Góð vél fyrir Photoshop?


Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf steini_magg » Þri 15. Jan 2019 23:45

Sælir vaktarar.

Ég er nú að spá í að fá mér borðtölvu (hef reyndar sagt það síðan haustið 2016 sem sýnir hvað tíminn er fáranlega fljóttur að líða) og bið ég um hjálp ykkar um tölvu sem er góð í Photoshop. Ég er að hugsa um svona 150k max með kassa. Það sem ég er að velta fyrir mér er:

Örgjarvi
Dugar Ryzen 3 3300 ?Þetta er spec sem var á rándýrum örgjörvum fyrir Ryzen. Svo létt spurning hvort 3 3300G dugi þá einnig?

Móðurborð
Eina sem ég er að hugsa um er að það geti haft 2 m.2 þar sem ég ætla að byrja á 250gb og fínt að hafa þann valmöguleika að uppfæra. Er eitthvað annað sem ég ætti að hafa í huga.

Skjákort
Ef innbygðu skjákortin í örgjörvum AMD duga ekki. Þarna er ég að hugsa um 1050 ti eða nýja frá AMD (hef ekki skoðað það almennilega).

Annað
Hugsa um 8GB ram og 500/600W aflgjafa.

Fyrir fram þakkir.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf kiddi » Mið 16. Jan 2019 00:34

Photoshop virkar fínt á öllum tölvum síðustu 10+ ára, eina sem ég mæli með að þú bætir er innbyggða vinnsluminnið, reyndu að komast í 16GB. Það er aðallega vinnsluminnið sem Photoshop biður um, og það er eini flöskuhálsinn sem þú getur lent í sem raunverulega getur stöðvað þig í einhverjum framkvæmdum, allt annað mun virka á nánast hvaða vél sem er. Þetta veltur auðvitað alveg á hvað þú ert að fara að gera, ef það á að ditta að stórum gigapixel myndum þá myndi ég mæla með skjákorti með miklu RAM og lágmark 32GB í sjálfa vélina.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 603
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf Manager1 » Mið 16. Jan 2019 01:19

Eins og kiddi segir þá ráða flestar tölvur nú til dags vel við Photoshop. Ég er ekki rétti maðurinn til að segja þér hvaða vélbúnaður er betri en annar en mig langaði bara til að benda á að góður skjár skiptir miklu máli ef Photoshop er aðal dæmið. IPS skjáir eru betri (og dýrari) en TN skjáir því þeir sýna réttari liti.




Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf steini_magg » Fim 17. Jan 2019 17:39

Manager1 skrifaði:Eins og kiddi segir þá ráða flestar tölvur nú til dags vel við Photoshop. Ég er ekki rétti maðurinn til að segja þér hvaða vélbúnaður er betri en annar en mig langaði bara til að benda á að góður skjár skiptir miklu máli ef Photoshop er aðal dæmið. IPS skjáir eru betri (og dýrari) en TN skjáir því þeir sýna réttari liti.

Takk fyrir það en er þá ekki þá best að spyrja þá um góðan skjá. Er nokkuð mikill munur á 99% sRGB og 100% sRGB og er ekki 4k lágmark?




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 603
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 86
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf Manager1 » Fös 18. Jan 2019 02:45

Það er ekki mikill munur á 99% sRGB og 100% sRGB, myndi segja að það væri svona 1% :D

4K er auðvitað rosalega gott, nóg pláss á skjánum þegar þú ert í Photoshop o.þ.h. En það er ekkert nauðsynlegt, ég er með 1440p IPS skjá og kvarta svosem ekkert, en stærra er alltaf betra er það ekki?

Ég myndi segja að það eina sem er "must have" er IPS (eða VA, það er næstum eins og IPS).



