Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf capteinninn » Mið 19. Sep 2018 22:07

Ég er með mjög undarlegt vandamál.

Fyrst smá tech specs
SATA0 - Rosa föst sata snúra sem liggur sýnist mér í external sata tengi ofan á kassanum en ekkert tengt í
SATA1 - HDD diskur án stýrikerfis
SATA2 - ekkert
SATA3 - SSD diskur með Win10

Var að strauja vél hjá félaga mínum og setja upp Win10 á SSD diskinn hans.
Þegar ég setti Win10 USB kubbinn í gat installið ekki fundið SSD diskinn hans.
Þegar ég aftengdi svo HDD diskinn þá fann installið SSD diskinn.

Ég set upp Windows á SSD og allt bootar fínt og flott nema ef ég tengi HDD diskinn aftur þá fæ ég bara villu um að hann finni ekki stýrikerfið.

Ég prófaði að víxla SATA1 og SATA 3 þannig að SATA1 er SSD diskurinn en ég fæ sömu villu, Win10 vill bara ekki boota með HDDinn tengdan.

Prófaði að taka HDD út og setja í vélina mína og allt virkar fínt þar þannig að þetta er ekki diskurinn.
Prófaði að tengja auka SSD disk hérna hjá mér í SATA1 slottið og það virkar allt fínt.

Dettur einhverjum í hug hvað í fjandanum er í gangi, ég er svona 100% viss um að þetta sé eitthvað BIOS vesen en finn bara ekkert í honum sem gefur til kynna hvað vandamálið er. Boot sequence er með SSD fyrst.

Ég heyrði í félaga mínum sem á vélina og samkvæmt honum virkaði þetta fínt með Win7 installinu nema ef þú tengdir "stóran USB kubb" þá týndi vélin HDD disknum sem er líka mjög undarlegt.

Dettur einhverjum eitthvað sniðugt í hug þarna ?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf pepsico » Mið 19. Sep 2018 22:32

Er ekki bara einhver BOOTMGR/Boot Partition ennþá á HDDinum sem fær forgang ef hann er tengdur og sá virkar auðvitað ekki lengur? Veit ekkert of mikið um þau mál. Myndi skoða það að backa upp gögnin og formatta diskinn ef þér tekst að tengja hann í einhverri annarri tölvu.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 938
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf arons4 » Mið 19. Sep 2018 22:36

Windows á það til að dreyfa sér svoldið þegar það er sett upp, gætir þurft að formatta HDD eða beyta brellum til að fjarlægja BOOTMGR af honum.




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf capteinninn » Mið 19. Sep 2018 22:54

Hmm okei það meikar sens.

Samt skrítið að ég geti bootað upp með HDD í annarri vél án vandamála en BIOSinn er svosem rétt uppsettur þar.

Einhver með link á leiðbeiningar með brellum til að taka bootmgr af ?
Það eru víst gögn á disknum sem hann vill ekki missa, ég get svosem örugglega bara gert backup og straujað bara nenni því mixi ekki ef ég slepp við það




addon
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf addon » Fim 20. Sep 2018 01:08

á mínu MB er ekki hægt að tengja sata/nvme/sataEx hvernig sem er... t.d. ef ég nota nvme rauf þá get ég bara notað sata 3 og 4... gæti þetta verið eitthvað svoleiðis ? tékkaðu á manualinum



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Undarlegt vandamál með boot af SSD með HDD tengdum fyrir

Pósturaf Viktor » Fim 20. Sep 2018 06:29

Formataðu HDD og prufaðu svo.

Sést HDD í Bios ef báðir eru tengdir?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB