þess eru þessir mælar prýðilegir.

Þessa dagana sýna þeir um 40% raka með glugga opna og ekkert rakatæki í gangi, semsagt í neðri mörkum hins eðlilega. Á veturna detta þeir báðir niður í allt að 10% þegar það er frost og ég veit ekki hvort það er það lægsta sem rakastig getur orðið eða hvort það sé lágmarkið sem þeir mæla. Í 10% raka finnur maður greinilega fyrir þurru lofti þegar maður andar auk þess sem maður fær sífellt straum af stöðurafmagni.

Ég fékk mér líka rakatæki frá sama framleiðanda sem heitir Oskar sem mér líkar vel við; er hljóðlátt, snyrtilegt og þægilegt í viðhaldi. Með því tæki kaupir maður sig frá þrifum með því að skipta um síur. Ef ég hef það stöðugt í gangi miðsvæðis í um 120m2 íbúð verður rakastigið á veturna tilfinnanlega betra um alla íbúðina eða í um 20% en sjaldnast hærra en það - þrátt fyrir að fara með um 3-4 lítra af vatni á sólarhring. Á móti kemur að ég hef alltaf opna glugga að einhverju leyti og hleypi þannig út rakanum og þurrara lofti inn.

Ég er mað 80 lítra fiskabúr í stofunni og mikið af plöntum og hvor tveggja eiga að bæta rakastig. Það má vera að það geri það en árangurinn er ekki mælanlegur og án rakatækisins er rakastigið samt ekki nema um 10% á veturna.