Bestu tölvustóllinn?


Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Sun 05. Ágú 2018 21:06

Hvað er besti tölvustóllinn að ykkar mati?
Mig sárvantar góðan tölvustól, vill fá einhvern sem fer sem best með bakið þitt þar sem ég eyði óhóflega miklum tíma í tölvunni.
Er tæknilega séð á budget en það er alltaf sniðugt að fjárfesta í bakindu held eg, vitið þið hvort það sé t.d. mikill munur á þessum tölvustólum sem kosta 30k eða 70k í tölvutek o.s.frv?
Síðast breytt af eplakongur á Mið 08. Ágú 2018 21:01, breytt samtals 1 sinni.




Sigurður Á
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 13:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Sigurður Á » Sun 05. Ágú 2018 21:07





braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1037
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf braudrist » Mán 06. Ágú 2018 16:25

Herman Miller er sennilega besti alhliða tölvustóllinn (sérstaklega fyrir bakið) en þeir kosta sitt. Bestu 'Gaming' stólarnir eru DXRacer og AKRacing. Veit að einhverjir AKRacing fást í Elko en ég veit ekki með DXRacer.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Dr3dinn » Þri 07. Ágú 2018 11:24

Er búinn að skoða þetta í einhverja mánuði út frá verði, reviews osfr. Budget ca 100þ

Þessir gaming stólar eru flestir að fá hrikalega léleg review/dóma (ef menn fara að skoða þetta af einhverri alvöru).

Margar síður þar sem sjúkraþjálfarar, heilbrigðis starfsmenn og review-erarnir sjálfir mæla frekar með alvöru skrifstofu stólum frekar en fallegum lita stólum (gaming stólar) sem veita lítinn sem enga stuðning við mjóbakið og eru ekki hannaðir með 8klst+ setu á dag. (getur fengið ágætis skrifstofustóla á 40-500þ :) )


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Njall_L » Þri 07. Ágú 2018 11:56

Ég skoðaði stóla þónokkuð fyrir nokkrum árum og endaði á að fá mér Herman Miller Mirra 2 - https://www.penninn.is/is/husgogn/herman-miller-mirra-2

Það er ekki hægt að segja að neinn stóll sé "bestur". Þegar þú verslar stól þarftu að fara á millil staða og fá að prófa til að átta þig á hvaða stóll hentar þinni líkamsbyggingu og styður rétt við þig. Get ekki mælt með að kaupa stóla á netinu út frá reviews. Góður stóll er fjárfesting, oft til margra ára, og ekki gaman að kaupa bara út frá því að stóllinn lúkki vel en síðan sé hræðilegt að sitja í honum.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf DaRKSTaR » Þri 07. Ágú 2018 12:01

er með arozzi vernezza mjög góður stóll, þreitist ekki í baki á að sitja í honum klukkutímum saman


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Mið 08. Ágú 2018 21:41

Er búinn að skoða þetta ágætlega núna. Bendir mestallt til þess að það sé best að kaupa einhvern almennilegan skrifstofustól frekar en kúl gaming stól.
Ef ég væri ekki fátækur námsmaður þá myndi ég líklegast kaupa mér Steelcase eða Herman Miller en það er ekki í boði.
Er að pæla í IKEA MARKUS, flestir mjög sáttir með þá og eiga víst að vera mikið fyrir peninginn. Ef einhver hefur einhverja reynslu endilega deilið!

Takk fyrir svörin.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Plushy » Mið 08. Ágú 2018 22:05

Ég keypti geggjaðan skrifborðsstól í Costco. Kostaði um 35.000, frá True Wellness með einhvejru magic lumbar system. Sterkbyggður úr leðri. Mjög sáttur.




Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Fim 09. Ágú 2018 10:01

Plushy skrifaði:Ég keypti geggjaðan skrifborðsstól í Costco. Kostaði um 35.000, frá True Wellness með einhvejru magic lumbar system. Sterkbyggður úr leðri. Mjög sáttur.

Geggjað, ætla að fara eftir vinnu í ikea og costco og bera saman stólana



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf fallen » Fim 09. Ágú 2018 10:06

Ég er búinn að eiga minn Markus í einhver 6-7 ár minnir mig og ég sé enga ástæðu til að skipta honum út. Mæli með.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900


Höfundur
eplakongur
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 02. Jan 2016 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf eplakongur » Fim 09. Ágú 2018 12:14

fallen skrifaði:Ég er búinn að eiga minn Markus í einhver 6-7 ár minnir mig og ég sé enga ástæðu til að skipta honum út. Mæli með.

