Tvær vélar með sama vandamál


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 01. Jan 2018 20:34

Hef verið með Unraid vél í rekstri í töluerðan tíma. Hún hefur verið til friðs í mörg ár fyrir utan það að ég þurfti að skipta um aflgjafa fyrir nokkrum árum.

Nú um helgina tók vélin uppá því að drepa á sér og neita að fara í gang. Mig grunaði strax aflgjafan og reyndi að kveikja á honum með jumper en hann tók ekki við sér. Ég fór og sótti nýjan aflgjafa í tölvutek og setti hann við. Þegar ég ræsi vélina tekur örgjörvaviftan hinsvegar bara kipp og ekkert gerist. Villumelding á móðurborðinu (Abit AB9 Pro) sýnir 8.2. sem samkvæmt manual er "Enable ATX power supply". Ég veit ekki almennilega hvað það á að merkja. en bæði 24 pinna og 4 pinna tengillinn á móðurborðinu eru tengdir.

Ég dró fram Gigabyte móðurborð með Q9550 örgjörva sem hefur verið í lítilli notkun en þó í lagi. Þetta móðurborð og örgjörva kombó hegðaði sér alveg eins með nýa aflgjafanum og svo síðar einnig með aflgjafanum sem var með þessari vél.

Að lokum ákvað ég að kanna betur upprunalega aflgjafann og reyndi að ræsa hann aftur með jumper, sem tókst. Það skiptir þó engum togum að sá aflgjafi hegðar sér eins með báðum móðurborðunum.

Í stuttu máli er ég með 2 móðurborð og 3 aflgjafa. Allar samsetningar á þessum vélbúnaði hegða sér þannig að örgjörvaviftan tekur kipp og síðan ekki söguna meir. Ég er búinn að taka bæði móðurborðin uppá borð og reyna að ræsa þau með mismunandi útfærslum af minni, no dice.

Einhverjar hugmyndir? eru bæði móðurborðin búin að stimpla sig út?



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf DJOli » Mán 01. Jan 2018 20:53

Hvaða tegund af aflgjöfum er um að ræða, sem og stærð?
Eru skjákort á öllum móðurborðunum, og ef svo, hvernig skjákort? Eru sömu viðbrögð hjá móðurborðunum ef þú tekur skjákortin af?

Ertu búinn að prófa að endurstilla biosinn á móðurborðunum og sjá hvort það lagi vandamálið?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Kristján Gerhard » Mán 01. Jan 2018 21:27

DJOli skrifaði:Hvaða tegund af aflgjöfum er um að ræða, sem og stærð?
Eru skjákort á öllum móðurborðunum, og ef svo, hvernig skjákort? Eru sömu viðbrögð hjá móðurborðunum ef þú tekur skjákortin af?

Ertu búinn að prófa að endurstilla biosinn á móðurborðunum og sjá hvort það lagi vandamálið?


Coolermaster 500W
Thermaltake 530W
FSP 460W

Já, skjákort á báðum og já búinn að prófa að ræsa án þeirra.

Já, búnn að endurstilla biosinn á báðum borðunum.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf DJOli » Mán 01. Jan 2018 23:27

Mjög sérstakt. Það er hér um bil eins og eitthvað gerist sem veldur að tölvurnar neiti algjörlega að posta (s.s. ræa sig og komast yfir power-on-self test dótið).

Þá þarf aðeins að skoða hvað er í ferlinu þaðan. Tekst að ræsa aflgjafana eina og sér án þess að þeir séu tengdir neinu öðru? (s.s. með jumper)
Hefurðu færi á að redda þér aflgjafatester? Það hlýtur einhver tölvubúð að eiga svoleiðis til sem þú gætir fengið að prófa (Geri þá ráð fyrir að þú myndi gera þér ferð með aflgjafana til þeirra), annars er hægt að versla þennan á Amazon.
https://www.amazon.com/Insten-24-pin-Po ... B005CTCD6S

Láta tölvurnar eins ef þú ert bara með skjá tengdan þegar þú ræsir? (engin mús, lyklaborð, netsnúra eða neitt annað)
Ertu búinn að ganga úr skugga um að örgjörfavifturnar séu tengdar?
búinn að prófa að taka þær úr sambandi og setja aftur í samband?
hvað með 4-pinna tengið á móðurborðunum? búinn að prófa það sama?
Eru tölvurnar með þráðlaus netkort, harðdiskastýringar eða annað sem þú gætir prófað að taka úr ef þú hefur ekki prófað þegar?

Annars hef ég alveg séð dæmi um að móðurborð bara deyji án viðvörunar og posti ekki einusinni. Sem betur fer er mín reynsla sú að það sé sjalfgæft, en mögulegt engu að síður.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 376
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Haflidi85 » Þri 02. Jan 2018 03:26

uu, er ekki bara sama minnið í báðum þessum vélum og minnið er ónýtt ?




