Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Farcry » Þri 04. Nóv 2014 16:41

Kikti í Elko lindum áðan og rak augun í LG OLED sjónvarp 600.000þkr.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... EC930V.ecp
Sjónvarpið var stillt á Dynamic, ekki góð stilling,enn virkar í búðum.
Ég sá stóran mun á þessu sjónvarpi og sjónvörpunum í kring ,mikið dýpri litir , það var eins og hin sjónvörpin væru með gráa filmu yfir skjánum.
Sjón er sögu rikari.



Skjámynd

Stuffz
Kerfisstjóri
Póstar: 1236
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 80
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Stuffz » Þri 04. Nóv 2014 17:04

já og 55 tommur

OLED (organic Light-emitting diode) borðar eru enn dýrir, næfurþunnt, tekur litla orku, og er sveigjanlegt, ég hef ekki séð mikið af stórum OLED skjáum áður, Sony var einna fremt í þróun á þessarri tækni hérna áður.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
Rafskjótar: KS-16S, KS-S22. CAMS: Insta360 X3, FLOW, GO, ACE Pro. Skydio 2 TikTok
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Farcry » Þri 04. Nóv 2014 17:25

Hérna eru Review
http://www.flatpanelshd.com/review.php? ... 1411378140 Sama sjónvarp nema fyrir USA markað
http://www.hdtvtest.co.uk/news/lg-55ec9 ... 203929.htm Sama sjónvarp nema fyrir USA markað
http://hdguru.com/lg-55ec9300-oled-hdtv-review/ Sama sjónvarp nema fyrir USA markað



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf GuðjónR » Þri 04. Nóv 2014 17:54

Eruði að fíla þetta bogadregna útlit?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Gúrú » Þri 04. Nóv 2014 17:57

Farcry skrifaði:Ég sá stóran mun á þessu sjónvarpi og sjónvörpunum í kring ,mikið dýpri litir , það var eins og hin sjónvörpin væru með gráa filmu yfir skjánum.


Verslanir með sjónvörp hafa í gegnum tíðina hagað því svo að öll sjónvörpin nema þau ákveðnu sem þau vilja selja þér eru með lélegar litastillingar kveiktar.

Oft er það viljandi og stundum einfaldlega vegna vanhæfni. Það er eflaust fátt minna lýsandi en sjónvarpsuppstillingar verslana.


Modus ponens

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf JohnnyRingo » Þri 04. Nóv 2014 18:06

líka mjög oft sem að sjónvörp eru stillt á eitthvað eins og "vivid" vídeo stillingar.



Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Farcry » Þri 04. Nóv 2014 20:22

Gúrú skrifaði:
Farcry skrifaði:Ég sá stóran mun á þessu sjónvarpi og sjónvörpunum í kring ,mikið dýpri litir , það var eins og hin sjónvörpin væru með gráa filmu yfir skjánum.


Verslanir með sjónvörp hafa í gegnum tíðina hagað því svo að öll sjónvörpin nema þau ákveðnu sem þau vilja selja þér eru með lélegar litastillingar kveiktar.

Oft er það viljandi og stundum einfaldlega vegna vanhæfni. Það er eflaust fátt minna lýsandi en sjónvarpsuppstillingar verslana.

Það voru samsung sjónvörp við hliðina, engin slor sjónvörp Hu6900 ultra hd og h7000 samsung sem hefur fengið mjög góða dóma
öll vorum á dynamic stillingu semsagt yktir litir , Lg oled bar af þessum sjónvörpum, Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu menn verða að sjá þetta.
Ég fékk aðeins að leika mér að svona sjónvarpi(reyndar 1 kynslóð,þetta er 2 kynslóð) niðri í sjónvarpsmiðstöð
Tók með mér Batman The dark knight rises á bluray, maður sá þar fullt af deitails í myrkrinum sem ég sé ekki á mínu samsung tæki og er ég nú mjög ánægður með mitt tæki. Það er engin spurning að maður fær sér OLED tæki næst.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf svanur08 » Þri 04. Nóv 2014 21:38

Mitt næsta sjónvarp eftir nokkur ár verður OLED.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Farcry » Þri 04. Nóv 2014 21:51

Hérna er video Samsung HU9000 vs Lg Oled Ec9300
http://www.youtube.com/watch?v=G2viiPwA_FQ



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Gúrú » Mið 05. Nóv 2014 02:12

Farcry skrifaði:Lg oled bar af þessum sjónvörpum, Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu menn verða að sjá þetta.


Já ég er búinn að sætta mig við að LG eru snilldarframleiðendur og OLED tæknin yfirburða á alla vegu yfir LCD.