Já held ég taki hann, hversu týpískt samt að sama dag og ég ákveð að sama dag og ég ákveð að fá mér einn enda útsölurnar, sá í gær að hann væri á útsölu og nú er hann kominn aftur í fullt verð :dissed
Annars verður það Markúsinn þar til ég verð ríkur og fer í Hermaninn.




kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf kjarnorkudori » Fös 31. Ágú 2018 17:00

Var að hugsa um Markus sem millibilsástands stól þar sem ég er ekki viss hversu mikið ég mun nota skrifborðsaðstöðuna mína heima fyrir. Sá síðan JÄRVFJÄLLET skrifborðsstól sem mér heillaði mig meira, ég finn hins vegar ekki mikið um þann stól á netinu.

Ég er búinn að leita ansi víða að notuðum Kinnarps, Herman Miller og Steelcase stólum með takmörkuðum árangri. Er að melta hvort maður eigi að splæsa í stól fyrir næstu 10+ árin eða láta IKEA duga.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Viktor » Fös 31. Ágú 2018 20:26

Eru til einhverjar óháðar vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á að stólar sem kosta 200þ. séu hollari heldur en venjulegir stólar? Ég skil alveg að þeir eru vandaðari, úr betri efnum og með vandaðari búnað og slíkt, en þegar fólk fer að tala um að þeir séu svo góðir fyrir bakið og eitthvað í þá áttina tek ég því alltaf með smá fyrirvara.

Fæ alltaf smá gimmick hroll þegar fólk ræðir um skrifborðsstóla hérna. Ef þú prufar stólinn og þér finnst hann þægilegur ætti það alveg að sleppa. Þessar umræður enda yfirleitt á Markus stólnum frá IKEA :lol:


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf kjarnorkudori » Fös 31. Ágú 2018 21:17

Sallarólegur skrifaði:Eru til einhverjar óháðar vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á að stólar sem kosta 200þ. séu hollari heldur en venjulegir stólar? Ég skil alveg að þeir eru vandaðari, úr betri efnum og með vandaðari búnað og slíkt, en þegar fólk fer að tala um að þeir séu svo góðir fyrir bakið og eitthvað í þá áttina tek ég því alltaf með smá fyrirvara.

Fæ alltaf smá gimmick hroll þegar fólk ræðir um skrifborðsstóla hérna. Ef þú prufar stólinn og þér finnst hann þægilegur ætti það alveg að sleppa. Þessar umræður enda yfirleitt á Markus stólnum frá IKEA :lol:


Það er oft óþægilegt að bera saman skrifstofuhúsgögn þar sem að flestir framleiðendur rebranda stólana sína og aðrar vörulínur með reglulegu millibili. Ég held að það sé engin tilviljun að vinsælustu ábendigarnar, Herman miller Aeron og IKEA Markus eru stólar sem hafa verið framleiddir í meira en áratug í nánast óbreyttri mynd.

Annars held ég að týpa stóls fari að skipta meira máli þegar þú þjáist af verkjum í líkama eða þegar líkamsgerð þín er fyrir utan hefðbundin viðmið um hæð eða þyngd.




kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf kjarnorkudori » Lau 01. Sep 2018 09:19

Keypti mér Herman Miller Aeron áðan frá USA. Kominn heim fyrir minna en 100.000kr "fully loaded". Mig langaði örlítið meira í Embody en sá hefði verið uþb 80% dýrari þegar dæmið er reiknað til enda.

Penninn getur gefið 20% línuafslátt af Herman Miller og flestu öðru eftir mjög basic prútt. Þrátt fyrir það er miklu ódýrara að panta stakan stól erlendis frá.




Fungus
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Mán 06. Feb 2017 11:38
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf Fungus » Lau 01. Sep 2018 12:26

kjarnorkudori skrifaði:Keypti mér Herman Miller Aeron áðan frá USA. Kominn heim fyrir minna en 100.000kr "fully loaded".


Getur þú bent mér á hvar þú keyptir hann? Væri til í að kaupa sjálfur :-)




kjarnorkudori
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 09. Nóv 2006 22:14
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu tölvustóllinn?

Pósturaf kjarnorkudori » Lau 01. Sep 2018 13:56

Fungus skrifaði:
kjarnorkudori skrifaði:Keypti mér Herman Miller Aeron áðan frá USA. Kominn heim fyrir minna en 100.000kr "fully loaded".


Getur þú bent mér á hvar þú keyptir hann? Væri til í að kaupa sjálfur :-)


Lítið mál.

Herman Miller eru með 15% afslátt á síðunni sinni og í gegnum Amazon (keypti þaðan fyrir 580$) í augnablikinu. Læt síðan senda stólinn til MyUS.com sem taka uþb 150$ fyrir að koma honum til landsins. Hef notað MyUS oft og mörgum sinnum og það kemur yfirleitt vel út, sérstaklega þegar ég panta frá nokkrum stöðum og læt þá senda allt saman í einu.