Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Viktor » Fim 16. Ágú 2018 22:16

Er að spá hvað ég er lengi að hjóla í vinnuna. Langar helst ekki að hjóla með bílum, alls ekki upp í móti, svo ég var að spá í Fossvogsdalnum.

Hvað er ég lengi að þessu og hvað er besta leiðin?

Pælingin mín: https://goo.gl/mZXGTw

Screen Shot 2018-08-16 at 22.15.43.png
Screen Shot 2018-08-16 at 22.15.43.png (1.14 MiB) Skoðað 1705 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fim 16. Ágú 2018 22:38

Ekki hérnákvæmt, en miklu betri hjólaleið

path.png
path.png (1009.83 KiB) Skoðað 1678 sinnum


*-*

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Viktor » Fim 16. Ágú 2018 22:50

appel skrifaði:Ekki hérnákvæmt, en miklu betri hjólaleið

path.png


Hehe, þetta er einmitt leiðin sem Google velur.
Er Suðurlandsbrautin svona spennandi? Ég er ekki alveg sannfærður. Ég er svo ekki neitt geggjað spenntur fyrir öllum gatnamótunum í Borgartúninu. Ég held einmitt að Fossvogsstígurinn niður í Nauthólsvík sé einn besti hjólastígur í Reykjavík.

Fallegt umhverfi og engir bílar. Nánast jafnslétta alla leið.
Viðhengi
651B7ED2-80F4-4343-8001-01757B8D94B3.png
651B7ED2-80F4-4343-8001-01757B8D94B3.png (381.39 KiB) Skoðað 1664 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fim 16. Ágú 2018 23:05

Alvöru hjólamaður væri löngu búinn að prófa báðar leiðir :)

Ég hjóla oft niðrí bæj frá svipaðri átt og mér leiðist fossvogurinn. Ég fer alltaf suðurlandsbrautarleiðina.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fim 16. Ágú 2018 23:14

btw. þetta er ekki 2ja klst hjólatúr, heldur um 25 mín.


*-*


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Dúlli » Fim 16. Ágú 2018 23:17

Bara PLSSS ekki vera hálvitinn sem hjólar á götunni :baby =;



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 41
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Zorglub » Fim 16. Ágú 2018 23:21

Fossvoginn til að losna við ljós og umferð, svo er gott að spila þetta eftir vindátt líka.
En þú ert fljótur að finna þína leið þegar þú ert búinn að þvælast aðeins um.
Hvað lengi er ómögulegt að segja nema þekkja þig og fararskjóttann, 25-40 min niður í bæ og bæta við 10-15 min til baka.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 16. Ágú 2018 23:28

Þú ert norðanmeginn við Suðurlandsbraut með kjarr og annað sem blokkar að mestu umferðarhávaða. Þú munt lítið taka eftir henni ef þú ert með tónlist í eyrunum. En leiðin að og framhjá Glæsibæ gæti orðið leiðinleg, líka framkvæmdir þar og vesen.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fim 16. Ágú 2018 23:35

Reyndar er mikið af framkvæmdum í gangi við vogana þannig að best væri að hjóla dalinn núna.

Ég er doldið þannig að vilja koma til vinnu ósveittur, til að sleppa við að þurfa koma klæða mig sérstaklega og fara í sturtu eftir á, þannig að ef þú ert að hjóla til vinnu þá myndi ég velja að láta þig renna niður í elliðarárdal, sem er 40% af vegalengdinni, svo smá upp úr elliðarárdal og í vogana, og þaðan er það doldil jafnslétta niður í bæ meðfram suðurlandsbraut og laugarveg.

Vandamálið með dalinn er að þú nýtir bara helminginn af fallhæðinni, þú ferð framhjá elliðarárdalnum og ferð í fossvogsdal, þar þarftu að puða á móti mótvindi sem er alltaf þarna frá sjónum, en það er trjágerði og byggð sem ver þig hina leiðina.

Ég sagði við vinnufélaga mína að það væri alltaf mótvindur á morgnanna, og mótvindur síðdegis. Það blæs inn í land á morgni, og út á sjó seint á degi. Þannig að ef þú ert að fara austur-vestur og vestur-austur til og frá vinnu þá ættir þú að velja leið með mesta skjóli.


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Klemmi » Fim 16. Ágú 2018 23:58

Hjóla þessa leið á hverjum degi, þ.e. úr Flúðaselinu niður á Granda :)
Er reyndar á rafmagnshjóli svo ég þarf minna að spá í brekkum og skjóli.

