Verðlagning á tölvubúnaði

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Lau 12. Ágú 2017 12:38

Það hafa vaknað hjá manni spurningar um hvernig varðlagningu er háttað á tölvumog tölvubúnaði.


Í þessu tilviki vann Advania þann titil að vera "forgangsbirgir" með því að bjóða vél sem stenst þessar kröfur:

https://www.rikiskaup.is/media/baekling ... lysing.pdf


Á þessum verðum

https://www.rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/fnr/20347

s.s. ríkið er að fá :

i5 Kaby Lake vPro = einhverjir þessara - https://www.intel.com/content/www/us/en ... -vpro.html

16Gb minni
256Gb SSD
Windows Pro Leyfi
1920x1080 skjá
Þriggja ára ábyrgð
Fimm ára availability á varahlutum


Tilboðsverðin voru skv. fundargerðinni:

Advania (sem voru lægstir)

Borðtölvur = 61.825 kr án VSK = c.a. 77þ. með VSK
12-13" fartölvu = 81.196 kr án VSK
14" fartölva = 82.356 kr án VSK

Þarna er að sjá verð frá mörgum öðrum aðilum.


Ég er að fá það á tilfinninguna að verðlagning til almennings sé almennt með gríðarlegri álagningu

Eina borðtölvan sem ég finn hjá Advania sem gæti staðist þessar kröfur er þessi:

https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... abyLake-3/

Ef verðið til ríkisins er berstrípað og engin framlegð umfram flutningskostnað, fjármögnun, vöruhús, skjalavinnslu o.þ.h.

Þá er álagningin í vefversluninni 122% eða 75.264kr. á einni lítilli borðtölvu.


Er raunin orðin sú að að gríðarlegir afslættir eru "the thing" í þessum geira?



Skjámynd

Fridvin
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf Fridvin » Lau 12. Ágú 2017 12:50

Er þetta ekki bara eitthvað sem þeir geta boðið útaf magni sem ríkið er að kaupa?
Síðan væri gaman að vita hver líftíminn á þessum vélum væri og hvort þeir væru að fá eitthvað til baka með viðgerðakostnaði eftir að ábyrgð rennur út.


Gigabyte Aorus Elite - Ryzen 5900x - Corsair Vengeance 2x16gb 3200mhz - MSI GTX 1080Ti Gaming X 11GB - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Aorus 240 AIO - Corsair carbide clear 400C

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Lau 12. Ágú 2017 13:02

Fridvin skrifaði:Er þetta ekki bara eitthvað sem þeir geta boðið útaf magni sem ríkið er að kaupa?
Síðan væri gaman að vita hver líftíminn á þessum vélum væri og hvort þeir væru að fá eitthvað til baka með viðgerðakostnaði eftir að ábyrgð rennur út.


Eftir þrjú ár þá hefur ríkið um tvennt að velja, eyða 20þ. kalli í viðgerð eða 65þ. í nýja tölvu og fá aftur 3 ára ábyrgð...

Held að það verði ekkert gert við þessar vélar ef þær bila eftir að ábyrgð líkur, þær eru bara of ódýrar.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf Revenant » Lau 12. Ágú 2017 13:20

Að öllum líkindum hafa þeir fengið sér verð frá Dell í þetta útboð.
Þetta eru ekki tölvur sem Advania kaupir og endurselur (as inn á vefverslunni) heldur má líkja þessu við að Dell sé að bjóða í þetta þar sem Advania er milliliður.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Lau 12. Ágú 2017 14:08

Revenant skrifaði:Að öllum líkindum hafa þeir fengið sér verð frá Dell í þetta útboð.
Þetta eru ekki tölvur sem Advania kaupir og endurselur (as inn á vefverslunni) heldur má líkja þessu við að Dell sé að bjóða í þetta þar sem Advania er milliliður.


Það er einn möguleikinn, að þetta sé bara Dell að operera á Íslandi í gegnum bókhaldslykli hjá Advania.

En Dell er þá samt að koma út í plús.

