Galaxy S8- Ekki impressed

Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Sun 30. Apr 2017 20:41

Sælir

Allir að elska þessa síma en hérna eru nokkur atriði sem ég rakst á og hefði ég sjálfur vitað af þeim hefði ég látið kaupin eiga sig.

1. Bixby takki á vinstri hlið, óþolandi að rekast í þennan takka og þetta satans Bixby skítur frá þeim poppar upp þarna og spyr hvort þú viljir fara í gang með eitthvað.

2. Fingrafaraskanni á fáránlegum stað, verður að taka síman í hendina á asnalegan hátt til að koma puttan á skannan svo þetta virki strax.

3. Augnskanni virkar illa, faceskannið er betra en samt ekki nógu gott.
>> Þetta er mun betra á Sony símum t.d. eða iPhone, Sony setur fingrafaraskannan í aflæsitakkan á hlið símana og iPhone með það á home button, þú aflæsir strax og er með símann í hendinni á hátt svo að þú notar hann strax, þarft ekki að "hliðra" til takinu.

4. Samsung launcher er bloat, ef þú ferð inn í forritin og setur í leit, þetta er hreinlega bara slow, ótrúlegt á sjálfu flaggskipinu en þeir eru búnir að hlaða bara allt of miklu drasli í launcherinn.

Vona að þetta gagnist sumum en þetta er fallegur sími og hefur sérstöðu með beygða skjáinn en þetta er svolítið hype líka.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1740
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Kristján » Sun 30. Apr 2017 20:57

1. Ég rekst ekkert í þennann takka, fyrsta daginn já en ekkert núna og var að fá mér hulstur og núna er stífara að þrýsta á takkana.
2. vont en það venst, strax byrjaður að taka símann up þannig að eg aflæsi honum með puttanum (er með s8+)
3. bara horfa beint á símann, virkar ílla úti í sól reyndar.
4. finn ekki fyrir neinu boat eða hægagang? hvernig er þetta að gerast fyrir þig?

Annars er þetta allt persónubundi held ég




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Semboy » Sun 30. Apr 2017 21:45

ég er sjálfur að fara kaupa 8+ á þriðjudagin.- :sleezyjoe
-eins gott einhver mótmælti OP


hef ekkert að segja LOL!


Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Tesy » Sun 30. Apr 2017 21:46

Nú á ég ekki svona síma en fer líklega að kaupa hann bráðum.
Mig langar að vita.. Er til 3rd party app til að breyta Bixby takkanum?



Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Sun 30. Apr 2017 22:11

Já, er með það, virkar svona lala, læt starta myndavélina. Bixby er eins og bara eitt risastórt slide widget, myndi segja þetta widget sem ættu að geta hent út en það er ekki einu sinni hægt lengur að "disable" á bixby í apps, þetta jukk flýtir ekki fyrir neinu.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


Hizzman
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Hizzman » Mán 01. Maí 2017 00:23

takkar á hliðum eru óþolandi! Afhverju er ekki takkar ofaná? Það er rétti staðurinn!



Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Mán 01. Maí 2017 12:09

Þessi sími er til sölu, notaður í 24t. Ekki ein rispa á honum, kvittun frá Elki. Fór beint í hulstur svo það er varla fingrafar á honum.

Eflaust er ég bara eitthvað skrýtið fyrst að þeir eru svona vinsælir.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1990
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf GuðjónR » Mán 01. Maí 2017 12:26

Þá eru tveir sólarhringsgamlir S8 til sölu hérna, það finnst mér svolítið sérstakt miðað við nýja framleiðslu.
Annars þá er ég svo nægjusamur að ég er ennþá með 6 ára iPhone 4s. :)

Er samt forvitinn að vita aðeins meira um þennan S8, er virkilega þörf á augnskanna eða er það eitthvað gimmick?
Og hvernig er myndavélin? Svona í samanburði við þina gömlu Sony F5321 í Sony Xperia?
Er þörf á því að formatta þessa nýju síma til að losna við bloatware? Svona svipað og kaupa Windows fartölvu, það er alltaf fyrsta verk hjá manni að formatta til að losna við allt freeware draslið (norton og fleira).

Málið er nefninlega að konan þarf bráðum að fara að eignast sinn fyrsta snjallsíma, er orðin leið á Nokia 100 símanum sínum.
Henni finnst skjárinn á iPhone s4 allt of lítill og finnst Samsung flottir, málið er bara að ég hef orðið voðalega litla trú á Samsung yfir höfuð, er ekki bara nýr eða nýlegur iPhone málið? Eða LG ... Sony? ... i'm lost.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3357
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf mercury » Mán 01. Maí 2017 13:53

buinn að vera með minn s8+ i nokkra daga og ekkert af þessu fer í taugarnar á mér. það er hægt að nota app til að breyta bixby takkanum. Ég er með cover svo það er minnsta mál að fynna fingrafara scannan. Eg er sammála því að þetta bixby er kluður en eins og ég segi það fer ekkert í taugarnar á mér.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Viktor » Mán 01. Maí 2017 13:56

