Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf depill » Lau 24. Mar 2018 11:19

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins
http://www.visir.is/g/2015151028616

Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk
https://kjarninn.is/skyring/svort-skyrs ... uhlutverk/

Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn
https://kjarninn.is/skyring/sannleikuri ... nadargogn/

Ekki mín orð, heldur annarra.


Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Gjaldið er per household fyrir Danmörku. Hér á landi er gjaldið er á hvern einstakling og lögaðila eftir að einstaklingur verður 16 ára svo lengi sem hann hafi tekjur yfir 1.7 mill per ár og er ekki á heimili. Ennfremur fær rúv að innheimta auglýsingagjöld sem er frekar sjaldgæft.

Ofan á það virðist rúv ekki oft vera leita að því að gera bara það sem er nauðsynlegt af þess rekstri. Rondo, textavarpið, rás 2, iþrottaefni er allt dæmi um eithvað sem annað hvort er úrelt eða markaðurinn þjonustar með öðrum hætti.

Tekjur Denmark radio 2015 voru 648 dkk per einstakling (10966 kr) tekjur rúv a móti rétt um 19 þús hér heima. Rúv leggur alltaf í áróður til að réttlæta reksturinn sinn og hvað tekjur þeirra séu minni sem snúast mest um heildartekjur milli markaða sem getur aldrei verið góður mælikvarði.

Svo lækkar rúv allar samanburðartekjunar með því að Blanda kostnaði inni tekjur fyrir rekstur auglysingadeildar og svo má ekki gleyma að raunkostnaðurinn er í raun og veru hærri þar sem auglýsingadeils rúv tekur líka tekjur frá minni miðlum sem myndi svo gagnast þeim fyrirtækjum og sérstaklega local miðlum.

Best væri bara að þrengja hlutverk mikið, leysa það undan skuldum þess, taka það af auglýsingamarkaði og láta það reka sig á þessum 3.8 milljörðum




JReykdal
Tölvutryllir
Póstar: 695
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 154
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf JReykdal » Lau 24. Mar 2018 12:30

Þið eruð að fara með svo mikla vitleysu hérna að það nær ekki nokkurri átt.

Þið eruð bara að éta upp vitleysuna frá frjálshyggjufávitum sem vilja bara græða peninga á landsmönnum. Andans menn eins og Óli Björn, Eyþór Arnalds og Magnús Ragnars. Allir sem hafa meira eða minna beina hagsmundi af því að fjarskiptafyrirtækin græði meira.

1) "ljósleiðaravæðing landsins". Hvað ætli að það kosti að ljósleiðaravæða 99.8% landsins? Alla sumarbústaði? Og hver ætlar að borga fyrir aðganginn að téðu ljósleiðarakerfi og skaffa STB? DVB-T kerfi býður aðgengi að kerfi óháð viðskiptum við fjarskiptafyrirtæki.

2) Dreifikerissamningurinn var til 15 ára frá 2013 með lokum 2028. DVB-T kerfið var besti kosturinn á þeim tíma (og er enn) fyrir það sem gerðar voru kröfur til (nær-aldreifing til landsmanna, óháð viðskiptum við þriðja aðila etc.).

3) 15 ár er langur tími í tækni (þótt svona infrastructure tækni hreyfist rólega). Í raun er 15 ár nauðsynlegur tími til að skipta út svona infrastrúktúr. 5 ár undirbúningur, 5 ár innleiðing, 5 ár útfösun. En eins og ég sagði þá er ekkert komið sem getur leyst það af hólmi.

4) engin tækni er komin sem getur raunverulega leyst DVB-T af hólmi. Það er séns með 5G þegar það kemur (2020+) út af broadcast optionum sem munu líklega vera hluti af þeim spekkum en það er ekki búið að lenda því og alls ekki hér á landi.

Og í guðanna bænum hættið að rugla þetta með auglýsingatekjunar. Það er alls ekkert óalgengt í Evrópu að almannaþjónustumiðlar hafi auglýsingatekjur þótt fyrrnefndir frjálshyggjufávitar reyni að ljúga öðru að ykkur.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


JReykdal
Tölvutryllir
Póstar: 695
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 154
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf JReykdal » Lau 24. Mar 2018 12:39

depill skrifaði:

Ofan á það virðist rúv ekki oft vera leita að því að gera bara það sem er nauðsynlegt af þess rekstri. Rondo, textavarpið, rás 2, iþrottaefni er allt dæmi um eithvað sem annað hvort er úrelt eða markaðurinn þjonustar með öðrum hætti.



Þetta sýnir bara að þú hefur nákvæmlega EKKERT vit á hvað þú ert að tala um.

Rondó: 1 tölva. Einn sendir. Eitt netstreymi. Enginn starfsmaður. Þjónusta sem fólk notar og er þakklátt fyrir. Eina í þessari upptalningu sem raunverulega er hægt að hætta en meðan að kostnaðurinn er ekki meiri þá er það óþarfi.

