Ég sleppti því að fá mér bíl fyrir milljón og tók einn sem var með ásett 850þ hjá Braut Bílasölu. Gæjinn sem átti hann var tilbúinn að fara niður í 730þ þannig að ég ákvað að skella mér bara á hann. 2004 módel, svo ég var að yngja upp um 3 ár.
Tók lán, VISA rað bara, og borgaði svo 100.000 inná lánið. "Staðgreiddi" 100þ þar að segja, þannig að lánið eins og það er núna er tæknilega séð fyrir 630.000. Ætlaði að borga það sem ég fékk fyrir gömlu Octaviuna mína uppí líka en það var í grjóthörðum peningum svo að það tók því varla. Bara vesen þegar bílasalinn þarf að fara í Arion til með seðla til þess að borga þetta fyrir okkur. Þá hefði hann líklega tekið meira en þennan 10.000 kall sem sölulaun af grænu Octaviuni minni.
Þetta lánakerfi er svo heimskulegt stundum. Ég get tekið endalaust af smálánum og get sankað að mér mörg hundruðir þúsunda ef ekki milljóna í skuld með því móti á meðan ég þarf að vera orðinn 25 ára til þess að fá 500.001-1.000.000 heimild á þessu kortalána dóti. Þessvegna þurfti mamma að redda mér og nú þarf ég alltaf að borga henni hver mánaðarmót, 25-28 kall fyrir láninu í byrjun, svo lækkar þetta eitthvað, endar minnir mig í 20.000 kallinum, það sem ég þarf að borga á mánuði þar að segja.
En bíllinn sem ég tók og ástæðan fyrir þessum METAN pælingum mínum hér að ofan er Skoda Superb Elegance 2.8L V6. S.s. 200 hestafla Skodi. Breyttur þannig að hann tekur METAN og bensín. Eðalkerra.
Af einhverjum undarlegum ástæðum var þessi, breyttur í METAN hybrid, sem kostar af sjálfu sér 676.800 kr. með ísetningu og alles, ódýrasti Superb Elegance Skodinn. Næsti fyrir ofann kostaði milljón eða svo og svo var einn sem kostaði 1,8m á meðan hann var tilbúinn til þess að gefa mér hann á 1,5. Sá bíll var, nota bene, ekkert flottari en minn. Innrétting og sæti hjá mér reyndar svört á meðan í hinum var allt hvítt. Svo sá mun meira á lakkinu á þessum dýrari á meðan það sést varla á mínum. Það er í hurðar karminum í farþega hurðinni vinstrameginn sem er smá ryð rönd, það er svoldið ljótt þarna undir, þar sem vatn safnast alltaf saman, þar sem maður grípur í til þess að opna skottið og svona. Það er það eina sem er að lakkinu á mínum. Á meðan mér skilst að hann, eigandi þess dýra, sem var btw búinn að vera á söluskrá hjá Diesel.is í tvö ár, var búinn að bletta heilann helling í einhverja ryðbletti á sínum.
Annars eru tveir mínusar við þennan bíl minn; Það er mjög takmarkað pláss í skottinu miðað við hvað á að vera mikið pláss. Það er útaf því að METAN tankarnir komast ekki undir helvítis bílinn og þurfa því að fara í skottið. 3x 55 lítra tankar sem fylla þarf af METANi á 300km fresti. ÞEir taka held ég í heildina samtals 28,XX nm3. Svo ég er að komast svona 300-350km á ca. 29 "lítrum". Það þýðir að bíllinn er að eyða 9,67-8,29. Það er nú ekki slæmt miðað við að þetta sé 200höhö bíll.
Hinn mínusinn er sá að, einmitt það sem ég var að tala um áðan, mér finnst hann eyða allt of mikið. En því var við búist, 200höhö þurfa að drekka smá til þess að geta boðið uppá svona smooth akstur og bara halda sér gangandi yfir höfuð. Hann er, ég veit það bara ekki alveg, að eyða svona 13 l/100 í blönduðum og kannski, kannski, 10 ef maður heldur sig við 80-90 kmh, í langkeyrslu og svo einhverja 15-16 innanbæjar.
Annars eru plúsarnir þeir að ég get setið fyrir aftan sjálfan mig(ég stilli bílstjóra sætið eftir mínum þörfum og sest svo fyrir aftan bílstjórann með alveg nóg pláss til lappana). Það var ekki hægt í gamla græna Skoda eða gamla rauða Golf, sem eru hinir tveir bílarnir sem ég hef átt.
Svo er hann náttúrulega 200höhö. Sem þýðir að ég fer upp kambana á 100kmh. Hann býður uppá frábærann akstur. Alveg ferlega smooth rúnt og, ég veit ekki hvort þetta sé plús eða mínus, set þetta bara í neutral, hann er svo auðvitað sjálfskiptur. Finnst hann stundum skipta annað hvort of lágt eða of hátt. Hann allavegana skiptir ekki eins og ég myndi skipta, sem fer svoldið í taugarnar á mér. En það er jú svo sem hægt að skipta á milli sjálfskiptingar og beinskiptingar. Hvort ég eigi einhvern tíman eftir að nota það, ég veit það ekki, en ég á alveg eftir að prufa það samt, sjá hvort það sé eitthvað fútt í því.
Svo er aksturstölvan náttúrulega plús, og svo líka er það hvað hann er nú pláss mikill yfir höfuð. Í gamla græna, þá hefði ég getað komip 3 ef ekki fjórum líkum af fullorðnum 180cm hæð karlmönnum í skottið á bílnum, sem hentaði mjög fyrir það sem ég var að gera...

