H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 10:59

Djöfull er þetta svekkjandi!
Þarf það að vera lögmál að hlutir kosti alltaf meira hérna en annarsstarða? Kostar ekkert að flytja vörur til norðurlandanna eða USA?
Vegalengdir milli fylka í US gera verið lengri en frá US til Íslands hvað þá frá Evrópu til Íslands.

http://www.visir.is/g/2017170518981/h-m ... kum-kronum




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Risadvergur » Mið 17. Maí 2017 11:09

Það að flytja vöru fyrir 300 þús manna markað og það að flytja vöru fyrir 10 milljón manna markað hlýtur að skila sér í misháum flutningskostnaði per flík.

Er ekki líka talað um að fermetraverð í verslun sé það hæsta í Evrópu?

Ég er ekki endilega að segja að það geti ekki verið okur í gangi en það er eflaust fleira á bakvið þetta en það augljósasta.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 11:17

Risadvergur skrifaði:Það að flytja vöru fyrir 300 þús manna markað og það að flytja vöru fyrir 10 milljón manna markað hlýtur að skila sér í misháum flutningskostnaði per flík.

Er ekki líka talað um að fermetraverð í verslun sé það hæsta í Evrópu?

Ég er ekki endilega að segja að það geti ekki verið okur í gangi en það er eflaust fleira á bakvið þetta en það augljósasta.


Heldurðu að það kosti 1500 kr. að flytja nærbol til Íslands í gámi?
Þetta var eitt meðvirkasta svar sem ég hef lesið lengi.

p.s. hvað kostar 40 feta gámur? 600 þúsund? það eru það 400 nærbolir sem rúmast í tveim pappakössum, restin af gámnum þá frítt.




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf wicket » Mið 17. Maí 2017 11:33

Hver ætlu séu samlegðaráhrifin fyrir H&M að senda risa sendingar til t.d. DK og SE og keyra í sínar verslanir í gegnum sama vöruhúsið? Þau eru sturluð og hér er engu slíku að hlaupa að. Hér er engin yfirbygging sem hægt er að deila heldur þurfa þeir að taka þann kostnað á sig sem endar í vöruverðinu.

Hér er líka örmynt sem H&M þarf að gengistryggja sig fyrir og það er gert með vöruverðinu að þeir miði við eitthvað ímyndað verð á krónunni VS þeirri mynt sem þeir nota.

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, ekki af því að þeir ætli að okra heldur af því að við búum á Íslandi sem er lítið skrýtið hagsvæði.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 17. Maí 2017 11:39

Svona viljum við hafa vaktina , GuðjónR brjálaðan yfir furðulegu verðlagi á Íslandi :evillaugh

Þetta er frekar pirrandi , væri mjög þæginlegt að geta verslað flesta hluti á þokkalega sanngjörnu verði úr verslunum hérlendis.
Ætli maður haldi ekki bara áfram að versla mest megnis Online þangað til eitthvað breytist.


Just do IT
  √

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Lexxinn » Mið 17. Maí 2017 11:57

Flutningskostnaður á hverja flík er bókað hærri, lagerkostnaður á hverja flík og svo seljast bókað færri flíkur í versluninni samanber H&M verslunum erlendis svo afföll á hverja flík eru hærri. Allt endar þetta á því að fá vsk ofan á sig og svo má ekki gleyma því að kostnaður við verslunarhúsnæði er töluvert hærri heldur en á samanburðarstöðum.

Flutningskostnaður per kílómeter til Íslands er örugglega álíka kostnaðarsamur og 8km í USA :fly



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 12:02

Svo er fólk að missa sig yfir Costo, haldiði virkilega að það verið eitthvað örðuvísi? :face



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 17. Maí 2017 12:07

GuðjónR skrifaði:Svo er fólk að missa sig yfir Costo, haldiði virkilega að það verið eitthvað örðuvísi? :face


Svona Svona ... við vonum bara það besta.

En að punkast í fyrirtækjum sem eru með hátt verðlag hjálpar alveg til við að upplýsa fólk um stöðuna.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 12:10

Æji þetta er bara svo svekkjandi, er sjálfur með þrjú börn og veit á eigin skinni hvað það kostar.
Var búinn að binda miklar vonur við H&M enda 40% af verslun Íslendinga í H&M erlendis, og þá kemur þetta ... 40% hærra hér en allstaðar annarsstaðar!
FUCK! :mad




Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Risadvergur » Mið 17. Maí 2017 12:18

GuðjónR skrifaði:
Risadvergur skrifaði:Það að flytja vöru fyrir 300 þús manna markað og það að flytja vöru fyrir 10 milljón manna markað hlýtur að skila sér í misháum flutningskostnaði per flík.