Textavarpið: Ein virtualvél. Enginn starfsmaður. Það mikið notað að allt verður vitlaust ef þetta bilar. Einnig má ekki gleyma 888 textun sem "markaðurinn" sinnir ekki neitt.

Rás 2: Stendur undir sér rekstrarlega. Ekki hægt að selja eins og sumir fávitar vilja því Rás 2 er hluti af RÚV og því ekki neinn sértækur hluti til að selja.

Íþróttir: "markaðurinn" þjónustar bara karlmenn sem elta bolta. Aðrar íþróttir eru ekki til hjá "markaðnum".


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf appel » Lau 24. Mar 2018 12:52

JReykdal skrifaði:Þið eruð að fara með svo mikla vitleysu hérna að það nær ekki nokkurri átt.

Þið eruð bara að éta upp vitleysuna frá frjálshyggjufávitum sem vilja bara græða peninga á landsmönnum. Andans menn eins og Óli Björn, Eyþór Arnalds og Magnús Ragnars. Allir sem hafa meira eða minna beina hagsmundi af því að fjarskiptafyrirtækin græði meira.

1) "ljósleiðaravæðing landsins". Hvað ætli að það kosti að ljósleiðaravæða 99.8% landsins? Alla sumarbústaði? Og hver ætlar að borga fyrir aðganginn að téðu ljósleiðarakerfi og skaffa STB? DVB-T kerfi býður aðgengi að kerfi óháð viðskiptum við fjarskiptafyrirtæki.

2) Dreifikerissamningurinn var til 15 ára frá 2013 með lokum 2028. DVB-T kerfið var besti kosturinn á þeim tíma (og er enn) fyrir það sem gerðar voru kröfur til (nær-aldreifing til landsmanna, óháð viðskiptum við þriðja aðila etc.).

3) 15 ár er langur tími í tækni (þótt svona infrastructure tækni hreyfist rólega). Í raun er 15 ár nauðsynlegur tími til að skipta út svona infrastrúktúr. 5 ár undirbúningur, 5 ár innleiðing, 5 ár útfösun. En eins og ég sagði þá er ekkert komið sem getur leyst það af hólmi.

4) engin tækni er komin sem getur raunverulega leyst DVB-T af hólmi. Það er séns með 5G þegar það kemur (2020+) út af broadcast optionum sem munu líklega vera hluti af þeim spekkum en það er ekki búið að lenda því og alls ekki hér á landi.

Og í guðanna bænum hættið að rugla þetta með auglýsingatekjunar. Það er alls ekkert óalgengt í Evrópu að almannaþjónustumiðlar hafi auglýsingatekjur þótt fyrrnefndir frjálshyggjufávitar reyni að ljúga öðru að ykkur.


1. Enginn að tala um að ljósleiðaravæða síðasta kofann á heiðinni. Við erum að tala um helstu byggðir landsins.
2. Það var ákveðið, ÁKVEÐIÐ, (nær ófrávíkjanlegt þegar hálfvitar innan stjórnkerfisins taka ákvörðun), að fara í dvb kerfið held ég árið 2006. Svo kom hrunið, öllu frestað, og nokkrum árum seinna var farið í þetta, algjörlega án þess að skoða hvort einhver tæknibreyting hefði orðið eða pæla í þeim tæknibreytingum sem væru fyrirsjáanlegar í náinni framtíð! Enginn spurði "hey, ættum við kannski að nota þessa peninga frekar í að leggja ljósleiðara í nær öll lögbýli landsins?", eitthvað sem einstaklingur spyr sig þegar hann eyðir sínum eigin pening.
3. Akkúrat, 15 ár er langur tími í tækni, og því óskiljanlegt að eftir nær 10 ára "hiatus" að þessi ákvörðun hefði ekki verið endurskoðuð.
4. Það er nú þegar komin broadcast tækni í mobile, 4g. Það eru engir peningar settir í það útaf því að það er ekki eftir neinu að slægjast þar, nota bene allir peningarnir fara í halda uppi úreldu kerfi en ekki fara í tækni sem er til framtíðar.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf Viktor » Lau 24. Mar 2018 13:02

Haha, kemur svo einn brjálaður starfsmaður kommúnistaútvarpsins.

JReykdal hvað hefurðu unnið hjá RÚV lengi?

Ótrúlegt að það sé til fólk á Íslandi sem finnst réttlætanlegt að setja fólk í fangelsi fyrir að vilja ekki vera áskrifandi af RÚV. Það er svoleiðis í dag.

http://www.ruv.is/starfsmenn/johannes-reykdal
Síðast breytt af Viktor á Lau 24. Mar 2018 13:07, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf appel » Lau 24. Mar 2018 13:05

Fyrir mig persónulega er RÚV orðið að algjöru vinstri sinnuðu hakki, myndi aldrei vera áskrifandi að þessu ætti ég val, þarna er svo vinstri sinnað lið í fréttum og umfjöllun að hálfa er nóg. Líður illa yfir því vitandi að ég er að borga þetta.


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf jonfr1900 » Lau 24. Mar 2018 15:10

depill skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Þeir 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsins
http://www.visir.is/g/2015151028616

Svört skýrsla um RÚV: Reksturinn ósjálfbær, afleitir samningar um dreifikerfi og óljóst þjónustuhlutverk
https://kjarninn.is/skyring/svort-skyrs ... uhlutverk/

Sannleikurinn um stöðu fjármála RÚV, Kjarninn birtir trúnaðargögn
https://kjarninn.is/skyring/sannleikuri ... nadargogn/

Ekki mín orð, heldur annarra.


Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Gjaldið er per household fyrir Danmörku. Hér á landi er gjaldið er á hvern einstakling og lögaðila eftir að einstaklingur verður 16 ára svo lengi sem hann hafi tekjur yfir 1.7 mill per ár og er ekki á heimili. Ennfremur fær rúv að innheimta auglýsingagjöld sem er frekar sjaldgæft.

Ofan á það virðist rúv ekki oft vera leita að því að gera bara það sem er nauðsynlegt af þess rekstri. Rondo, textavarpið, rás 2, iþrottaefni er allt dæmi um eithvað sem annað hvort er úrelt eða markaðurinn þjonustar með öðrum hætti.

Tekjur Denmark radio 2015 voru 648 dkk per einstakling (10966 kr) tekjur rúv a móti rétt um 19 þús hér heima. Rúv leggur alltaf í áróður til að réttlæta reksturinn sinn og hvað tekjur þeirra séu minni sem snúast mest um heildartekjur milli markaða sem getur aldrei verið góður mælikvarði.

Svo lækkar rúv allar samanburðartekjunar með því að Blanda kostnaði inni tekjur fyrir rekstur auglysingadeildar og svo má ekki gleyma að raunkostnaðurinn er í raun og veru hærri þar sem auglýsingadeils rúv tekur líka tekjur frá minni miðlum sem myndi svo gagnast þeim fyrirtækjum og sérstaklega local miðlum.

Best væri bara að þrengja hlutverk mikið, leysa það undan skuldum þess, taka það af auglýsingamarkaði og láta það reka sig á þessum 3.8 milljörðum


Frá og með næsta ári þá á að fella niður skylduáskrift í Danmörku og taka upp skattgreiðslukerfi eins og er á Íslandi. Það á engu að síður að skera niður hjá DR um 20%. Engu að síður þurfa allir sem búa í Danmörku að borga 20.387 ISK (1242 DKK) á ári frá 2019 með danska skattinum fyrir danska sjónvarpið.

Þetta er svipað og á Íslandi. Verið að svipta ríkisfjölmiðlana peningalegu sjálfstæði með þessum aðgerðum og skera niður hjá þeim. Þessir fasistaflokkar eru allir eins (Danske Folkeparti í Danmörku og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi).

Frétt DR, Regeringen og DF beskærer DR med 20 procent og afskaffer licensen




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf jonfr1900 » Lau 24. Mar 2018 15:18

Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Afhverju í ósköpunum ætti að neyða fólk til þess að vera áskrifandi af fjölmiðli?

Seljum þetta RÚV drasl eins og skot.

Ríkið sjá um það sem aðrir geta ekki gert - og það vel. Fáránlegt að ríkið sé að reka fjölmiðil til þess að kaupa erlent sjónvarpsefni og spila Taylor Swift á Rás2. Þessir peningar geta farið í miklu þarfari verkefni á vegum ríkisins, og þá fáum við miklu fleiri og betri einkarekna fjölmiðla.


Vegna þess að þú getur ekki treyst einkamarkaðinum. Ef ekki væri fyrir Rúv þá væri ekki hægt að ná neinni sjónvarpsstöð á meirihluta Íslands með loftneti. Flestir staðir á Íslandi eru mjög fámennir, yfirleitt færri en 2000 manns á hverjum stað.




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf wicket » Lau 24. Mar 2018 17:26

@JReykdal Hvað finnst þér og starfsmönnum rúv um að dreifikerfið vinnuveitanda ykkar fyrir sjónvarp og útvarp sé í eigu ykkar stærsta samkeppnisaðila?