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf Hauxon » Fös 18. Jan 2019 10:03

Ég nota Photoshop og Lightroom töluvert og tek undir með ráðleggingar með 16Gb+ vinnsluminni og góðan skjá. Góður skjár þar ekkert endilega að vera dýrasti sérhæfði myndvinnsluskjárinn á markaðnum. TN panelar eru heldur ekki eins slappir og fyrir nokkrum árum. Ekki minna en 27". 1440p er fínt á 27" en 4k bónus. Ég er með 32" skjá sem er 4k sem mér finnst nokkurn veginn mátulegt. Taktu amk 50þ frá fyrir skjáinn og athugaðu hvort þú finnur eitthvað til sölu hér eða á facebook eða bland.is. Ég keypti t.d. minn skjá nánast ónotaðan á hálfvirði af manni sem fannst hann of stór :)

Ef þú getur endurnotað eldri kassa, lyklaborð osfrv. er það bónus og þú getur. AMD Ryzen 5 2600X er held ég besta bang for the buck núna eða mögulega 1700X. Myndi frekar fá mér ódýrara móðurborð en ódýrari örgjörva. Nvidia 1050 ti 4Gb fínt skjákort og ekki of dýrt, betra að hafa meira minni í skjákortinu í Lightroom (og líklega Photoshop). AMD RX 570 4Gb er líka góður kostur.

Ég keypti um daginn Corsair RM 650 aflgjafa og get mælt með honum, mjög hljóðlátur. Vatnskæling á örgjörva er út úr myndinni fyrir þetta budget en myndi eyða örlítð meira í hljóðlátari og betri örgjörvakælingu, t.d. frá BeQuiet eða Noctua. Það er fátt meira óþolandi en hávær tölva.




Höfundur
steini_magg
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf steini_magg » Fös 18. Jan 2019 12:04

Hauxon skrifaði:Ég nota Photoshop og Lightroom töluvert og tek undir með ráðleggingar með 16Gb+ vinnsluminni og góðan skjá. Góður skjár þar ekkert endilega að vera dýrasti sérhæfði myndvinnsluskjárinn á markaðnum. TN panelar eru heldur ekki eins slappir og fyrir nokkrum árum. Ekki minna en 27". 1440p er fínt á 27" en 4k bónus. Ég er með 32" skjá sem er 4k sem mér finnst nokkurn veginn mátulegt. Taktu amk 50þ frá fyrir skjáinn og athugaðu hvort þú finnur eitthvað til sölu hér eða á facebook eða bland.is. Ég keypti t.d. minn skjá nánast ónotaðan á hálfvirði af manni sem fannst hann of stór :)

Ef þú getur endurnotað eldri kassa, lyklaborð osfrv. er það bónus og þú getur. AMD Ryzen 5 2600X er held ég besta bang for the buck núna eða mögulega 1700X. Myndi frekar fá mér ódýrara móðurborð en ódýrari örgjörva. Nvidia 1050 ti 4Gb fínt skjákort og ekki of dýrt, betra að hafa meira minni í skjákortinu í Lightroom (og líklega Photoshop). AMD RX 570 4Gb er líka góður kostur.

Ég keypti um daginn Corsair RM 650 aflgjafa og get mælt með honum, mjög hljóðlátur. Vatnskæling á örgjörva er út úr myndinni fyrir þetta budget en myndi eyða örlítð meira í hljóðlátari og betri örgjörvakælingu, t.d. frá BeQuiet eða Noctua. Það er fátt meira óþolandi en hávær tölva.

Þú s.s. mælir ekki með örgjarva með innbyggt skjákort ? Er örgjarvakælingin hjá AMD ekkert spess s.s ? Annars er ég að byrja á byrjunarreit. Eina sem ég á er allt í lagi mús Cooler Maser Xonert II (mjög þæginleg á hendinni en hikstar allt of mikið) og pabbi á eitthvað lyklaborð til að byrja með.
BTW þá ætla ég að kaupa í sumar eins og glöggir kannski sáu er ég nefndi 3300.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf Hauxon » Fös 18. Jan 2019 13:42

Adobe notar GPU (skjákortið) og minnið í skjákortinu þ.a. ég myndi taka external skjákort. Þú getur svo auðvitað notað stock kælinguna og skipt ef þvú verður pirrraður á henni.




Geirisk8
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Lau 09. Sep 2017 07:42
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Góð vél fyrir Photoshop?

Pósturaf Geirisk8 » Fös 18. Jan 2019 15:31

Ég persónulega er með tvær hackintosh vélar, eina í vinnunni og eina heima og þær keyra Lightroom, Photoshop ásamt Final Cut eins og ekkert sé. Það er hægt að fá mjög öfluga tölvu fyrir þetta budget hjá þér.

Ég hef einnig sett saman nokkrar hackintosh vélar fyrir tónlistarmenn og ljósmyndara sem kjósa að nota Apple stýrikerfið en finnst verðmiðinn á tölvunum aðeins of hár.