Að skipta um peru á Corollu

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 23
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf joker » Fös 26. Okt 2018 23:00

Sælir félagar
Er það mikið mál að skipta um aðalljósaperu á 2005 Corollu?
Er búinn að fara í tvígang með bílinn til þeirra hjá N1 og þetta er útkoman, lýsir út og suður.
Viðhengi
0DC76A20-00D5-4FCA-8422-BD65D6A5D112.jpeg
0DC76A20-00D5-4FCA-8422-BD65D6A5D112.jpeg (322.58 KiB) Skoðað 4965 sinnum




arnara
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 29. Des 2011 10:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf arnara » Lau 27. Okt 2018 10:21

Er ljóskerið örugglega í lagi? Peran annað hvort lýsir eða ekki.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3093
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 442
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf hagur » Lau 27. Okt 2018 10:49

Ef þetta er eitthvað líkt Avensis 2003-2009 þá getur verið bölvað vesen að ná að smella klemmunni sem heldur perunni á sínum stað alveg í. Ef það er ekki gert þá getur peran hreyfst til og lýst upp eða niður og bíllinn verður rangeygður.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf arons4 » Lau 27. Okt 2018 12:35

arnara skrifaði:Er ljóskerið örugglega í lagi? Peran annað hvort lýsir eða ekki.

Hef alveg lennt í ryðguðum tengingum á vírunum sem gerðu það að verkum að önnur peran var dimmari en hin.

Prufaðu líka að drepa á bílnum og sjá hvort ljóskúpullinn sjálfur sé orðinn mattur. Það er hægt að þrífa það.

https://www.youtube.com/watch?v=UEJbKLZ7RmM



Skjámynd

joekimboe
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf joekimboe » Lau 27. Okt 2018 12:38

Hef ekki hundsvit á þessu, en stundum hef ég þurft að láta stilla ljósin hjá mér þegar þau lýsa út og suður og standast ekki skoðun. Hef látið gera það í skeifunni við hliðina á skoðunarstöðinni þar á bæ.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Tengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf brain » Lau 27. Okt 2018 13:07

Einsog bent er á getur smellan skekkt peruna, líka möguleiki að N1 hafa sett hana öfuga í ( ekki einsdæmi)



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 250
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf rattlehead » Lau 27. Okt 2018 13:26

Hef reynt EINU SINNI og það hafðist á 45 mínútum að skipta um báðum meginn. Er hættur að reyna við þetta sjálfur Hef farið með bílinn í Toyota og þeir græja perurnar. Enda virðist þetta vera fyrir þaulvana að skipta um þessar perur. Þótt toyota sé aðeins dýrari þá er þetta þægilegt. Þeir eru með hraðþjónustu og þarf ekki að panta tíma. hægt að hoppa í Bónus costco eða vínbúðina á meðan.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf pattzi » Lau 27. Okt 2018 13:40

joekimboe skrifaði:Hef ekki hundsvit á þessu, en stundum hef ég þurft að láta stilla ljósin hjá mér þegar þau lýsa út og suður og standast ekki skoðun. Hef látið gera það í skeifunni við hliðina á skoðunarstöðinni þar á bæ.


Er einmitt á hverju ári hjá mér hef reynt að stilla sjálfur er með corollu 1993 sem er með vesen á hverju ári í skoðun með ljósin

Og ef ég fer í reykjavík í skoðun setja þeir út á þetta og ég þarf að láta laga en ef ég fer hér á akranesi stillir kallinn þetta alltaf í skoðunarstöðinni meira segja þegar ég kom með hann í endurskoðun eftir að var sett út á sílsa og fleira sem ég lagaði en gleymdist að laga ljósin og hann stillti þau bara




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Tengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf Klemmi » Lau 27. Okt 2018 15:51

pattzi skrifaði:Er einmitt á hverju ári hjá mér hef reynt að stilla sjálfur er með corollu 1993 sem er með vesen á hverju ári í skoðun með ljósin

Og ef ég fer í reykjavík í skoðun setja þeir út á þetta og ég þarf að láta laga en ef ég fer hér á akranesi stillir kallinn þetta alltaf í skoðunarstöðinni meira segja þegar ég kom með hann í endurskoðun eftir að var sett út á sílsa og fleira sem ég lagaði en gleymdist að laga ljósin og hann stillti þau bara


Haha, fyrst það er orðið frítt í göngin, þá kannski fer maður bara að leggja í vana sinn að skutlast út á Akranes með bílinn í skoðun :D




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf arons4 » Lau 27. Okt 2018 18:07

Klemmi skrifaði:
pattzi skrifaði:Er einmitt á hverju ári hjá mér hef reynt að stilla sjálfur er með corollu 1993 sem er með vesen á hverju ári í skoðun með ljósin