Verð alltaf svo ánægður með minn 6S þegar ég les svona :guy


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf vesley » Mán 01. Maí 2017 13:57

GuðjónR skrifaði:Þá eru tveir sólarhringsgamlir S8 til sölu hérna, það finnst mér svolítið sérstakt miðað við nýja framleiðslu.
Annars þá er ég svo nægjusamur að ég er ennþá með 6 ára iPhone 4s. :)

Er samt forvitinn að vita aðeins meira um þennan S8, er virkilega þörf á augnskanna eða er það eitthvað gimmick?
Og hvernig er myndavélin? Svona í samanburði við þina gömlu Sony F5321 í Sony Xperia?
Er þörf á því að formatta þessa nýju síma til að losna við bloatware? Svona svipað og kaupa Windows fartölvu, það er alltaf fyrsta verk hjá manni að formatta til að losna við allt freeware draslið (norton og fleira).

Málið er nefninlega að konan þarf bráðum að fara að eignast sinn fyrsta snjallsíma, er orðin leið á Nokia 100 símanum sínum.
Henni finnst skjárinn á iPhone s4 allt of lítill og finnst Samsung flottir, málið er bara að ég hef orðið voðalega litla trú á Samsung yfir höfuð, er ekki bara nýr eða nýlegur iPhone málið? Eða LG ... Sony? ... i'm lost.


Google Pixel /thread

Ein besta myndavélin á snjallsíma í dag miðað við óháðar prófanir, ekkert bloatware er í þessum síma þar sem hann er með original útgáfu af Android.
Staðsetning fingrafaraskannans er svo algjör snilld, að hafa hann á bakhliðinni gerir það að verkum að maður þarf ekkert að hreyfa fingurna á skrítinn stað til að opna símann.



Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Mán 01. Maí 2017 14:11

Galaxy er vinsælasti sími í heimi eftir iPhone svo að það er alveg á hreinu að ég er skrýtni gaurinn, flestir símar hafa takka á báðum hliðum osf. Ég er hins vegar svo vanur Sony að allt sé á annari hliðinni og að hafa fingrafaratakkan á hlið í "power" takkanum. Þetta er gull fallegt tæki, skjárinn mun betri en á t.d. iPhone7 og myndavélin er geggjuð.
Ég var með Sony X compact, það er ekki hægt að bera símana saman að neinu leyti nema með takkana og stærðina en þegar maður tekur allt að 20 símtöl á dag þá skiptir þetta einfaldlega meira málin en skjárinn osf. ég vinn auk þess við tölvu og nota því símann 95% bara sem símtæki. Nær allir mun vafalaust elska símann.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Mán 01. Maí 2017 14:14

Fyndið að massabón líkar að hafa fingrafaraskannan á bakhliðinni, ég er einmitt að hata það. Svona er þetta afstætt allt saman.

Var að spá í Pixel, fínn en súper súper sleipur sími, yrði alltaf á gólfinu ef hann væri ekki í hulstri, Galaxy er mun fallegra tæki og fyrir t.d. stórnotendur á snjallhlutann í símanum og þá sem nota tölvur minna þá er t.d. þetta bixby mögulega sniðugt, flýtileið í fréttir sem þú vilt, vekjaraklukku. Hentar mér ekki en það er því ég nota þetta ekki.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf gissur1 » Mán 01. Maí 2017 14:44

S8 fyrir mér (borinn saman við iPhone 7):

Kostir:
- flott framúrstefnuleg hönnun sem fólk tekur eftir.
- frábær myndavél, nýt þess mikið að nota hana.
- augnskanninn er kúl fídus og hefur virkað vel hjá mér.
- mjög flottur og stór skjár með flottum litum.

Gallar:
- aðeins einn hátalari, staðsettur undir símanum ... mikill munur á iPhone 7 og þessum.
- staðsetningin á fingrafaraskannanum er spes en kemst líklega í vana með tímanum (fíla skannan að aftan eins og t.d. Huawei Mate 7 en þessi er staðsettur of ofarlega og of nálægt myndavélinni).
- óþægilega stór í vasa og virðist eitthvað svo brothættur í hendi (fíla ekki hulstur á síma), væri stressaður að nota hann á gangi innan um mannfjölda ef einhver skyldi rekast í mig færi hann pottó í jörðina sökum stærðarinnar með tilheyrandi leiðindum.
- bixby er algjör óþarfi fyrir mér og ég vill hann bara út, væri næs að geta programmað takkann án 3rd party forrita.
- erfitt fyrir mig að halda á símanum án þess að koma við skjáinn.

Sennilega ekki tæmandi kostir né gallar en allavega það sem ég hef tekið eftir hingað til.


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf HalistaX » Mán 01. Maí 2017 15:23

Bídduuuu, er fingrafara skanninn ekki bara á home takkanum eins og á sexuni minni? Er ætlast til þess að maður noti vísifingur í að komast inní símann?


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1820
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Nariur » Mán 01. Maí 2017 15:40

Það er enginn home takki.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf gissur1 » Mán 01. Maí 2017 15:54

Nariur skrifaði:Það er enginn home takki.