Breytir því ekki að álagningin sem skiptist þá almennt á milli Dell og Advania er bróðurparturinn af verði tölvunar.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf worghal » Lau 12. Ágú 2017 16:57

það gæti verið að þeir taki lítið fyrir búnaðinn eða bara ekkert og fái allann gróðann gegnum þjónustuna


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf olihar » Lau 12. Ágú 2017 18:12

Ég keypti svona tölvu fyrir um mánuði síðan.

https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/

s.s. í úti á 205þ þegar ég keypti hana þá var hún á 595þ í Advania, ég leitaði eftir tilboð í hana áður en ég keypti úti en gat ekki fengið neinn afslátt þar sem þetta væri sérpöntun, s.s. já það var þá líka 28 daga bið.

Tölvan var þá líka merkt sem sérverð þegar hún var á 595þ. Hvað sem þetta sérverð á að standa fyrir.

Ég hefði getað keypt 3 tölvur á verði 1 þegar ég keypti... Og svo eru þeir eitthvað hissa á að selja þetta ekki.




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1003
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 13
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf halldorjonz » Lau 12. Ágú 2017 19:32

olihar skrifaði:Ég keypti svona tölvu fyrir um mánuði síðan.

https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/

s.s. í úti á 205þ þegar ég keypti hana þá var hún á 595þ í Advania, ég leitaði eftir tilboð í hana áður en ég keypti úti en gat ekki fengið neinn afslátt þar sem þetta væri sérpöntun, s.s. já það var þá líka 28 daga bið.

Tölvan var þá líka merkt sem sérverð þegar hún var á 595þ. Hvað sem þetta sérverð á að standa fyrir.

Ég hefði getað keypt 3 tölvur á verði 1 þegar ég keypti... Og svo eru þeir eitthvað hissa á að selja þetta ekki.


Þessi tölva er á 304.990 kr. .. þú keyptir þína án tolls sem væri auka 50k svo má ekki gleyma að sendingarkostnaður er oftar en ekki frekar dýr þannig að kaupa á íslandi og fá ábyrgðina, ísl lyklaborð og allt það þá er þetta nú ekkert mikil álagning, ósköp venjuleg held ég bara



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf Hannesinn » Lau 12. Ágú 2017 19:35

Ég man ekki til þess að EJS/Advania hafi nokkurn tímann gefið annað en skít í heimilismarkaðinn. Alveg frá því fyrir aldamót þegar vinur minn keypti Pentium tölvu hjá EJS, hefur þetta verið okurbúlla samanborið við sambærilegar tölvur sem hægt hefur verið að fá hjá minni búðunum hérna heima.

Að því sögðu, þá leggja þeir auðvitað áherslu á fyrirtækjamarkaðinn ásamt Nýherja og Opnum Kerfum. Þar eru einfaldlega peningarnir. Öll íslensku stóru tölvufyrirtækin eru svo búin að setja inn í verðið 20-30% afslættina sem þeir þurfa svo að gefa fyrirtækjunum sem kaupa af þeim.

Hvað varðar topicið, þá er alveg gefið að salan sé beint frá Dell, en ekki Advania. Smásölu-/Lagerverðin til Advania og svo 3-600(*) tölvu pantanir fyrir ríkiskaup eru auðvitað sitt hvor hluturinn.


* Tala tekin úr rassgatinu á mér.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

olihar
spjallið.is
Póstar: 420
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 85
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf olihar » Sun 13. Ágú 2017 10:59

halldorjonz skrifaði:
olihar skrifaði:Ég keypti svona tölvu fyrir um mánuði síðan.

https://vefverslun.advania.is/vefverslu ... -Lake-UHD/

s.s. í úti á 205þ þegar ég keypti hana þá var hún á 595þ í Advania, ég leitaði eftir tilboð í hana áður en ég keypti úti en gat ekki fengið neinn afslátt þar sem þetta væri sérpöntun, s.s. já það var þá líka 28 daga bið.

Tölvan var þá líka merkt sem sérverð þegar hún var á 595þ. Hvað sem þetta sérverð á að standa fyrir.

Ég hefði getað keypt 3 tölvur á verði 1 þegar ég keypti... Og svo eru þeir eitthvað hissa á að selja þetta ekki.


Þessi tölva er á 304.990 kr. .. þú keyptir þína án tolls sem væri auka 50k svo má ekki gleyma að sendingarkostnaður er oftar en ekki frekar dýr þannig að kaupa á íslandi og fá ábyrgðina, ísl lyklaborð og allt það þá er þetta nú ekkert mikil álagning, ósköp venjuleg held ég bara


Þeir einmitt lækkuðu þetta eftir að ég fór að pönkast í þessu hjá þeim. eins og ég segi í textanum var hún á 595þ um daginn.

það er enginn tollur á tölvum bara vsk, ef þú t.d. pantar frá DK þá færði vsk af þar og borgar hann svo hérna. Sendingakostnaður er peanuts oft meira að segja frír þegar keyptar eru dýrari vörur.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Sun 13. Ágú 2017 12:06

Mig langar að benda á að ég er ekki einungis að dissa íslenska verðlagningu.

Ég er að benda á að í þessum vélum eru Intel örgjörvar, minniskubbar og SSD/m.2

Þetta er allt sett saman í tölvu og tölvan seld á verði sem varla dugar fyrir helstu íhlutum.

62þ.

Hér heima út úr búð

16GB SODIMM 20þ.
256Gb M2 30þ. / SSD á 23þ.

Intel i5 með vPro "ágiskun" 20þ.

Þetta er 59þ. - 70þ. og þá á eftir að græja windows 10 pro, móðurborð, kassa, straumbreytir, mús og lyklaborð


Þetta er svo boðið með 3 ára ábyrgð með nokkuð strangari skilmálum en gengur og gerist.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf brain » Sun 13. Ágú 2017 12:41

Þetta virkar elveg eins og þegar litli heildsalin biður um 1 gám af vörum og fær stk á 100 k og þegar Costco biður um 1000 gáma og fær stk
á, 10 kr

Líka að litið er á ríkið sem stóran áhrifavald á áframhaldandi viðskipti. "gerum allt til að ná þessu"



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf Viktor » Sun 13. Ágú 2017 17:08

Í raun eru tölvur bara samblanda af plasti og ódýrum málmum, svo það er svo sem ekkert óeðlilegt að Dell sé að koma út í plús.

Auðvitað eru þetta verð sem framleiðendurnir bjóða ekki alla jafna, heldur líta á þetta sem ákveðna fjárfestingu að taka þátt í svona útboði og bjóða bestu verðin.

En Advania / EJS hefur alltaf verið með mjög háa álagningu einnig og yfirleitt tvöfalt verð á sömu vöru annars staðar, svo þetta er ekki eitthvað sem ætti að koma á óvart held ég.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Mán 14. Ágú 2017 20:04

Íslenska ríkið er samt bara jarðhneta m.v. hvað gengur og gerist erlendis.

Ísland er svo lítið að það þekkist varla fyrirtæki sem hefur virkilegan hag af því að fara í Enterprise pakka í einhverjum hugbúnaðarkaupum.



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf brain » Mán 14. Ágú 2017 22:43

rapport skrifaði:Íslenska ríkið er samt bara jarðhneta m.v. hvað gengur og gerist erlendis.

Ísland er svo lítið að það þekkist varla fyrirtæki sem hefur virkilegan hag af því að fara í Enterprise pakka í einhverjum hugbúnaðarkaupum.


En á Íslandi er það stærsti kaupandinn, og bæði Dell og Advania gera sér grein fyrir því.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á tölvubúnaði

Pósturaf rapport » Mið 16. Ágú 2017 12:22

brain skrifaði:
rapport skrifaði:Íslenska ríkið er samt bara jarðhneta m.v. hvað gengur og gerist erlendis.

Ísland er svo lítið að það þekkist varla fyrirtæki sem hefur virkilegan hag af því að fara í Enterprise pakka í einhverjum hugbúnaðarkaupum.


En á Íslandi er það stærsti kaupandinn, og bæði Dell og Advania gera sér grein fyrir því.


Þetta verð er einungis fyrir stofnanri sem kaupa minna en 10 stk. á mánuði að meðaltali í 3-4 mánuði, allar aðarar stofnanir munu fara í örútboð s.s. útboð innan rammasamnings,

s.s. þetta verð er fyrir litlar stofnanir og nefndir sem starfa sjálfstætt, í raun allar sem eru með minna en c.a. 200 tölvur.

Ef stofnun er með 200 tölvur þá er eru líklega um 65 sem þarf að endurnýja á ári = fara í örútboð, því þá ná þau alltaf betra verði en í rammasamingnum...