Mér persónulega (engin tengsl við rúv eða fjarskiptafyrirtækin) finnst það galið. Rúv/ríkið ætti bara að eiga þetta :)



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf depill » Lau 24. Mar 2018 17:47

JReykdal skrifaði:
depill skrifaði:

Ofan á það virðist rúv ekki oft vera leita að því að gera bara það sem er nauðsynlegt af þess rekstri. Rondo, textavarpið, rás 2, iþrottaefni er allt dæmi um eithvað sem annað hvort er úrelt eða markaðurinn þjonustar með öðrum hætti.



Þetta sýnir bara að þú hefur nákvæmlega EKKERT vit á hvað þú ert að tala um.

Rondó: 1 tölva. Einn sendir. Eitt netstreymi. Enginn starfsmaður. Þjónusta sem fólk notar og er þakklátt fyrir. Eina í þessari upptalningu sem raunverulega er hægt að hætta en meðan að kostnaðurinn er ekki meiri þá er það óþarfi.

Textavarpið: Ein virtualvél. Enginn starfsmaður. Það mikið notað að allt verður vitlaust ef þetta bilar. Einnig má ekki gleyma 888 textun sem "markaðurinn" sinnir ekki neitt.

Rás 2: Stendur undir sér rekstrarlega. Ekki hægt að selja eins og sumir fávitar vilja því Rás 2 er hluti af RÚV og því ekki neinn sértækur hluti til að selja.

Íþróttir: "markaðurinn" þjónustar bara karlmenn sem elta bolta. Aðrar íþróttir eru ekki til hjá "markaðnum".


Það er nottulega engin leið að hafa neitt vit á neinum fjármálum RÚV þar sem gegnsæi í rekstri er nálægt engin. Ársskýrla RÚV er bara áróður fyrir því hvers vegna það eigi ekki að breyta neinu í rekstri þess. Ég skil ekki afhverju félag sem er í eigu almennings er ekki bara með gegnsæi í rekstur sínum þannig það er ekki verið að rífast um tilfinningar á hvað það er haldið eða ekki haldið að kostnaður sé við félagið, enn í staðinn er það gert upp eins og rekstur venjulegs félags.

Hlutverk RÚV svo í lögum er svo vague að það er hlutverk starfsmanna RÚV til þess að túlka það.

Rondó: Þú ert að tala á móti þér, það eru vinnutímar ( jafnvel þótt það sé einn sendir, plús netstreymi, plús programming ) sem fara í rekstur útvarpsstöðvar sem varla mælist með hlustun. Síðast þegar hún var mæld var hún með 2 mínútur yfir vikuna.

Textavarpið: Textun í bæði flest öllum IPTV platforum og DVB-T kerfum hefur verið bara leyst á betri hátt. Ef réttlæting er 888 þá er það tæpt og það eru vinnustundir sem fara í rekstur þessa kerfis eins og annara. Það er starfsmaður hvort sem hann er dedicated á það eða ekki.

Rás 2: Þú ert hér að tala um að það sé eðlilegt að Ríkið taki auglýsingatekjur frá öðrum miðlum til að reka útvarpsstöð sem er í beinni samkeppni við að minnsta kosti 2 miðla sem eru með mjög svipaða dagskrárgerð. Enda þegar maður fær auglýsingatilboð frá Rás 2 auglýsir hún sig í samkeppni við t.d. Bylgjuna, sem er geðveiki. Ef hún getur staðið undir sér með auglýsingatekjum er grundvöllurinn fyrir því að Ríkið reki hana væntanlega brostinn.

Mér finnst allt í lagi enn sem komið er að hafa ríkisútvarpið, þótt ég get líka séð hlutverk þess uppfyllt með því bara að styrkja aðra miðla til þess að geta sinnt þessu hlutverki.

Íþróttir: Já það er satt að markaðurinn eltir vinsælustu íþróttinar. Hins vegar er Stöð 2 bæði að þjónusta með frábærum árangri Olís deildina, Pepsi deild karla og kvenna ( og kvenna deildina sérstaklega ), Dominos deildina. RÚV hefur hins vegar verið í beinni samkeppni um íþróttir sem eru vinsælar til þess hvað að niðurgreiða þær íþróttir fyrir ákveðinn hóp þjóðarinnar svo þau þurfi ekki að kaupa áskrift. Á ég þá að heimta að RÚV fari að sýna frá hestaíþróttum til þess að ég þurfi ekki að borga áskriftina ? Eða er það bara það sem starfsfólki RÚV finnst að ég eigi að horfa í íþróttum.

Síðan rökin fyrir dreifikerfi RÚV og að við myndum ekki hafa þjónustu út á landi eru bara svo þunn, við getum alveg fengið fjölbreytta miðla út á landi ( þó það hreinlega skipti minni máli með góðu 4G/3G kerfi ) með einkamiðlum. Það væri bara gert á sama hátt og 2G GSM kerfið var byggt uppá sínum tíma, þar sem markaðsbrestir eru að þá býður ríkið verkið út til ða byggja upp.