Það er samt hægt að "force touch-a" neðst í miðjunni á skjánum jafnvel þótt slökkt sé á skjánum. Virkar eins og venjulegur home takki.


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q

Skjámynd

Höfundur
Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 368
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Templar » Mán 01. Maí 2017 16:18

Jepp, force touchið að neðan er töff fítus, engin takki sést en þetta virkar sem slíkur.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf vesley » Mán 01. Maí 2017 17:31

Templar skrifaði:Fyndið að massabón líkar að hafa fingrafaraskannan á bakhliðinni, ég er einmitt að hata það. Svona er þetta afstætt allt saman.

Var að spá í Pixel, fínn en súper súper sleipur sími, yrði alltaf á gólfinu ef hann væri ekki í hulstri, Galaxy er mun fallegra tæki og fyrir t.d. stórnotendur á snjallhlutann í símanum og þá sem nota tölvur minna þá er t.d. þetta bixby mögulega sniðugt, flýtileið í fréttir sem þú vilt, vekjaraklukku. Hentar mér ekki en það er því ég nota þetta ekki.



Munurinn á S8 og Pixel varðandi skannan er að hann er töluvert neðar á bakhliðinni, þá þarf maður ekki að færa fingurna ofar í skrýtna stöðu til að opna síman.

Ef að skannin á S8 hefði verið fyrir neðan myndavélina en ekki hliðin á myndi ég búast við að þetta myndi ekki trufla þig jafn mikið.
Mynd

En engu að síður þetta er þráður um S8 en ekki Pixel svo ég ætla ekki að stela þessu algjörlega. :happy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1990
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf GuðjónR » Mán 01. Maí 2017 17:37

En er ekki fail að vera með fingrafara scanna aftaná? Hvað með fólk sem vill hana símann í hulstri/veski?




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf vesley » Mán 01. Maí 2017 17:41

GuðjónR skrifaði:En er ekki fail að vera með fingrafara scanna aftaná? Hvað með fólk sem vill hana símann í hulstri/veski?



Bara eins og með myndavélina þá er lítið op á hulstrinu fyrir skannan, verð reyndar að viðurkenna að mér finnst síminn minn alveg afburða ljótur í hulstri einmitt útaf því hvernig hann lítur út með þessu hringlótta gati í miðjunni, en það er kannski bara ég, enda hef ég nánast aldrei mína síma í hulstri.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf urban » Mán 01. Maí 2017 19:45

Templar skrifaði:Galaxy er vinsælasti sími í heimi eftir iPhone svo að það er alveg á hreinu að ég er skrýtni gaurinn, flestir símar hafa takka á báðum hliðum osf. Ég er hins vegar svo vanur Sony að allt sé á annari hliðinni og að hafa fingrafaratakkan á hlið í "power" takkanum. Þetta er gull fallegt tæki, skjárinn mun betri en á t.d. iPhone7 og myndavélin er geggjuð.
Ég var með Sony X compact, það er ekki hægt að bera símana saman að neinu leyti nema með takkana og stærðina en þegar maður tekur allt að 20 símtöl á dag þá skiptir þetta einfaldlega meira málin en skjárinn osf. ég vinn auk þess við tölvu og nota því símann 95% bara sem símtæki. Nær allir mun vafalaust elska símann.


Ég er einmitt með Sony Xperia XZ semsagt flaggskipið frá Sony.
Ég elska einmitt hönnunina á honum, það eru takkar á annarri hliðinni og fingrafarinn í power takkanum og svo headphone tengið að ofan.

Síðan er náttúrulega style coverið frá sony snilld með honum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf rbe » Þri 02. Maí 2017 00:52

aðalgallinn er ? Android ?
samsung á eftir að supporta þennan síma í 1 og hálft ár. þá skiptir engu hvort þú sér með augnskanna eða fingrafaraskanna.
eða 500þús króna vírusvörn í honum , það verður hægt að taka hann yfir með einföldu MMS ? :guy



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf HalistaX » Þri 02. Maí 2017 02:17

Ég er hálf baffled, kjaftstopp, yfir því að fingrafaraskanninn sé á svona, að mínu mati, lélegum stað...

Finnst svoooo þægilegt að nota bara þumalinn á S6E+'inn minn.

Er reyndar með alveg 8 fingraför stillt inná hann, allt sama puttann, því hann getur stundum verið algjör tík hahahaha.. en samt...


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2390
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 128
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Galaxy S8- Ekki impressed

Pósturaf Black » Mán 08. Maí 2017 01:45

Jæa er búinn að vera með minn s8 núna í viku, fór úr sony z5 yfir í þennan. Það tók mig vikuna að venjast því að fingrafaraskanninn væri aftaná honum (var á hægrihlið á z5) er mjög oft að virkja bixby þegar ég held að ég sé að lækka volume.ramminn sem er í kringum símann er strax farið að láta á sjá. Komnar djúpar rispur í það.En annars er ég að elska þennan síma ótrúlega hraður. Æðislegur skjár og topp myndavél.að mínu mati flottasti og skemmtilegasti sími sem er á markaðnum í dag.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |