Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1714
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf jardel » Sun 08. Okt 2017 16:29

Þeagar ég ættla að skoða myndböndin þá virka venjulega fyrstu 2 myndbböndin en svo fæ ég alltaf þessa villumeldingu á öllum öðrum myndbandsfælum. Ég er að nota windows 10 og VLC player

Veit einhver hér hvað gæti verið að?
Viðhengi
because.jpg
because.jpg (44.75 KiB) Skoðað 900 sinnum



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf russi » Sun 08. Okt 2017 16:38

Hef lent í þessu með sumar upptöku græjur, það sem er að gerast í þeim tilvikum er að það vantar upphaf eða/og endi á myndbrotið til að loka fælnum. Hef lagað þetta með renna fælnum í gegnum ffmpeg.
Nota þá þess skipun: ffmpeg -i [input].avi -c:a copy -c:v libx264 [output].mp4

Sleppir samt hornklofum




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1714
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf jardel » Sun 08. Okt 2017 17:01

russi skrifaði:Hef lent í þessu með sumar upptöku græjur, það sem er að gerast í þeim tilvikum er að það vantar upphaf eða/og endi á myndbrotið til að loka fælnum. Hef lagað þetta með renna fælnum í gegnum ffmpeg.
Nota þá þess skipun: ffmpeg -i [input].avi -c:a copy -c:v libx264 [output].mp4

Sleppir samt hornklofum


sæll þakka þér fyrir svarið þetta skýrir þetta kanski á því leiti að þessi myndavél sem ég er að nota kveikir á sér þegar ég kveiki á bílnum og hefur strax upptöku og vélin slekkur á sér þegar ég drep á bílnum.
Er ekki til einhver þæginlegri lausn á þessu?



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf russi » Sun 08. Okt 2017 17:15

DOUBLE POST :(
Síðast breytt af russi á Sun 08. Okt 2017 17:16, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 176
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf russi » Sun 08. Okt 2017 17:16

Þekki ekki þessa dashcam hjá þér, en ef myndavélin er að drepa á sér við power-off á bíl þá hefur hún ekki séns til að loka fælnum. Ef það er stopp takki á Dash-caminu þá ætti það nú að duga.




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1714
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf jardel » Sun 08. Okt 2017 18:56

Spurning hvort það sé til einhver önnur leið?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál varðandi blackbox dashcam myndböndin neita að spilast

Pósturaf pepsico » Mán 09. Okt 2017 03:50

Þetta á ekki að gerast og þetta er að sjálfsögðu ekki stilling sem þú kveiktir óvart á svo eitthvað er bilað.

Ef þetta er alltaf þannig að það virka fyrstu myndböndin en engin af hinum þá er þetta líklegar bilað SD kort en biluð myndavél.
Ef þetta hefur aldrei gerst áður en núna virka bara fyrstu myndböndin en engin af hinum og ekki heldur nein héðan af þá er þetta líklegar myndavélin sem er annað hvort búin að bila eða þá að batteríið sem á að vera að hjálpa henni að klára myndböndin eftir að þú slekkur á bílnum er orðið of slappt.

Svona myndavélar eru bilanaseglar til að byrja með og til að gera illt verra er mikið af counterfeit eintökum í umferð sem standa sig ennþá verr.