Ég get allavega ekki skilið hvers vegna félagið gæti ekki rekið grunn þjónustu fyrir bara útvarpsgjaldið og farið út af auglýsingamarkaði. Starfsemin myndi minnka og yrði einfaldari, enn með breyttum heimi og er meiri aðgengi að upplýsingum almennt ( og tala ekki um afþreyfingu ) er það bara ekkert slæmt.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf Viktor » Lau 24. Mar 2018 17:48

jonfr1900 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Afhverju í ósköpunum ætti að neyða fólk til þess að vera áskrifandi af fjölmiðli?

Seljum þetta RÚV drasl eins og skot.

Ríkið sjá um það sem aðrir geta ekki gert - og það vel. Fáránlegt að ríkið sé að reka fjölmiðil til þess að kaupa erlent sjónvarpsefni og spila Taylor Swift á Rás2. Þessir peningar geta farið í miklu þarfari verkefni á vegum ríkisins, og þá fáum við miklu fleiri og betri einkarekna fjölmiðla.


Vegna þess að þú getur ekki treyst einkamarkaðinum. Ef ekki væri fyrir Rúv þá væri ekki hægt að ná neinni sjónvarpsstöð á meirihluta Íslands með loftneti. Flestir staðir á Íslandi eru mjög fámennir, yfirleitt færri en 2000 manns á hverjum stað.


Mjög fyndið að halda því fram að það sé hlutverk ríkisins að allir geti horft á sjónvarpið.

Það er sjónarmið. Furðulegt að mínu mati.

Þeir sem kjósa að búa út í rassgati mega gera það fyrir mér.

Þýðir ekki að við hin eigum að vera neydd til þess að niðurgreiða sjónvarp sem kostar tugi milljarða, fyrir nokkrar hræður sem vilja búa í rassgati.

Það fyndna er líka að það er RÚV sem er að kæfa alla fjölmiðla, sérstaklega úti á landi.
Ef RÚV væri ekki starfandi væru fullt af fjölmiðlum um allt land.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf jonfr1900 » Lau 24. Mar 2018 18:20

Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Afhverju í ósköpunum ætti að neyða fólk til þess að vera áskrifandi af fjölmiðli?

Seljum þetta RÚV drasl eins og skot.

Ríkið sjá um það sem aðrir geta ekki gert - og það vel. Fáránlegt að ríkið sé að reka fjölmiðil til þess að kaupa erlent sjónvarpsefni og spila Taylor Swift á Rás2. Þessir peningar geta farið í miklu þarfari verkefni á vegum ríkisins, og þá fáum við miklu fleiri og betri einkarekna fjölmiðla.


Vegna þess að þú getur ekki treyst einkamarkaðinum. Ef ekki væri fyrir Rúv þá væri ekki hægt að ná neinni sjónvarpsstöð á meirihluta Íslands með loftneti. Flestir staðir á Íslandi eru mjög fámennir, yfirleitt færri en 2000 manns á hverjum stað.


Mjög fyndið að halda því fram að það sé hlutverk ríkisins að allir geti horft á sjónvarpið.

Það er sjónarmið. Furðulegt að mínu mati.

Þeir sem kjósa að búa út í rassgati mega gera það fyrir mér.

Þýðir ekki að við hin eigum að vera neydd til þess að niðurgreiða sjónvarp sem kostar tugi milljarða, fyrir nokkrar hræður sem vilja búa í rassgati.

Það fyndna er líka að það er RÚV sem er að kæfa alla fjölmiðla, sérstaklega úti á landi.
Ef RÚV væri ekki starfandi væru fullt af fjölmiðlum um allt land.


Ef þú vilt sjá hvernig einkarekinn markaður hagar sér. Horfðu þá til Bandaríkjanna. Þar sem helsta verkefni fyrirtækja er að valta yfir viðskiptavini sína með svindli, blekkingum og okri.

Ef ekki væri fyrir ríkisútvarp þá væri Sigmundur Davíð ennþá forsætisráðherra Íslands (mjög líklega). Enda er ekki að sjá að það sé stunduð mikil rannsóknarblaðamennska á Stöð 2 þessa dagana.




hreinnbeck
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf hreinnbeck » Lau 24. Mar 2018 19:36

depill skrifaði:Rondó: Þú ert að tala á móti þér, það eru vinnutímar ( jafnvel þótt það sé einn sendir, plús netstreymi, plús programming ) sem fara í rekstur útvarpsstöðvar sem varla mælist með hlustun. Síðast þegar hún var mæld var hún með 2 mínútur yfir vikuna.


Merkilegast er að hún mælist með 2 mínútur af hlustun - því á útsendingu hennar er enginn mælitónn eins og ég hef sannreynt af og til seinustu mánuði vegna úttektar sem ég er að vinna á mælingum á áhorfi og hlustun hjá Gallup.