Er ekki líka talað um að fermetraverð í verslun sé það hæsta í Evrópu?

Ég er ekki endilega að segja að það geti ekki verið okur í gangi en það er eflaust fleira á bakvið þetta en það augljósasta.


Heldurðu að það kosti 1500 kr. að flytja nærbol til Íslands í gámi?
Þetta var eitt meðvirkasta svar sem ég hef lesið lengi.

p.s. hvað kostar 40 feta gámur? 600 þúsund? það eru það 400 nærbolir sem rúmast í tveim pappakössum, restin af gámnum þá frítt.


Ertu að tala sem aðili reiður á meintu okri eða ertu að tala sem aðili sem hefur reynslu af innflutningi og verslunarrekstri og veit hvaða kostnaður og kostnaðarþættir felast í því að reka svona dæmi?

Ég hef ekki hugmynd um kostnaðinn við að flytja eina flík í 40 feta gámi (per flík þ.e.) til Íslands en eitt þori ég næstum að veðja upp á. Það er alltaf ódýrara að flytja flík á hvaða 300 þúsund manna svæði í Evrópu en það er að flytja sömu flík á 300 þúsund manna svæðið sem kallast Ísland.

Ef menn vilja kalla það meðvirkni þá endilega verði ykkur að góðu.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 12:31

Risadvergur skrifaði:
Ertu að tala sem aðili reiður á meintu okri eða ertu að tala sem aðili sem hefur reynslu af innflutningi og verslunarrekstri og veit hvaða kostnaður og kostnaðarþættir felast í því að reka svona dæmi?

Ég hef ekki hugmynd um kostnaðinn við að flytja eina flík í 40 feta gámi (per flík þ.e.) til Íslands en eitt þori ég næstum að veðja upp á. Það er alltaf ódýrara að flytja flík á hvaða 300 þúsund manna svæði í Evrópu en það er að flytja sömu flík á 300 þúsund manna svæðið sem kallast Ísland.

Ef menn vilja kalla það meðvirkni þá endilega verði ykkur að góðu.


Fyrir það fyrsta þá er þetta ekki "meint okur" þetta er okur, alveg eins og það var hrun hérna þó sumir tali ennþá um "hið svokallaða hrun".
Auðvitað geri ég mér grein fyrir að aðstæður eru örðuvisi hér en annarsstaðar en það réttlætir ekki að allt þurfi alltaf að vera tugum og hundruð prósentum dýrara hér.

Varðandi innflutning, þá hef ég oft verslað á netinu bæði með hraðsendingu og venjulegum pósti og veit alveg hvað það kostar og gámasendingar sjóleiðis kosta bara brot af því sem kostar að fá hraðsendingu. Svo er Kína alveg sér á parti, þeir virðast geta sent frítt út um allan heim.

En það breytir því ekki að Íslendingar eru svo klikkaðir að þeir munu eflaust tæma H&M og Costo þegar þær opnuðu, alveg eins og þeir tæmdu lagerinn hjá Lindex á nokkrum klukkutímum svo það þurfti að loka versluninni í nokkrar vikur meðan beðið var eftir vörum.

p.s. fyrirgefðu meðvirknis kommentið, það var óþarfi...er ótrúlega pirraður yfir þessum fréttum þó ég hafi átt von á þeim.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Viktor » Mið 17. Maí 2017 12:37

Samsæriskenningarnar alveg að fara með menn.

Vaxtakostnaður, launakostnaður, skattar, húsnæðis og flutningskostnaður er örugglega margfalt hærri hér á landi per sölu á svona litlu markaðssvæði.

Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 17. Maí 2017 12:42

Ætli við þurfum ekki fljótlega að taka saman lista á einhverjum þráðinum yfir verslanir sem senda til Íslands (á hagkvæman máta) fyrir ýmsar vörur ef verslanir hérlendis ætla að halda þessu áfram.


Just do IT
  √


Hizzman
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Hizzman » Mið 17. Maí 2017 12:51

Ef Ísland væri í ESB myndum við losna við megnið af verðmuninum! Það er engin tollur eða neitt slíkt sem verður í vegi vara sem eru innan svæðisins. Gildir einnig fyrir póstverslun, ENGINN skiptir sér af pakka með vörum sem kemur hingað frá ESB landi. Vextir fara í 1/3, þannig að fólk á venjulegum launum hefur efni á húsnæði....



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 12:52

Sallarólegur skrifaði:Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.

Og krónan er sögð sterk núna, hvernig heldurðu að samanburðurinn verði þegar hún hrynur næst?




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 17. Maí 2017 12:56

Sallarólegur skrifaði:Samsæriskenningarnar alveg að fara með menn.

Vaxtakostnaður, launakostnaður, skattar, húsnæðis og flutningskostnaður er örugglega margfalt hærri hér á landi per sölu á svona litlu markaðssvæði.

Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.



Rólegi gæinn var alveg spot on !


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 13:47

ÓmarSmith skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Samsæriskenningarnar alveg að fara með menn.

Vaxtakostnaður, launakostnaður, skattar, húsnæðis og flutningskostnaður er örugglega margfalt hærri hér á landi per sölu á svona litlu markaðssvæði.

Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.



Rólegi gæinn var alveg spot on !

/ #threadkillers :baby




wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf wicket » Mið 17. Maí 2017 13:52

Þetta er ekki okur, bara langt frá því. Þetta er „skatturinn" sem við borgum óbeint fyrir að búa í þessu örríki sem Ísland er með sinn örgjaldmiðil utan ESB.

Þetta er bara mjög eðlilegt fyrir rekstur sem þennan. Það má tuða yfir þessu og kvarta en þetta er ekki ósanngjarnt okur.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 17. Maí 2017 13:58

ekki þetta beint.

En mikið eru rosalega margar verslanir samt sem áður sem okra viðurstyggilega á þessu skeri ;)

= yfir 70% aukning á pöntunum erlendis hjá póstinum.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 14:04

ÓmarSmith skrifaði:ekki þetta beint.

En mikið eru rosalega margar verslanir samt sem áður sem okra viðurstyggilega á þessu skeri ;)

= yfir 70% aukning á pöntunum erlendis hjá póstinum.

Og ekki er sendingarkostnaðurinn að fæla fólk frá því.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3754
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Pandemic » Mið 17. Maí 2017 14:28

Þetta er gott dæmi um hvað íslenska krónan heldur okkkur í gíslingu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Viktor » Mið 17. Maí 2017 14:52

GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.

Og krónan er sögð sterk núna, hvernig heldurðu að samanburðurinn verði þegar hún hrynur næst?


Það er væntanlega miðað við eitthvað "meðalgengi" nokkur ár eða áratugi aftur í tímann og sett verð út frá því, ekki hvernig gengið var akkúrat á sl. mánudag klukkan 12:00.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf depill » Mið 17. Maí 2017 15:05

Sallarólegur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.

Og krónan er sögð sterk núna, hvernig heldurðu að samanburðurinn verði þegar hún hrynur næst?


Það er væntanlega miðað við eitthvað "meðalgengi" nokkur ár eða áratugi aftur í tímann og sett verð út frá því, ekki hvernig gengið var akkúrat á sl. mánudag klukkan 12:00.


Nákvæmlega. Meðalgildi ISK á móti NOK síðustu 5 ár er 17,67. Og samkvæmt þessari grein kostar þessi vara 199 NOK. 199 NOK * 17,67 = 3516,33

Þetta er ekkert okur, bara skítagjaldmiðill.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Maí 2017 15:40

depill skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ekki gleyma að íslenska krónan sveiflast upp og niður eins og jójó.

Og krónan er sögð sterk núna, hvernig heldurðu að samanburðurinn verði þegar hún hrynur næst?


Það er væntanlega miðað við eitthvað "meðalgengi" nokkur ár eða áratugi aftur í tímann og sett verð út frá því, ekki hvernig gengið var akkúrat á sl. mánudag klukkan 12:00.


Nákvæmlega. Meðalgildi ISK á móti NOK síðustu 5 ár er 17,67. Og samkvæmt þessari grein kostar þessi vara 199 NOK. 199 NOK * 17,67 = 3516,33

Þetta er ekkert okur, bara skítagjaldmiðill.


Já ég gæti skilið þennan mun ef krónan væri það veik eins og hún var eftir hrun, eða þessi fimm ár sem þú miðar við en nú er hún sterk og megum við ekki njóta þess? Eigum við alltaf að þjást fyrir gjalðmiðilinn? Sama hvort gengi hans er uppi eða niðri?
Norsk króna er 12.1 í dag ekki 17.67. Óþarfi að miða við versta mögulega gengi fortíðar þegar verð nútíðar (í þessu tilfelli framtíðar) er reiknað út.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: H&M að undurbúa okur á Íslandi?

Pósturaf Viktor » Mið 17. Maí 2017 15:59

Þú verður aðeins að færa þig út úr búbblunni og hætta að láta eins og það sé verið að níðast á þér og reyna að sjá þetta frá augum þess sem rekur verslanirnar.

Þeir geta ekki prentað 1,000,000 nýjar verðmerkingar á viku og merkt allt upp á nýtt í öllum verslunum í Evrópu af því að íslenska krónan lætur eins og fífl.

Það þarf að gera áætlanir nokkur ár fram í tímann.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB