Pósturaf kjarrig » Mán 28. Sep 2015 13:34
Skoðaðu Innlifun á Suðurlandsbrautinni, sama hús og Tölvulistinn, á neðri hæðinni. Keypti innréttingu fyrir tveimur árum, frábær þjónusta, Guðrún mætti á staðinn, mældi allt út, teiknaði upp eldhúsið, við komum með breytingar, og það urðu til nokkrar útgáfur af innréttingunni þangað til við vorum ánægð með teikninguna. Hægt er að velja um Alno innréttingu sem er þýsk og er frekar dýr, en við keyptum innréttingu sem er framleitt í Litháen ef ég man rétt. Fórum í IKEA, vorum ekki ánægð með þjónustuna, tók langan tíma að fá fyrstu hugmynd að innréttingu, og svo treystu þeir sér ekki í þessa innréttingu, þar sem allt er staðlað hjá þeim, en hjá Innlifun var meiri sveigjanleiki í stærðum á hurðum og skápum. Skápar komu svo samsettir, þ.a. þurfti "bara" að setja hana upp. Mæli 100% með Guðrúnu hjá Innlifun. Svo fylgdi hún uppsetningunni eftir, kom í heimsókn þegar innréttingin var uppkomin. Komum með eina athugasemd um að ein hurðin var nokkrum millimetrum of stutt, sú hurð var í annari stærð en allar hinar, sú hurð pöntuð án nokkurs kostnaðar og fengum kryddrekka með að auki. Gæti verið að þetta sé dýrara en IKEA, en mér finnst að þjónustan sem við fengum vera þess virði.