Niðurstöður þeirrar úttektar, sem einungis skoðar tæknilega útfærslu og möguleika mælinganna, verða kynntar fljótlega og eru sláandi.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf Moldvarpan » Lau 24. Mar 2018 21:16

Ég held að sumir ykkar hafi aldrei farið út fyrir höfuðborgarsvæðið. Fáfræðin og vanmatið er sláandi.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf Viktor » Lau 24. Mar 2018 23:41

jonfr1900 skrifaði:Ef þú vilt sjá hvernig einkarekinn markaður hagar sér. Horfðu þá til Bandaríkjanna. Þar sem helsta verkefni fyrirtækja er að valta yfir viðskiptavini sína með svindli, blekkingum og okri.

Ef ekki væri fyrir ríkisútvarp þá væri Sigmundur Davíð ennþá forsætisráðherra Íslands (mjög líklega). Enda er ekki að sjá að það sé stunduð mikil rannsóknarblaðamennska á Stöð 2 þessa dagana.


Hahaha. Þvílíkt og annað eins. Allt eitt stórt samsæri.

Hvernig á Stöð2 eða einhver annar fjölmiðill að geta staðið í rannsóknarblaðamennsku þegar ríkið niðurgreiðir samkeppni við þá upp á 5000 milljónir á ári og leyfir sér á sama tíma að stela öllum auglýsingatekjum sem þau komast í.

Það væru miklu fleiri, fjölbreyttari og áhugaverðari fjölmiðlar á Íslandi ef þetta RÚV rusl myndi starfa í eðlilegri samkeppni.

Hvílíkt bull með Sigmund Davíð. Það var Sænskur þáttastjórnandi ásamt Reykjavik Media sem sáu alfarið um það. Hefði gerst með eða án aðkomu RÚV.

Þvílík fáfræði.
Fyrst þú nefnir Bandaríkin þá vil ég minna þig á að nánast allt helsta hágæða sjónvarpsefni kemur þaðan. Bæði hvað varðar þætti og kvikmyndir... og svo framvegis.

Ættir að prufa að gefa RÚV smá frí í einn mánuð og skoða Netflix.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf jonfr1900 » Sun 25. Mar 2018 01:14

Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Ef þú vilt sjá hvernig einkarekinn markaður hagar sér. Horfðu þá til Bandaríkjanna. Þar sem helsta verkefni fyrirtækja er að valta yfir viðskiptavini sína með svindli, blekkingum og okri.

Ef ekki væri fyrir ríkisútvarp þá væri Sigmundur Davíð ennþá forsætisráðherra Íslands (mjög líklega). Enda er ekki að sjá að það sé stunduð mikil rannsóknarblaðamennska á Stöð 2 þessa dagana.


Hahaha. Þvílíkt og annað eins. Allt eitt stórt samsæri.

Hvernig á Stöð2 eða einhver annar fjölmiðill að geta staðið í rannsóknarblaðamennsku þegar ríkið niðurgreiðir samkeppni við þá upp á 5000 milljónir á ári og leyfir sér á sama tíma að stela öllum auglýsingatekjum sem þau komast í.

Það væru miklu fleiri, fjölbreyttari og áhugaverðari fjölmiðlar á Íslandi ef þetta RÚV rusl myndi starfa í eðlilegri samkeppni.

Hvílíkt bull með Sigmund Davíð. Það var Sænskur þáttastjórnandi ásamt Reykjavik Media sem sáu alfarið um það. Hefði gerst með eða án aðkomu RÚV.

Þvílík fáfræði.
Fyrst þú nefnir Bandaríkin þá vil ég minna þig á að nánast allt helsta hágæða sjónvarpsefni kemur þaðan. Bæði hvað varðar þætti og kvikmyndir... og svo framvegis.

Ættir að prufa að gefa RÚV smá frí í einn mánuð og skoða Netflix.


Stöð 2 getur alveg staðið í þessu ef þeir bara nenntu. Ég veit ekki hvernig þetta verður þar sem Vodafone á þetta núna en hingað til hefur þetta snúist um hjá 365 miðlum að veita sem minnstu þjónustu á sem dýrastann máta. Þetta er spurning um vilja en ekki peninga. Rúv er ekki að stela neinum auglýsingatekjum frá Stöð 2, sem síðast þegar ég athugaði var með auglýsingar inn í miðjum þáttum og kvikmyndum (fleira en eitt auglýsingahlé) á Stöð 2, Stöð 3. Það eru engar auglýsingar á Stöð 2 Bíó síðast þegar ég athugaði málið (hvort að það hefur breyst veit ég ekki). Stöð 2 sendir einnig út á fleiri rásum sem eru allar áskriftir með auglýsingatekjur ofan á það. Það sem er að ganga frá Stöð 2 er Netflix og Amazon Prime, auk dvd diska og blu-ray diska sem hægt er að fá í dag. Það að kenna Rúv um þessa breytingu er fáránlegt og bara léleg afsökun ný-frjálshyggju manna (sem eyðileggja allt sem þeir koma nálægt) um afhverju þessi staða er kominn.