Tekur um 30mín, ég vel viljandi að fara í gegnum Laugardalinn, niður fyrir framan Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, þó það kosti mig eflaust einhverjar mínútur, það er bara svo falleg trén, róandi og gaman að hjóla þar í gegn. Einnig sleppur maður við tvenn gatnamót með því að hjóla þar og yfir brúnna sem liggur rétt fyrir ofan Borgartúnið, í stað þess að lenda á ljósum á Suðurlandsbraut.

Annars er Borgartúnið mjög nice að hjóla, fyrir utan hótelið þarna efst, þar er nánast undantekningarlaust allt fullt af rútum og túristum. En annars eru gangbrautir sem þú ferð yfir á. Einu ljósin á þessari leið eru að komast út á stíginn við Sæbrautina, mér þykir best að fara niður fram hjá Advania og snake-a mér þegar það eru ekki bílar.

Svo er sama sagan fram hjá Hörpunni, þar er líka fullt af túristum og rútum, en maður bara fer rólega þar í gegn :)

Ps. Held að Laugavegurinn og beint í gegnum miðbæinn sé ekki róleg og þægileg leið... mæli með Sæbrautinni.
Viðhengi
Hjólaleið.png
Hjólaleið.png (1.54 MiB) Skoðað 1581 sinnum




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf blitz » Fös 17. Ágú 2018 06:53

Hjóla daglega svo til alla daga ársins svipaða leið (Lindahverfi 201 -> Borgartún).

Fer niður í Elliðaárdal og þaðan upp á Suðurlandsbraut. Flott leið (nema núna, mikið af framkvæmdum). Það er frekar leiðinlegt að hjóla í 101, líklegast myndi ég fara Suðurlandsbraut, niður á Sæbraut og elta hana eins langt og þú getur. Beygja inn á Ingólfstorg þegar þú ert kominn á Geirsgötu. Þetta er líklegast þægilegasta leiðin upp á fjölda gatnamóta, öryggi o.s.frv. Myndi þó sleppa Sæbrautinni ef það er mikill vindur og velja aðra leið.

Þetta er svona 25min leið fyrir mann í ágætis formi, bætir við 5-10min fyrir heimleiðina. Getur tvöfaldað þennan tíma þegar allt er á kafi í snjó en þá fyrst verður þetta gaman.

Formið er fljótt að koma þegar þú byrjar að hjóla.


PS4

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Ágú 2018 08:30

Fór að ykkar ráðum, þetta tók 40 mínutur :) Miklu léttara en ég bjóst við. Í rauninni bara hlægilega lítið mál. Væri samt gaman að fá fleiri sérstaklega búna hjólastíga. Leiðinlegt að þurfa að hjóla götur eins og Skúlagötu o.f.l.

Hér er leiðin sem ég fór:
Viðhengi
tur.png
tur.png (817.84 KiB) Skoðað 1493 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf blitz » Fös 17. Ágú 2018 08:47

Sallarólegur skrifaði:Fór að ykkar ráðum, þetta tók 40 mínutur :) Miklu léttara en ég bjóst við. Í rauninni bara hlægilega lítið mál. Væri samt gaman að fá fleiri sérstaklega búna hjólastíga. Leiðinlegt að þurfa að hjóla götur eins og Skúlagötu o.f.l.

Hér er leiðin sem ég fór:


Þú verður ekki lengi að klippa 10-15min af þessum tíma ef þú heldur þessu áfram (og ert á sæmilegu hjóli).

Þú ert vafalaust fljótari að elta alla Suðurlandsbraut, fara yfir Kringlumýrabraut og hjóla meðfram Laugavegi og beygja niður hjá Fíladelfíu og fara þar framhjá Höfða og útá Sæbraut.
Viðhengi
Capture.PNG
Capture.PNG (411.71 KiB) Skoðað 1480 sinnum


PS4

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fös 17. Ágú 2018 10:05

Þegar búið verður að laga göngustíginn við Gnoðarvog þá myndi ég fara þá leið og meðfram Suðurlandsbraut/Laugarveg, og svo frá Hlemmi og niður Hverfisgötu (þar eru líka framkvæmdir þó).


*-*


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf blitz » Fös 17. Ágú 2018 10:29

appel skrifaði:Þegar búið verður að laga göngustíginn við Gnoðarvog þá myndi ég fara þá leið og meðfram Suðurlandsbraut/Laugarveg, og svo frá Hlemmi og niður Hverfisgötu (þar eru líka framkvæmdir þó).