Vildi bara benda þér á þetta ef ske kynni að munurinn væri ekki í raun jafn mikill og leit út fyrir. :)


Modus ponens

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf audiophile » Mið 05. Nóv 2014 08:02

Gúrú skrifaði:
Farcry skrifaði:Ég sá stóran mun á þessu sjónvarpi og sjónvörpunum í kring ,mikið dýpri litir , það var eins og hin sjónvörpin væru með gráa filmu yfir skjánum.


Verslanir með sjónvörp hafa í gegnum tíðina hagað því svo að öll sjónvörpin nema þau ákveðnu sem þau vilja selja þér eru með lélegar litastillingar kveiktar.

Oft er það viljandi og stundum einfaldlega vegna vanhæfni. Það er eflaust fátt minna lýsandi en sjónvarpsuppstillingar verslana.


Það er ekki gert í Elko. Öll tækin sem sett eru upp koma stillt á Dynamic eða Vivid úr kassanum. Það er ekki stillt tæki til að láta einhver líta betur út en önnur. Það er reynt að hafa allt jafnt, sem gerir það að verkum að öll tæki eru á búðarstillingum (Shop Mode) eða Dynamic/Vivid. Svo er oft þannig að viðskiptavinur fiktar í stillingum og einnig starfsmenn breyta stillingum meðan verið er að sýna viðskiptavin sjónvarpið.

En varðandi LG OLED tækið, það er bara svo áberandi flott. Þetta er bara nýr gæðaklassi. Það var ekkert átt við stillingarnar á því. Beint upp á vegg og kveikt á því. Þessi contrast, litir og black level er bara eitthvað sem maður verður að sjá og upplifa. Boginn á tækinu er ekki eins djúpur og á Samsung tækjunum og vegna þessa svakalega contrast tekur maður varla eftir að það sé sveigt, heldur sekkur maður bara inn í myndina. Eins og var bent á, þá eru ekki beint léleg tæki við hliðina á því. Einnig er ég að fíla WebOS stýrikerfið á því.

Kv. starsfmaður Elko


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf svanur08 » Mið 05. Nóv 2014 12:32

Eina sem er í ólagi við OLED er input lag og motion blur eins og er á LCD.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf hjalti8 » Mið 05. Nóv 2014 12:48

audiophile skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Farcry skrifaði:Ég sá stóran mun á þessu sjónvarpi og sjónvörpunum í kring ,mikið dýpri litir , það var eins og hin sjónvörpin væru með gráa filmu yfir skjánum.


Verslanir með sjónvörp hafa í gegnum tíðina hagað því svo að öll sjónvörpin nema þau ákveðnu sem þau vilja selja þér eru með lélegar litastillingar kveiktar.

Oft er það viljandi og stundum einfaldlega vegna vanhæfni. Það er eflaust fátt minna lýsandi en sjónvarpsuppstillingar verslana.


Það er ekki gert í Elko. Öll tækin sem sett eru upp koma stillt á Dynamic eða Vivid úr kassanum. Það er ekki stillt tæki til að láta einhver líta betur út en önnur. Það er reynt að hafa allt jafnt, sem gerir það að verkum að öll tæki eru á búðarstillingum (Shop Mode) eða Dynamic/Vivid. Svo er oft þannig að viðskiptavinur fiktar í stillingum og einnig starfsmenn breyta stillingum meðan verið er að sýna viðskiptavin sjónvarpið.



Dynamic/vivid modes hafa yfirleitt contrast og brightness stillt í botn + kalda liti(blue tint). Oft notuð til að vega upp á móti bjartri lýsingu í lélegum sýningarsölum og plata þannig þá sem vita ekki betur með mjög svo skærum myndum.

Undir eðlilegum kringustæðum á maður aldrei nokkurn tímann að nota dynamic/vivid mode. Frekar að leita eftir cinema/movie/thx mode, en þau eru yfirleitt með réttustu litina og hæfilegan contrast. Best er þó auðvitað að calibrate-a sjálfur.

Gúrú er alveg spot on hérna:

Gúrú skrifaði:Það er eflaust fátt minna lýsandi en sjónvarpsuppstillingar verslana.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf bigggan » Mið 05. Nóv 2014 13:38

Sæll verðið á þessu... I Noregi (sem er dyrt land) er þetta sjónvarp næstumþvi helmingi ódýrara, Og þó er búið að setja á þessu 25% vsk. Og það i sama búð og herna heima.

Herna er review á EU markaðinn: http://www.tek.no/artikler/test-lg-55ec930v/164573 á norsku reyndar.



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf odinnn » Mið 05. Nóv 2014 21:08

bigggan skrifaði:Sæll verðið á þessu... I Noregi (sem er dyrt land) er þetta sjónvarp næstumþvi helmingi ódýrara, Og þó er búið að setja á þessu 25% vsk. Og það i sama búð og herna heima.

Herna er review á EU markaðinn: http://www.tek.no/artikler/test-lg-55ec930v/164573 á norsku reyndar.

Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf GuðjónR » Mið 05. Nóv 2014 21:30

odinnn skrifaði:
bigggan skrifaði:Sæll verðið á þessu... I Noregi (sem er dyrt land) er þetta sjónvarp næstumþvi helmingi ódýrara, Og þó er búið að setja á þessu 25% vsk. Og það i sama búð og herna heima.

Herna er review á EU markaðinn: http://www.tek.no/artikler/test-lg-55ec930v/164573 á norsku reyndar.

Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Þetta er svo afstætt að tala um dýrt og ódýrt þegar verð á milli landa er borið saman, frekar að spyrja; hvað er verkamaður/iðnaðarmaður í margar klukkustundir að vinna fyrir svona tæki a) í Noregi b) á Íslandi.
Hugsa að það séu færri vinnustundir á bak við svona kaup í Noregi en hérna heima.

Einn vinur minn bjó í Svíþjóð, svo kom hann í heimsókn og skildi ekkert í því hvað fólk væri að væla yfir bensínverðinu, það væri svipað og í svíþjóð eða jafnvel fáeinum krónum ódýrara hér.
Svo flutti hann heim ári síðar og þá fattaði hann muninn, í Svíþjóð var hann með 500k ísk. útborgaðar á mánuði en eftir að hann kom heim þá fékk hann 270k isk. útborgað fyrir sama vinnuframlag. Tæknilega séð var hann að borga uppundir 100% meira fyrir bensínið miðað við vinnuframlagið jafnvel þó líterinn hér væri örlítið ódýrari.



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf odinnn » Mið 05. Nóv 2014 21:40

GuðjónR skrifaði:
odinnn skrifaði:
bigggan skrifaði:Sæll verðið á þessu... I Noregi (sem er dyrt land) er þetta sjónvarp næstumþvi helmingi ódýrara, Og þó er búið að setja á þessu 25% vsk. Og það i sama búð og herna heima.

Herna er review á EU markaðinn: http://www.tek.no/artikler/test-lg-55ec930v/164573 á norsku reyndar.

Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Þetta er svo afstætt að tala um dýrt og ódýrt þegar verð á milli landa er borið saman, frekar að spyrja; hvað er verkamaður/iðnaðarmaður í margar klukkustundir að vinna fyrir svona tæki a) í Noregi b) á Íslandi.
Hugsa að það séu færri vinnustundir á bak við svona kaup í Noregi en hérna heima.

Einn vinur minn bjó í Svíþjóð, svo kom hann í heimsókn og skildi ekkert í því hvað fólk væri að væla yfir bensínverðinu, það væri svipað og í svíþjóð eða jafnvel fáeinum krónum ódýrara hér.
Svo flutti hann heim ári síðar og þá fattaði hann muninn, í Svíþjóð var hann með 500k ísk. útborgaðar á mánuði en eftir að hann kom heim þá fékk hann 270k isk. útborgað fyrir sama vinnuframlag. Tæknilega séð var hann að borga uppundir 100% meira fyrir bensínið miðað við vinnuframlagið jafnvel þó líterinn hér væri örlítið ódýrari.

Hugsaði þetta bara sem hreinann samanaburð á verði útúr búð óháð neysluvísitölu, kaupmætti eða öðrum stikkorðum sem ég takmarkaðan áhuga á að velta mér mikið uppúr hérna (þekki vel muninn á kaupmætti launa á milli Íslands og Noregs). Vildi bara fyrirbyggjað það að menn héldu að sjónvarpið væri til sölu á 300þ isk í Noregi.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 06. Nóv 2014 00:28

Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Reyndar eru 20k norskar ekki nema rétt um 360 þúsund íslenskar akkúrat núna :)



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf odinnn » Fim 06. Nóv 2014 00:34

I-JohnMatrix-I skrifaði:
Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Reyndar eru 20k norskar ekki nema rétt um 360 þúsund íslenskar akkúrat núna :)

Oooo jæja, búið að vera í 20isk/1nok svo lengi að það hvarlaði ekki að mér að það væri eitthvað öðruvísi þessa stundina...


