ónýtt batterí í Samsung Galaxy Tab 10.1

Skjámynd

Höfundur
OddBall
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

ónýtt batterí í Samsung Galaxy Tab 10.1

Pósturaf OddBall » Lau 08. Okt 2016 14:25

Ég er með gamla spjaldtölvu sem að er rökréttast að batteríið sé ónýtt, ég fékk nýja snúru til að vera viss þar sem það var búið að eyðileggja eina snúru áður en tölvan hleður ekki. Tekur því að skipta um batterí í svona gamalli spjaldtölvu, gerir einhver það hérna eða er kannski best að panta það og gera þetta sjálfur?



Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1464
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: ónýtt batterí í Samsung Galaxy Tab 10.1

Pósturaf vesi » Lau 08. Okt 2016 14:50

OddBall skrifaði:Ég er með gamla spjaldtölvu sem að er rökréttast að batteríið sé ónýtt, ég fékk nýja snúru til að vera viss þar sem það var búið að eyðileggja eina snúru áður en tölvan hleður ekki. Tekur því að skipta um batterí í svona gamalli spjaldtölvu, gerir einhver það hérna eða er kannski best að panta það og gera þetta sjálfur?



Ég lenti í hleðslu veseni með eina svona vél og þá dugði að skipta um hleðslukubb sem fer í innstunguna, ertu búinn að prufa það ? það tók nokkrar tilraunir til að fá rafhlöðuna í gang en svo hefur hún virkað. ATh það þíddi ekkert að hlaða hana úr usb í tölvu því þar var ekki nóg spenna, Minnir að þetta hafi þurft kubb sem skilaði 2,1 eða 2,4 amp/volt/wött...(man þetta aldrei)

Edit:
En að öðru þá er lítið mál að skrúfa svona í sundur og fullt af leiðbeiningum um það,, nokkuð auðvelt bara, Ef þú ætlar að skipta um rafhlöðu mundu að kaupa kapalin úr hleðsluportinu yfir í rafhlöðuna líka því þeir hafa átt það til að klikka.


MCTS Nov´12
Asus eeePc