Ég hef lítið horft á Rúv síðustu tvö árin og dagskráin sem er þar höfðar lítið eða ekkert til mín og hef að auki verið búsettur í Danmörku þennan tíma.

Íslendingar eru rosalega uppteknir af öllu sjónvarpsefni sem kemur frá Bandaríkjunum (íslendingar eru almennt rosalega uppteknir af Bandaríkjunum og það er bara kjánalegt). Það er skipulega lítið af Evrópskusjónvarpsefni tekið inn á Íslandi. Ég veit ekki afhverju þetta er raunin en þetta er samt staðreyndin.

Hérna eru fréttir af verkum Comcast í Bandaríkjunum. Comcast var bara að féflétta viðskiptavini sína með því að tengja þá við þjónustur sem þeir báðu ekki um.

FCC hits Comcast with record cable company fine over billing practices (2016)

A Former Comcast Employee Explains That Horrifying Customer Service Call (2014)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf appel » Sun 25. Mar 2018 02:44

jonfr1900 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta er endalausum niðurskurði að kenna. Rúv gjaldið á Íslandi er fáránlega lítið. Hérna í Danmörku kostar skylduáskriftin 41.481 ISK (2.527 DKK) á ári. Þetta er einhver 17.000 kr á ári á Íslandi (langt síðan ég hef borgað þetta gjald og man ekki töluna nákvæmlega).


Afhverju í ósköpunum ætti að neyða fólk til þess að vera áskrifandi af fjölmiðli?

Seljum þetta RÚV drasl eins og skot.

Ríkið sjá um það sem aðrir geta ekki gert - og það vel. Fáránlegt að ríkið sé að reka fjölmiðil til þess að kaupa erlent sjónvarpsefni og spila Taylor Swift á Rás2. Þessir peningar geta farið í miklu þarfari verkefni á vegum ríkisins, og þá fáum við miklu fleiri og betri einkarekna fjölmiðla.


Vegna þess að þú getur ekki treyst einkamarkaðinum. Ef ekki væri fyrir Rúv þá væri ekki hægt að ná neinni sjónvarpsstöð á meirihluta Íslands með loftneti. Flestir staðir á Íslandi eru mjög fámennir, yfirleitt færri en 2000 manns á hverjum stað.


Mjög fyndið að halda því fram að það sé hlutverk ríkisins að allir geti horft á sjónvarpið.

Það er sjónarmið. Furðulegt að mínu mati.

Þeir sem kjósa að búa út í rassgati mega gera það fyrir mér.

Þýðir ekki að við hin eigum að vera neydd til þess að niðurgreiða sjónvarp sem kostar tugi milljarða, fyrir nokkrar hræður sem vilja búa í rassgati.

Það fyndna er líka að það er RÚV sem er að kæfa alla fjölmiðla, sérstaklega úti á landi.
Ef RÚV væri ekki starfandi væru fullt af fjölmiðlum um allt land.


Ef þú vilt sjá hvernig einkarekinn markaður hagar sér. Horfðu þá til Bandaríkjanna. Þar sem helsta verkefni fyrirtækja er að valta yfir viðskiptavini sína með svindli, blekkingum og okri.

Ef ekki væri fyrir ríkisútvarp þá væri Sigmundur Davíð ennþá forsætisráðherra Íslands (mjög líklega). Enda er ekki að sjá að það sé stunduð mikil rannsóknarblaðamennska á Stöð 2 þessa dagana.


Ég er mikill stuðningsmaður Miðflokksins, Sigmundar Davíðs, hef kosið hann alltaf.

RÚV hefur kosið að búa til leikrit í kringum hann, að búa til þannig leikrit að hann sé vondi kallinn. Þegar raunveruleikinn kemur í ljós þá er ekkert sem hann gerði hvorki ólöglega né óeðlilegt. Hvað er það sem hann gerði sem er svona vont? Ég bíð enn eftir því.

Heldur tóku ákveðnir einstaklingar innan RÚV þá ákvörðun að framkvæma hallarbyltingu, með ómerkilegri "gotcha" fréttaumfjöllun.

Það er virkilega hræðilegt skelfingarhugsun að ríkisútvarpið sé orðið slíkt að það geti framkvæmt hallarbyltingar. Ég bíð eftir manneskju sem tekur á þessu vandamáli.

Ég þarf að borga ansi mikið til þessara fréttapésa sem mér mislíka ansi mikið. Þeir eru búnir að skrúfa sig inn í ákveðna skoðun. Allt er pólitík í dag, og RÚV er ekki undanskilið.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 25. Mar 2018 08:01

Siðblindur stjórnmálamaður sem reynir að fela hagsmunatengsl?

Hvaða raunveruleika lifir þú í?

Álit mitt á mörgum hérna hefur farið niður í ekki neitt, við að lesa þennan þráð. Ég er enn hálf orðlaus.

RÚV er einn af fáum fjölmiðlum á Íslandi sem ég treysti, til að segja satt og rétt frá.

Og maður sér það skýrt, að það eru greinilega miklir hagsmunir, beinir eða óbeinir, hjá ákveðnum aðilum vaktarinnar.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1355
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf nidur » Sun 25. Mar 2018 14:44

OP ekkert að taka þátt í þræðinum sínum lol

Getur fundið helstu upplýsingar um DVB-T/T2 hérna
https://en.wikipedia.org/wiki/DVB-T2



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf beatmaster » Sun 25. Mar 2018 14:47

appel skrifaði:
Ég er mikill stuðningsmaður Miðflokksins, Sigmundar Davíðs, hef kosið hann alltaf.

RÚV hefur kosið að búa til leikrit í kringum hann, að búa til þannig leikrit að hann sé vondi kallinn. Þegar raunveruleikinn kemur í ljós þá er ekkert sem hann gerði hvorki ólöglega né óeðlilegt. Hvað er það sem hann gerði sem er svona vont? Ég bíð enn eftir því...



Mynd


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf appel » Sun 25. Mar 2018 15:56

Bara mínar persónulegar skoðanir um RÚV. Hef ekkert út á annað að setja nema þetta ruglfyrirkomulag í dreifikerfismálum og þá hve rosalega vinstri sinnað RÚV er. Þegar þú ert ekki vinstri sinnaður og hlustar á alla umfjöllun hjá RÚV, þá færðu grænar bólur. Ég held að ansi margir séu bara orðnir vanir þessu, finnst þetta eðlilegt. Það er frekar óeðlilegt ástand að svona miðill hafi svona gríðarleg áhrif og geti nær stjórnað allri almannaumræðu, lagasetningu, hverjir eru ráðherrar, bara með því að taka einhver örfá sannleikskorn en spinna svo mikið í kringum þau að krísuástand verður til.
Og í þokkabót ertu tilneyddur til að borga fyrir þetta.


*-*

Skjámynd

joekimboe
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf joekimboe » Sun 25. Mar 2018 16:02

Skoðanir manna hérna eru staðreyndir!

Að öðru, Sallarólegur er hægt að ráða þig í einstaka spæjaramál ? Doxaðir jreykdal a mettíma! :megasmile



Skjámynd

Höfundur
kornelius
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 103
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf kornelius » Sun 25. Mar 2018 17:52

og ég sem spurði bara um loftnet í upphafi

og það er farið að tala um sgd :)

skemmtilegt :)




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 271
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur einhver hér á Spjallinu svarað spurningum varðandi DVB-T/T2?

Pósturaf jonfr1900 » Sun 25. Mar 2018 17:59

appel skrifaði:Ég er mikill stuðningsmaður Miðflokksins, Sigmundar Davíðs, hef kosið hann alltaf.

RÚV hefur kosið að búa til leikrit í kringum hann, að búa til þannig leikrit að hann sé vondi kallinn. Þegar raunveruleikinn kemur í ljós þá er ekkert sem hann gerði hvorki ólöglega né óeðlilegt. Hvað er það sem hann gerði sem er svona vont? Ég bíð enn eftir því.

Heldur tóku ákveðnir einstaklingar innan RÚV þá ákvörðun að framkvæma hallarbyltingu, með ómerkilegri "gotcha" fréttaumfjöllun.

Það er virkilega hræðilegt skelfingarhugsun að ríkisútvarpið sé orðið slíkt að það geti framkvæmt hallarbyltingar. Ég bíð eftir manneskju sem tekur á þessu vandamáli.

Ég þarf að borga ansi mikið til þessara fréttapésa sem mér mislíka ansi mikið. Þeir eru búnir að skrúfa sig inn í ákveðna skoðun. Allt er pólitík í dag, og RÚV er ekki undanskilið.


Þú gætir þurft að skreppa til Tortóla til þess að finna Sigmund Davíð. :-k

Það er voðalega einfalt að setja fram svona en að sanna það verður öllu jafnan mun erfiðara. Ef þú vilt fleiri holur í malbikið í Reykjavík þá heldur þú áfram að kjósa Sigmund Davíð (á meðan hann er í framboði, ég veit ekkert hvenær hann gefst uppá þessu og hættir).

Þessi umræða er hinsvegar komin of langt frá upphaflegum tilgangi þráðarins og segi ég því stopp hérna fyrir sjálfan mig.