Það er hálf glatað hversu langt líður á milli þess að allt er grafið upp og svo loks malbikað. Væntanlega sitt hvor verktakinn sem sér um þetta en það er ótækt að göngu- og hjólastígar séu ónothæfir í 2-3 mánuði vegna þessa.


PS4

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf dori » Fös 17. Ágú 2018 10:35

Sallarólegur skrifaði:Fór að ykkar ráðum, þetta tók 40 mínutur :) Miklu léttara en ég bjóst við. Í rauninni bara hlægilega lítið mál. Væri samt gaman að fá fleiri sérstaklega búna hjólastíga. Leiðinlegt að þurfa að hjóla götur eins og Skúlagötu o.f.l.

Ég myndi (undir venjulegum kringumstæðum) hjóla Suðurlandsbraut alla leið, inn Laugaveginn við Kringlumýrarbraut og svo eftir hjólastígunum á Hverfisgötu. Það var samt leiðinlega mikið af framkvæmdum við Hverfisgötu síðast þegar ég fór þar um en ef þú hjólar sæmilega hratt þá ættirðu alveg að geta hjólað þar útí kanti á götunni án þess að það sé mikið vesen, ekki það mikil umferð þarna og hún er ekki það hröð.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf Viktor » Fös 17. Ágú 2018 10:39

Ég er ekki spenntur fyrir svona gatnamótum eins og á Suðurlandsbraut - Kringlumýrabraut svo ég vil helst ekki taka Suðurlandsbraut-Laugaveg alla leið. Ég vil bara fara yfir göngubrýr eða undirgöng ef ég get komist hjá svona hættulegum gatnamótum.

blitz skrifaði:
appel skrifaði:Þegar búið verður að laga göngustíginn við Gnoðarvog þá myndi ég fara þá leið og meðfram Suðurlandsbraut/Laugarveg, og svo frá Hlemmi og niður Hverfisgötu (þar eru líka framkvæmdir þó).


Það er hálf glatað hversu langt líður á milli þess að allt er grafið upp og svo loks malbikað. Væntanlega sitt hvor verktakinn sem sér um þetta en það er ótækt að göngu- og hjólastígar séu ónothæfir í 2-3 mánuði vegna þessa.


Ég hef líka heyrt að það sé mjög mikilvægt að malbika í réttu hitastigi, því heitara því betra. Það hafa ekki verið margir malbiks-friendly dagar í sumar, kannski tengist það.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf appel » Fös 17. Ágú 2018 11:22

Já, þeir eru búnir að vera drullulengi með þessar framkvæmdir. Í Kína væri þetta búið á innan við viku, hérna á Íslandi tekur þetta hálft ár. Maður sér aldrei neinn vera að vinna þarna, það er byrjað á að rífa þetta allt upp, svo fer verktakinn að dunda sér í einhverjum öðrum verkefnum í mánuð áður en hann snýr aftur. Það er greinilega enginn forgangur, né er verkefnið skipulagt, til að þetta klárist á skömmum tíma.

Það eru búnar að vera framkvæmdir nær alla hjólaleiðina sem ég kýs að fara ef ég hjóla í vinnuna. Búið að vera þarna í Elliðarárdalnum, meðfram Miklubraut, og milli öldrunarheimilanna þarna, og meðfram Suðurlandsbraut að Glæsibæ. Frekar pirrandi.


*-*


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ertu lengi að hjóla frá Seljahverfi á Ingólfstorg? Besta Leiðin?

Pósturaf codec » Fös 17. Ágú 2018 13:35

Persónulega þá myndi ég fara Fossvogin og yfir að Nauthólsvík en það er bara skemmtilegri leið að mínu mati. Færri götur ofl. að fara yfir.

Ég held mig nær eingöngu á hjólastígum þar sem þeir eru en það er ekkert að því að vera á 30 og jafnvel 50 götum inni í hvefum, það er meira að segja mun öruggara fyrir alla heldur en að hjóla t.d. á gangséttum.
En einnig alveg 100% klárt að ég myndi aldrei fara á stærri götur og stofnbrautir ekki fyrir mitt littla líf. Sem betur fer þá þarf maður þess ekki, það eru að verða komnir stígar fyrir flestar ferðir sem maður þarf að fara. Lítið mál að hjóla nánast allt, oft er maður jafnvel fljótari en á bíl sérstaklega í morgun traffík.

Stundum hjálpar að skoða heatmap til að átta sig á mögulegum leiðum:

HeatMapCapture.PNG
HeatMapCapture.PNG (1.21 MiB) Skoðað 1331 sinnum


https://www.strava.com/heatmap#13.09/-2 ... 6/hot/ride