Val á uppfærslu fyrir casual gaming.


Höfundur
Hogni84
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 29. Júl 2007 21:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf Hogni84 » Sun 10. Feb 2019 16:22

Sælir sjentilmenn (og sjentilkvendi) seinast þegar ég var að uppfæra þá reyndist mér það mjög vel að leita ráða hér þannig að mig langaði að gera það aftur. Seinasta uppfærsla er búin að duga mér þónokkuð en eftir að ég fór að spila Hunt:Showdown og núna seinast The division 2 betuna að þá er það orðið nokkuð ljóst að ég þarf að fara að eyða aðeins í tölvuna. Eins og ég segi að þá er ég bara svona casual gamer sem spila þegar krakkarnir eru sofnaðir og svona þannig að ég ætlaði að reyna að gera þetta eins hóflega og ég gæti og var hugmyndin að uppfæra skjákortið hjá mér í 1070 kort og uppfæra þvínæst jafnvel móðurborð og örgjörvann en mig langaði að fá álit fagmanna áður en ég geri nokkuð.

Mynd



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf DJOli » Sun 10. Feb 2019 17:25

Sæll og blessaður.
Ef ég væri að uppfæra úr álíka spekkum og þú, og þá fyrir casual gaming, þá myndi ég fara í eitthvað svona:
Örgjörvi: Intel core i5 8400 - 29.900kr. - Tölvutækni
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... -9mb-cache
Móðurborð: Msi Z370-A Pro - 22.950kr. - Att.is
https://att.is/product/msi-z370-a-pro-modurbord
Vinnsluminni: Corsair 1x8gb ddr4 - 11.950kr.- Att.is
https://att.is/product/corsair-val-8gb-2666-minni
SSD: 1TB Samsung 860 QVO drif fyrir OS og tölvuleiki - 26.950kr. - Att.is
https://att.is/product/samsung-860-qvo-1tb-ssd-drif
Skjákort: Gigabyte GeForce GTX 1060 OC 6GB - 42.900kr. - Ódýrið
https://odyrid.is/vara/gigabyte-gtx-106 ... -6gb-gddr5

Samtals pakkaverð: 134.650kr.-

Edit:
Og það er ekkert að því að taka þessu bara rólega, og byrja á skjákortsuppfærslu í gömlu tölvuna.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Hogni84
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 29. Júl 2007 21:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf Hogni84 » Sun 10. Feb 2019 18:18

Takk kærlega fyrir skjót svör og þessar ráðleggingar , mér líst helvíti vel á þetta en var að velta fyrir mér hvort ég væri betur settur að kaupa notað 1070 kort eða hvort að þetta tiltekna 1060 kort væri bara skynsamlegra. Tek fram að maður er alveg dottinn út úr þessu og hef ekki hundsvit á þessu :D



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 40
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf Squinchy » Mán 11. Feb 2019 08:34

Uppfæra skjákort, googla einhverjar auðveldar leiðbeiningar til að yfirklukka CPU (Það er til tonn af því fyrir þennan CPU), sjá hvað það gerir myndi ég gera

Gerði það sama með mína 3570K vél og hélt áfram að spara fyrir veglegri uppfærslu


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf Alfa » Mán 11. Feb 2019 09:04

Allavega ekki kaupa annað en notað 1070 kort, því nýtt hefur lítið í 2060 að gera fyrir peninginn.

8gb vinnsluminni er bara of litið í dag, 16gb er lágmark imo.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


Höfundur
Hogni84
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Sun 29. Júl 2007 21:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á uppfærslu fyrir casual gaming.

Pósturaf Hogni84 » Þri 12. Feb 2019 22:26

Þetta hljómar eins og plan :D takk kærlega fyrir.