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 06. Nóv 2014 00:53

odinnn skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Norska verðið er reyndar 2/3 af íslenska verðinu... 400þ isk (20þ nok) í Noregi á móti 600þ isk á Íslandi. Þó að Noregur sé flokkað sem dýrt land þá finnst mér rafmagnstæki almennt mjög ódýr í Noregi.


Reyndar eru 20k norskar ekki nema rétt um 360 þúsund íslenskar akkúrat núna :)

Oooo jæja, búið að vera í 20isk/1nok svo lengi að það hvarlaði ekki að mér að það væri eitthvað öðruvísi þessa stundina...


Einmitt, kom mér líka á óvart þegar ég sló þessu inn í reiknivélina á landsbankinn.is að norska krónan væri ekki nema 18kr. :happy




Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Skari » Fim 06. Nóv 2014 05:35

Fyrst þið eruð að tala um Noreg þá reiknaði ég mjög gróflega hvað ég þyrfti að vinna margar vinnustundir til að kaupa ákveðið sjónvarp hér og svo heima á Íslandi á þeim launum sem ég var þar.

Hérna í Noregi þyrfti ég að vinna um ~100 vinnustundir, heima á Íslandi ~550 vinnustundir .. sanngjart ekki satt ?



*Edit*

Hef samt bara athugað með þetta eina sjónvarp svo þetta getur vel verið eitthvað bara eitt tilfelli þar sem sjónvarpið sé verðlagt of mikið en ef ég tæki þetta OLED sjónvarp sem dæmi þá þarf ég bara að vinna hér úti
1/3 af því sem ég þyrfti að vinna heima á Íslandi.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf hagur » Fim 06. Nóv 2014 09:07

Skari skrifaði:Fyrst þið eruð að tala um Noreg þá reiknaði ég mjög gróflega hvað ég þyrfti að vinna margar vinnustundir til að kaupa ákveðið sjónvarp hér og svo heima á Íslandi á þeim launum sem ég var þar.

Hérna í Noregi þyrfti ég að vinna um ~100 vinnustundir, heima á Íslandi ~550 vinnustundir .. sanngjart ekki satt ?



*Edit*

Hef samt bara athugað með þetta eina sjónvarp svo þetta getur vel verið eitthvað bara eitt tilfelli þar sem sjónvarpið sé verðlagt of mikið en ef ég tæki þetta OLED sjónvarp sem dæmi þá þarf ég bara að vinna hér úti
1/3 af því sem ég þyrfti að vinna heima á Íslandi.


Er þetta sjónvarp uppá 1 millu, eða varstu að vinna hér á Íslandi á vel undir lágmarkslaunum?



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Plushy » Fim 06. Nóv 2014 09:10

hagur skrifaði:
Skari skrifaði:Fyrst þið eruð að tala um Noreg þá reiknaði ég mjög gróflega hvað ég þyrfti að vinna margar vinnustundir til að kaupa ákveðið sjónvarp hér og svo heima á Íslandi á þeim launum sem ég var þar.

Hérna í Noregi þyrfti ég að vinna um ~100 vinnustundir, heima á Íslandi ~550 vinnustundir .. sanngjart ekki satt ?



*Edit*

Hef samt bara athugað með þetta eina sjónvarp svo þetta getur vel verið eitthvað bara eitt tilfelli þar sem sjónvarpið sé verðlagt of mikið en ef ég tæki þetta OLED sjónvarp sem dæmi þá þarf ég bara að vinna hér úti
1/3 af því sem ég þyrfti að vinna heima á Íslandi.


Er þetta sjónvarp uppá 1 millu, eða varstu að vinna hér á Íslandi á vel undir lágmarkslaunum?


Ef fólk er að vinna 40 tíma á viku, 4 vikur í senn og fær 200.000 kr útborgað eftir skatt og allan frádrátt þá er það rúmlega 3 mánuði eða 640 vinnustundir að safna sér upp í 600.000 kr sjónvarp, að því gefnu að það eyði algjörlega ekki krónu af peningunum.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf hagur » Fim 06. Nóv 2014 10:10

Rétt. Ég asnaðist til að miða við brúttólaun, þ.e fyrir skatt.




Skari
spjallið.is
Póstar: 481
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Elko farið að selja LG OLED sjónvörp

Pósturaf Skari » Fim 06. Nóv 2014 10:44

@ Hagur, þetta var mjöööög gróflega reiknað og þetta var sjónvarp upp á 1 mill, eitthvað samsung 4k sjónvarp (kíkti á það seinustu jól)

En þetta er eins og ég sagði gróflega reiknað og allt þetta fyrir skatt og vinnustundirnar eru þá í raun meiri á báðum stöðum en ætlaði bara að benda á hlutföllin á milli þessara tveggja staða.