Og ef ég fer í reykjavík í skoðun setja þeir út á þetta og ég þarf að láta laga en ef ég fer hér á akranesi stillir kallinn þetta alltaf í skoðunarstöðinni meira segja þegar ég kom með hann í endurskoðun eftir að var sett út á sílsa og fleira sem ég lagaði en gleymdist að laga ljósin og hann stillti þau bara


Haha, fyrst það er orðið frítt í göngin, þá kannski fer maður bara að leggja í vana sinn að skutlast út á Akranes með bílinn í skoðun :D

Hef lent í því oftar en einusinni í eyjum að mæta með bíl í endurskoðun og þá bara spurt hvort ég sé búinn að laga hlutinn og mér réttir miðarnir, ekki einusinni horft í áttina að bílnum.



Skjámynd

Höfundur
joker
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 23
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf joker » Sun 28. Okt 2018 13:51

Takk fyrir þetta félagar.
Ég ákvað að fara ekki í þriðja skiptið með þetta til N1, heldur skoða þetta sjálfur. Í ljós kem að peran skrölti laus, og þeir hafa að einhverjum ástæðum fjarlægt fjöðrina og sett hana öfugt í aftur þannig að hún gat aldrei haldið við peruna. Niðurstaðan er að N1 er einum kúnna fátækari.
Viðhengi
B8BD664A-3030-4365-91A5-1DF09645A2FD.jpeg
B8BD664A-3030-4365-91A5-1DF09645A2FD.jpeg (1.68 MiB) Skoðað 4686 sinnum



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf pattzi » Sun 28. Okt 2018 16:58

joker skrifaði:Takk fyrir þetta félagar.
Ég ákvað að fara ekki í þriðja skiptið með þetta til N1, heldur skoða þetta sjálfur. Í ljós kem að peran skrölti laus, og þeir hafa að einhverjum ástæðum fjarlægt fjöðrina og sett hana öfugt í aftur þannig að hún gat aldrei haldið við peruna. Niðurstaðan er að N1 er einum kúnna fátækari.



Þetta er frekar algegnt að þetta gerist þó þetta sé svoldið common sense hvernig þetta er gert ...


arons4 skrifaði:
Klemmi skrifaði:
pattzi skrifaði:Er einmitt á hverju ári hjá mér hef reynt að stilla sjálfur er með corollu 1993 sem er með vesen á hverju ári í skoðun með ljósin

Og ef ég fer í reykjavík í skoðun setja þeir út á þetta og ég þarf að láta laga en ef ég fer hér á akranesi stillir kallinn þetta alltaf í skoðunarstöðinni meira segja þegar ég kom með hann í endurskoðun eftir að var sett út á sílsa og fleira sem ég lagaði en gleymdist að laga ljósin og hann stillti þau bara


Haha, fyrst það er orðið frítt í göngin, þá kannski fer maður bara að leggja í vana sinn að skutlast út á Akranes með bílinn í skoðun :D

Hef lent í því oftar en einusinni í eyjum að mæta með bíl í endurskoðun og þá bara spurt hvort ég sé búinn að laga hlutinn og mér réttir miðarnir, ekki einusinni horft í áttina að bílnum.



Það er náttúrlega ekki í lagi og á ekki að eiga sér stað ..




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf arons4 » Sun 28. Okt 2018 21:01

pattzi skrifaði:
Það er náttúrlega ekki í lagi og á ekki að eiga sér stað ..

Var reyndar bara smotterí, annað skiptið var það pera á númeraljósinu.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf pattzi » Sun 28. Okt 2018 21:20

arons4 skrifaði:
pattzi skrifaði:
Það er náttúrlega ekki í lagi og á ekki að eiga sér stað ..

Var reyndar bara smotterí, annað skiptið var það pera á númeraljósinu.


Þá á maður líka að fá skoðun en ekki grænan miða bara merkt í 1 lagfæring



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að skipta um peru á Corollu

Pósturaf Viktor » Mán 29. Okt 2018 08:58

Ótrúlegt að fólk versli við olíufélögin eins og ekkert sé eðlilegra, í ljósi allrar umræðunnar í gegnum árin um verðsamráð, okur og einokun.

Miklu betra að fara á eitthvað vel rekið verkstæði, það eru yfirleitt reynsluboltar sem reka þau sjálfir og bjóða miklu lægri verð og betri þjónustu.

Til gamans má geta að á mörgum bílum þarf að skipta um perur í gegnum hjólskálina, þar sem það er engin leið að komast að perunum í húddinu.

Mynd

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/cosco-verdkonnun

Mynd

https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/mo ... verdkonnun


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB