Macbook Pro með vesen


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Macbook Pro með vesen

Pósturaf Kristján Gerhard » Sun 09. Des 2018 20:49

Sælir,

Ég fékk til mín Macbook Pro sem að komst ekki inn í stýrikerfið. Stoppaði á einhverri meldingu sem að ég man ekki nákvæmlega hvar var núna. Mig grunaði diskinn en ályktaði að lokum að Sata tengið fyrir harða diskinn væri vandamálið þar sem að diskurinn virkaði fínt í annarri MPB og annar diskur virkaði ekki í vélinni. Pantaði CD caddy fyrir harðann disk sem reddingu svo lengja mætti líf þesssarar vélar um einhvern smá tíma. Diskurinn úr vélinni fór þangað og vélin keyrði sig upp í hvert skipti án vandamála.

Vélin var hinsvegar hæg, enda á upprunalegri innetningu á kerfinu síðan hún var ný (ca. 6 ára gömul vél). Ég ákveð því að setja upp OS X High Sierra, þar sem að ég átti það á USB lykli. Það fer hinsvegar ekki vel, uppsetningin feilar á meldingu um Firmware, "An error occured while veryfying firmware", sambærilegt við þessa meldingu

https://discussions.apple.com/thread/8095449

Minn skilingingur á vandamálingu er sá að firmware-ið á vélinni sé of gamalt fyrir high sierra og því þurfi ég yngra kerfi eða firmware uppfærslu. Vandamálið er hinsvegar þetta:

1. Ég er ekki með annan makka og get ekki náð í eldri útgáfu af kerfinu í App store.
2. Ég er ekki með aðgang að App store auðkenni sem að vélin/Apple er tilbúið að gúddera til að setja vélina upp, upp á nýtt.
3. Þarafleiðandi kemst ég aðeins í Terminal í recovery og hef ekki fundið leiðbeiningar til að setja upp nýtt Firmware þá leiðina.

Hefur einhver tekist á við svipað?

K.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf Njall_L » Sun 09. Des 2018 22:22

Myndi hjálpa að vita hvaða MacBook Pro þetta er svo hægt sé að skoða hvaða OS á að virka með henni.

Annars ættir þú að geta ræst upp í mismunandi recovery og enduruppsett tölvuna með mismunandi stýrikerfum eftir því sem hentar. Þú þarft ekki AppleID til að fara í gegnum þetta ferli og ekki USB lykil, tölvan sækir sjálf umbeðið stýrikerfi beint frá Apple. Ef tölvan er með Firmware password (mjög ólíklegt) þá þarftu bara að vita það. Hafðu samt í huga að öll gögn tapast við þessar aðgerðir.
Sjá betri upplýsingar um mismunandi recovery hér: https://support.apple.com/en-is/HT204904


Löglegt WinRAR leyfi


Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf Televisionary » Mán 10. Des 2018 08:20

Það hefur reynst mér ótrúlega vel í gengum tíðina að eiga utanáliggjandi harðdisk með síðustu 3-4 útgáfum s.s. full uppsett kerfi með notanda sem er ekki með nein persónuleg gögn og svo hef ég búið til nýja notendur og eytt þessum upprunalega. Þetta hefur sparað mikinn tíma, hef notað carbon copy cloner og svo einnig superduper. Þannig ræsi ég upp af utanáliggjandi disknum, forsníð diskinn á vélunum og klóna svo klóninn yfir.

En upp á beina uppsetningu þá hefði verið gott að láta fylgja með hvaða útgáfa af MB Pro þetta er.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf GuðjónR » Mán 10. Des 2018 09:00

Televisionary skrifaði:Það hefur reynst mér ótrúlega vel í gengum tíðina að eiga utanáliggjandi harðdisk með síðustu 3-4 útgáfum s.s. full uppsett kerfi með notanda sem er ekki með nein persónuleg gögn og svo hef ég búið til nýja notendur og eytt þessum upprunalega. Þetta hefur sparað mikinn tíma, hef notað carbon copy cloner og svo einnig superduper. Þannig ræsi ég upp af utanáliggjandi disknum, forsníð diskinn á vélunum og klóna svo klóninn yfir.

En upp á beina uppsetningu þá hefði verið gott að láta fylgja með hvaða útgáfa af MB Pro þetta er.


Þú sem sagt tengir flakkar við mac, ferð í uppsetningu á tölvunni og velur flakkarann sem aðaldisk, þegar það er búið á endurræsirðu upp af flakkaranum nýuppsetta, ferð í disktools og formattar aðaldiskinn, notar svo CCC eða superduper til að færa uppsetninguna af flakkaranum yfir.
Það er doldið sniðugt hjá þér, en er það betra en að nota "comman-R" formatta diskinn þar og beint í uppsetningu þaðan? Eða búa til usb-stick með system og ýta á "option" í boot og starta upp frá því?
https://support.apple.com/en-us/HT201372




sigxx
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf sigxx » Mán 10. Des 2018 09:24

Þetta gerist fyrir 98% af öllum 13" 2010,2011 og 2012 MBP. Að lágmarki einu sinni.
Þú þarft s.s bara að skipta um þennan kapal hérna : https://www.ifixit.com/Store/Mac/MacBoo ... F163-041-1

Getur líka fundið þetta ódýrara á Ebay

Ef þetta er 2011 eða yngri þá er Sata bus-inn í optical drive-inu bara 1,5 Gbp/s í stað 3 Gbp/s í HDD slot-inu.
Ástæðan fyrir því að hún vill ekki uppfæra Firmware er bara útaf því að hún finnur engann disk á sínum stað.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 654
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 107
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf Televisionary » Mán 10. Des 2018 09:36

Oftast tek ég bara nýuppsetta vél og klóna hana yfir á USB diskinn áður en ég set upp hugbúnað frá þriðja aðila eða nokkur persónuleg gögn. Með þessu hefur mér tekist að eiga 3-4 kerfi alltaf uppsett hjá mér en í dag nota ég Mac OS minna og minna. Er ekki að finna vélbúnað sem ég er nógu ánægður með.

Já svo nota ég superduper eða Carbon Copy Cloner (þessi hefur bjargað mér frá því að OS X var í public beta útgáfu).

Ég nenni ekki þessum recovery process hjá Apple. Þetta hefur gefist vel og það mjög lengi og tekur stuttan tíma. Einnig hægt að uppfæra kerfin til fulls á USB disknum þannig að næst þegar maður þarf að gera þetta þá þarf ekki að bíða í einhvern óratíma eftir að uppfæra ofan á hefðbundið uppsetningarferli.

GuðjónR skrifaði:
Televisionary skrifaði:Það hefur reynst mér ótrúlega vel í gengum tíðina að eiga utanáliggjandi harðdisk með síðustu 3-4 útgáfum s.s. full uppsett kerfi með notanda sem er ekki með nein persónuleg gögn og svo hef ég búið til nýja notendur og eytt þessum upprunalega. Þetta hefur sparað mikinn tíma, hef notað carbon copy cloner og svo einnig superduper. Þannig ræsi ég upp af utanáliggjandi disknum, forsníð diskinn á vélunum og klóna svo klóninn yfir.

En upp á beina uppsetningu þá hefði verið gott að láta fylgja með hvaða útgáfa af MB Pro þetta er.


Þú sem sagt tengir flakkar við mac, ferð í uppsetningu á tölvunni og velur flakkarann sem aðaldisk, þegar það er búið á endurræsiru upp af flakkaranum nýuppsetta, ferð í disktools og formattar aðaldiskinn, notar svo CCC eða superduper til að færa uppsetninguna af flakkaranum yfir.
Það er doldið sniðugt hjá þér, en er það betra en að nota "comman-R" formatta diskinn þar og beint í uppsetningu þaðan? Eða búa til usb-stick með system og ýta á "option" í boot og starta upp frá því?
https://support.apple.com/en-us/HT201372




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Macbook Pro með vesen

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 10. Des 2018 16:50

Njall_L skrifaði:Myndi hjálpa að vita hvaða MacBook Pro þetta er svo hægt sé að skoða hvaða OS á að virka með henni.

Annars ættir þú að geta ræst upp í mismunandi recovery og enduruppsett tölvuna með mismunandi stýrikerfum eftir því sem hentar. Þú þarft ekki AppleID til að fara í gegnum þetta ferli og ekki USB lykil, tölvan sækir sjálf umbeðið stýrikerfi beint frá Apple. Ef tölvan er með Firmware password (mjög ólíklegt) þá þarftu bara að vita það. Hafðu samt í huga að öll gögn tapast við þessar aðgerðir.
Sjá betri upplýsingar um mismunandi recovery hér: https://support.apple.com/en-is/HT204904


MacBook Pro 9,2 13"

Þessi vél:

https://everymac.com/systems/apple/macb ... specs.html

Var búinn að fara nokkrum sinnum í gegnum það sem er listað upp á linknum en engu að síður prófaði ég aftur. Nú virðist recovery vera tilbúið að setja upp OS X lion en finnur ekki diskinn. Sýnist ég þurfa að panta nýjan HDD kapal.