Innflutningur á Monoprice vörum

Allt utan efnis

Höfundur
PandaWorker
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 10. Okt 2012 15:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf PandaWorker » Þri 22. Mar 2016 10:26

Sælir/-ar Vaktarar,

Ég er að reyna að koma upp minniháttar netkerfi fyrir heimahús og vil halda kostnaði í lágmarki. Ég er búinn að finna nokkrar vörur hjá Monoprice á sanngjörnu verði. Vandinn er að þeir senda ekki til Íslands (en samt til DK/SE/FI/NO). Hafið þið hugmyndir um hvernig er hægt að nálgast þeirra vörur, annað hvort frá USA eða Evrópu með litlum tilkostnaði?

FYI, vörurnar sem ég vil kaupa eru þessar:
http://www.monoprice.com/product?c_id=1 ... 1&format=2
http://www.monoprice.com/product?c_id=1 ... 1&format=2
http://www.monoprice.com/product?c_id=1 ... 1&format=2




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf Tbot » Þri 22. Mar 2016 10:38

Ég held að það verði erfitt með litlum tilkostnaði.

Heildarþyngd sýnist mér vera um 50 kg á þessu og það kostar.

Ertu búinn að athuga hvað svona kostar t.d. hjá Ískraft, Rönning eða Rafport, svo nokkrar heildsölur séu nefndar.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf hagur » Þri 22. Mar 2016 10:51

Ég hef pantað slatta frá Monoprice í gegnum tíðina og þú þarft að nota þjónustu eins og ShopUsa til að fá þetta hingað heim og það kostar töluvert, óvíst hvort það svari kostnaði.




Höfundur
PandaWorker
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 10. Okt 2012 15:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf PandaWorker » Þri 22. Mar 2016 11:13

Tbot skrifaði:Ég held að það verði erfitt með litlum tilkostnaði.

Heildarþyngd sýnist mér vera um 50 kg á þessu og það kostar.

Ertu búinn að athuga hvað svona kostar t.d. hjá Ískraft, Rönning eða Rafport, svo nokkrar heildsölur séu nefndar.

Getur verið að þú sért að rugla saman burðargetu og þyngd? Það kæmi mér á óvart ef þessar vörur myndu vega 50 kg.

Þær vörur sem ég hef fundið hjá innlendum heildsölum eru nokkuð veglegri en það sem ég þarf, þ.e. lokaðir skápar í stað einfalds ramma. Í fljótu bragði sýnist mér kostnaður við sambærilegar vörur sem ég get fengið hér heima vera um 50 þúsund eða 5 sinnum það sem ég þyrfti að greiða hjá Monoprice.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf Tbot » Þri 22. Mar 2016 11:54

PandaWorker skrifaði:
Tbot skrifaði:Ég held að það verði erfitt með litlum tilkostnaði.

Heildarþyngd sýnist mér vera um 50 kg á þessu og það kostar.

Ertu búinn að athuga hvað svona kostar t.d. hjá Ískraft, Rönning eða Rafport, svo nokkrar heildsölur séu nefndar.

Getur verið að þú sért að rugla saman burðargetu og þyngd? Það kæmi mér á óvart ef þessar vörur myndu vega 50 kg.

Þær vörur sem ég hef fundið hjá innlendum heildsölum eru nokkuð veglegri en það sem ég þarf, þ.e. lokaðir skápar í stað einfalds ramma. Í fljótu bragði sýnist mér kostnaður við sambærilegar vörur sem ég get fengið hér heima vera um 50 þúsund eða 5 sinnum það sem ég þyrfti að greiða hjá Monoprice.


Þetta er trúlega burðargetan sem ég hef verið að horfa á, þannig að búnaðurinn er trúlega 5+ kg á þyngd ekki 50.

Er að reyna að muna hverjir hafa verið selja svona opna ramma.

Patch panel er það gefið upp fyrir cat5 eða cat6 ?




Hausverkur
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 29. Nóv 2013 14:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf Hausverkur » Þri 22. Mar 2016 12:18

Fyrir sendingar yfir 30KG hef ég notað www.ebox.is , - það er hægt að reikna út sendingarverð á síðunni.


Forðast shopusa eins og eldin. Of há þjónustugjöld.

Myusa.com hef ég hinsvegar frekar notað.


RAZER BLADE 15 advanced
DELL 27" 1440P H-IPS


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 983
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningur á Monoprice vörum

Pósturaf arons4 » Þri 22. Mar 2016 12:27

Tbot skrifaði:Patch panel er það gefið upp fyrir cat5 eða cat6 ?

Þessi patch panel er fyrir keystone jack. Getur sett bæði mola fyrir cat6 og cat5 í hann og mér sýnist þeir ekki fylgja með. Til svipað system sem heitir rutenbeck, hef meira orðið var við það hér á landi(Svoleiðis lagnaefni selt í rönning).