En í þessum þá er náttúrulega METANið í skottinu, sem er, jú, mínus, en plássið á milli sæta farþega og ökumanns og sú staðreynd að félagi minn sem er 215cm á hæð gæti vel setið bæði afturí og frammí án þess að kremja gæjann sem situr fyrir framan/aftan hann. Svo er ég sjálfur 197 á hæð, síðast þegar ég tjékkaði, og hef ég allt pláss sem ég þarf.
En já, sá sem átti þennan bláa keypti bara af mér þennan græna því honum vantaði eitthvað til þess að komast á milli á. Þessi maður var hinn ágæti pólverji. Það var alveg hægt að bulla í honum og bullaði hann bara á móti. En það var jú auðvitað smá language barrier, eins og það kallast, á milli okkar en þetta reddaðist allt fyrir rest. Magnað hvernig maður er alveg fluent í skrifaðri ensku en svo þegar það kemur að því að tala hana þá er maður alveg þroskaheftur með meiru. Ég allavegana fer alltaf í keng þegar ég þarf að tala ensku og tungan virðist alltaf flækjast fyrir mér.
En já, nú hef ég tvisvar sinnum keypt bíl af pólverjum. Keypti Golfinn á sínum tíma af einhverjum pólverja í Breiðholtinu. Sá átti líklega fallegustu pólsku konu sem ég hef séð, með stærstu non-fat-chick brjóst sem ég hef séð. Vorum staddir þarna, ég, pabbi og maður systur hans pabba, í miðju barna afmæli að kaupa bíl af manninum. Það skrítna var að honum fannst ekkert sjálfsagðara en að vera að braskast svona á meðan konan hans var að gera reddý fyrir partý og svo með 10-15 börn í krinugm sig. "Heimilislegi pólverjinn í Breiðholtinu" mun þessi kafli ævisögu minnar heita, sem ég er kominn á langleiðina með að skrifa ef marka má stærðina á þessum pósti.
Lenti reyndar í því helvíti leiðinlega í dag, eftir að hafa keypt bílinn á mánudaginn, að ég renndi mér í stæði beint fyrir framan Sundhöll Reykjavíkur til þess að hitta vin sem var þar nálægt. Hvað haldiði að hafi gerst? Haldiði ekki að það hafi bara eitthvað drasl liðast í sundur undir nílnum og hann míg-lekið kælivökva. Við félagi minn reynum allt til þess að koma einhverju viti fyrir þetta dót en á endanum verður hann rafmagnslaus og félagi minn þarf að fara heim. Ég sit þá bara inní bíl og hringi fyrst í
Vöku og bið þá um að sækja bílinn minn og draga hann amk í burtu, frá sundhöllinni. Og svo hringi ég gjörsamlega öll bifvélaverkstæði sem Google gar fundið handa mér, spyrjandi hvort væri séns á því að það yrði gert við þetta í dag.
Ég þegar ég komst að því að það er 3ja vikna bið inná flest ef ekki öll bifvélaverkstæði á landinu:

Svo bíð ég bara og hringi svona til skiptis þangað til, klukkutíma seinna, kemur dráttarbíll sem dregur kaggann minn frá sundhöllinni inn á gólf hjá Vöku. Þar tekur við enn meiri bið en eitthvað gerist á endanum, eins og vanalega, og nokkrir gæjar fara að stumra yfir bílnum. Svo tjá þeir mér að það sé ekkert skítamix í boði handa mér þar sem vélin er svo stór sem gerir það að verkum að það er mjög þröngt og asnalegt að komast að öllu draslinu sem er á milli vélar og, hvað heitir það, boddýs? Þannig að ég þarf bara að panta tíma eins og venjulegur maður og sjá hvað þeir segja þá. Þetta er líklegast bara einhver hosa sem hefur dottið í sundur, það þarf líklegast ekkert að taka vélina úr eða neitt svoleiðis, þetta er ekki það þröngt, þetta er meira bara svona á milli þess að vera "allt of þröngt" og "sleppur". Þannig að þetta er í þrengri kanntinum. Sem er náttúrulega ekki skrítið. Í gömu bílunum mínum tve, Octaviu og Golf, þá voru svona "space" allstaðar við hvern enda á vélinni það sem maður horfði bara ofaní jörð. Svoleiðis er það ekki á þessum. Vélin er svo stór að hún bara smell passar í húddið. Ef hún væri aðeins stærri þá þyrfti bíllinn líklegast að vera aðeins breiðari eða lengri.
En já, þeir sögðu bara "Sorrý beibí", létu mig fá vatn á flösku og sentu mig í burtu. Þrátt fyrir það er ég samt helvíti sáttur með þessa þjónustu. Borgaði einhvern 11-12 þúsund krónur fyrir að flytja bílinn frá Sundhöll Reykjavíkur í Skútuvoginn sem er ekki langt frá Laugardalnum. Maðurinn sem ég talaði við, sami gæji og skoðaði eða var í stjórn á því að skoða bílinn, sagði að ég "þyrfti ekki að borga neitt fyrir bilanagreininguna, ég borgaði nú fyrir dráttinn". Ég var bara drullu sáttur með það. Þeir sögðu mér einnig frá verkstæði sem heitir Bilson, þeir eiga víst að sérhæfa sig í Skoda, VW og Audi(Sem er allt sami skíturinn í dag). Ég slæ Bilson inní GPSðið á símanum en síminn vill alltaf henda mér út við Fjölbrautarskólann við Ármúla. That was some weird shit indeed.
Jájá, hann fær bara tíma hjá Heklu í tjékk í September. ÞArf bara að panta tíma á morgun, þegar ég fer á Selfoss.
Annars þá fór ég bara á Domino's, sofnaði fyrir aftan Olís í Norðlingaholti og fór svo heim. Þurfti bara að fylla einu sinni á hann með vatni og það var þegar ég var kominn niður kambana.
Þetta er frægur bíll. Landsþekktur einstaklingur átti þennan bíl eitt sinn. Gettu hver það var! Veistu það ekki?
Jú, það var enginn annar en Jón Gnarr.
Þegar hann tók borgarstjórastól, þá sagði hann: "Ég vil eitthvað notað, í eldri kanntinum, grænt og..." Ég man ekki restina af því sem mér var sagt að hann hafi sagt. En þennan fundu þeir allavegana fyrir hann. Þennan fína Skoda Superb. Þessa glæsikerru. Glæsikerra er eina orðið sem hægt er að nota yfir þennan bíl.
Hér eru myndir.Set tvær hér að neðan líka:

- CarIm123age.jpg (99.76 KiB) Skoðað 1037 sinnum

- CarImage.jpg (95.16 KiB) Skoðað 1037 sinnum
Smá skemmd þarna á framm-stuðaranum. En hann var búinn að kaupa nýjann stuðara og sprauta hann líka, gæjinn sem átti hann á milli míns og Jóns Gnarrs. Þetta var það eina stóra að útliti hans. Annars lítur hann bara frábærlega vel út. Lakkið er mjög fallegt miðað við að vera á 12 ára bíl.
Annars, þrátt fyrir allt vesenið í dag(gær) þá er ég bara mjög sáttur. Hann eyðir alveg eins og ég fór í gegnum sígaretturnar í vinnuni, en það er bara eitthvað sem maður verður að læra á. Ef maður heldur sig við 80-90 í langkeyrslu þá ætti eyðslan að halda sér í 10 l/100.
Ástæðan fyrir því að ég hélt mig við Skoda í staðinn fyrir að fara í BMW eða Jeep Grand Cherokee eða eitthvað álíka er sú að ég er praktíkar-faggi og er ekki mikið fyrir það að auglýsa hvað ég er með lítið typpi... ...Þó það sé auðvitað lítið.
Lets face it, Jeep Grand Cherokee eins og mig langar í og ég helt að væri drauma bíllinn minn, hann er að eyða svona 16-20L og er bara einhvern vegin svo ópraktískt eitthvað. Hann væri fullkominn ef ég væri á leið uppá fjall, en fyrst svo er ekki þá sé ég ekki pointið í honum. Svo kosta þeir líka alveg milljónir ef maður vill ekki boddy sem er að ryðga í sundur.
Þið gætuð hafa rekið augun í að ég tala þarna um hvað 260höhö jeppi er ópraktískt en kýs að hunsa það að bíllinn minn er 200höhö sem er náttúrulega bara ópraktíkin upp máluð. Well, það var meira svona bara aðeins auka. Aðeins handa mér. Svo ég geti uppfyllt drauma mína um að festast aldrei í skafli aftur eða fara upp kambana á 100kmh. That kind of stuff. Svo að á meðan það er mjög ópraktískt, þar sem við búum ekki í Þýskalandi, þá er þetta bara svona eitthvað til að hafa gaman að. Á 100kmh er hann í 1800 snúningum. Yeah, that's right. Gamli græni, á 100kmh var í 3200 snúningum. Þetta er bara eins og með Benchmark í tölvunum, tölurnar sem þessi auka kraftur er að skila eru alveg himneskar. En já, mig hefur bara alltaf langað í kraftmeiri bíl en 106höhö... ...og ákvað að láta verða að því.

Vonum bara að kæruleysi mitt sem og geðveiki valdi ekki því að ég klessi hann. Wish me luck. Jói is over and out!
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...