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 02. Jan 2018 11:53

DJOli skrifaði:Mjög sérstakt. Það er hér um bil eins og eitthvað gerist sem veldur að tölvurnar neiti algjörlega að posta (s.s. ræa sig og komast yfir power-on-self test dótið).

DJOli skrifaði:Þá þarf aðeins að skoða hvað er í ferlinu þaðan. Tekst að ræsa aflgjafana eina og sér án þess að þeir séu tengdir neinu öðru? (s.s. með jumper)
Hefurðu færi á að redda þér aflgjafatester? Það hlýtur einhver tölvubúð að eiga svoleiðis til sem þú gætir fengið að prófa (Geri þá ráð fyrir að þú myndi gera þér ferð með aflgjafana til þeirra), annars er hægt að versla þennan á Amazon.
https://www.amazon.com/Insten-24-pin-Po ... B005CTCD6S

Ágætis pæling, var búinn að spennumæla CPU tengilinn á einum spennugjafanum en ætla að kíkja betur á að mæla allt klabbið þegar ég kem heim.
DJOli skrifaði:Láta tölvurnar eins ef þú ert bara með skjá tengdan þegar þú ræsir? (engin mús, lyklaborð, netsnúra eða neitt annað)
Ertu búinn að ganga úr skugga um að örgjörfavifturnar séu tengdar?
búinn að prófa að taka þær úr sambandi og setja aftur í samband?
hvað með 4-pinna tengið á móðurborðunum? búinn að prófa það sama?
Eru tölvurnar með þráðlaus netkort, harðdiskastýringar eða annað sem þú gætir prófað að taka úr ef þú hefur ekki prófað þegar?

Skiptir engu máli hvað er tengt eða ekki. Er búinn að reyna að ræsa báðar vélarnar án alls aukabúnaðar. þ.e.a.s bara Aflgjafi, móðurborð, örgjörvi og minni. Búinn að aftengja og tengja örgjörvaviftu og 4-pinna tengið.
DJOli skrifaði:Annars hef ég alveg séð dæmi um að móðurborð bara deyji án viðvörunar og posti ekki einusinni. Sem betur fer er mín reynsla sú að það sé sjalfgæft, en mögulegt engu að síður.

Já, ég er alveg til í að kaupa að annað borðið hafi dáið en varla bæði í einu. Vonandi....




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 02. Jan 2018 11:53

Haflidi85 skrifaði:uu, er ekki bara sama minnið í báðum þessum vélum og minnið er ónýtt ?


Nei, sitthvort minnið. En ég ætla að prófa að svissa því.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Moldvarpan » Þri 02. Jan 2018 13:00

Þetta eru nú að mér sýnist vel yfir 10 ára gömul móðurborð. Ef það þarf að skipta eh út, þá mun það aldrei borga sig.
Eru þéttarnir orðnir bólgnir? Í hvernig umhverfi var þessi tölva? Raka, hita, ryki? Hefur allt áhrif til lengdar.

Persónulega myndi ég ekki eyða of miklu púðri í þetta, heldur íhuga frekar að uppfæra þetta.




Höfundur
Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 02. Jan 2018 14:07

Moldvarpan skrifaði:Þetta eru nú að mér sýnist vel yfir 10 ára gömul móðurborð. Ef það þarf að skipta eh út, þá mun það aldrei borga sig.
Eru þéttarnir orðnir bólgnir? Í hvernig umhverfi var þessi tölva? Raka, hita, ryki? Hefur allt áhrif til lengdar.

Persónulega myndi ég ekki eyða of miklu púðri í þetta, heldur íhuga frekar að uppfæra þetta.


Alveg rétt, þetta er eldgamalt afdankað drasl en dugar engu að síður í það sem þetta er notað í. Það er í raun bara einn notandi að stæðunni á vélinni (Plex).

Langaði að reyna að leysa þetta án þess að henda peningum í vandamálið þar sem að mér finnst svo ótrúlegt að allt draslið hafi brunnið yfir.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2236
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Tvær vélar með sama vandamál

Pósturaf Moldvarpan » Þri 02. Jan 2018 14:38

Og ef þú ert búinn að resetta biosinn (alveg 100% á að hafa gert það rétt?), og að mér skildist vera búinn að replace-a aflgjafann, þá er eitthvað meira sem er bilað/ónýtt. Og það mun þá alltaf kosta eitthvað.

Þá þarftu known good platform. Og prófa einn og einn íhlut til að útiloka þetta. En það eru ekki allir með.

Ef þú googlar þetta, þá er þetta mjög þekkt vandamál með þessum móðurborðum og fáar lausnir.

Gangi þér vel.