http://edition.cnn.com/2014/05/28/tech/ ... iving-car/
Ég er búinn að kaupa það... þ.e. þessa hugmynd. Sjálfkeyrandi bílar eru algjörlega framtíðin. Ég þoli ekki bílaborgina, einkabílinn og hve dýrir þeir eru og frekir á pláss.
Maður sér fyrir sér eftir 20 ár verði bílarnir allir sjálfkeyrandi. Það verða flotar sjálfkeyrandi (autonomous) bíla á sveimi um borgina, sækjandi farþega eða skutla farþegum á milli staða. Doldið svona einsog leigubílar eru, en mun fleiri og mun betri nýtni.
Einkabíllinn verður horfinn að mestu. Það verður miklu betri nýtni á gatnakerfinu. Ekki þarf lengur neitt pláss fyrir bílastæði, bílastæðin verða minnisvarði um sóun fyrri tíma og byrjað verður að fría upp mestmegnið af því landsvæði sem fer núna til spillis undir samgöngukerfið. Í staðinn fyrir 120 þúsund bifreiðar þá duga 10-20 þúsund sjálfkeyrandi bifreiðar. Við getum farið að fækka götum, ekki þarf lengur að leggja mislæg gatnamót, og allskyns ljót umferðamannvirki verða rifin. Við munum aldrei sjá aftur bílastæði yfirfull af stöðnuðum bílum, bíðandi eftir að eigandi þeirra þarf á þeim að halda. Bílastæðahús verða óþörf.
Svo munu umferðarslys nær hverfa, banaslys og örkumlun vegna árekstra heyra sögunni til.
Bílaframleiðendur munu deyja drottni sínum í þessum nýjum veruleika, þar sem mun minni eftirspurn verður eftir einkabifreiðum. Þeir sem reyna að þrauka það þurfa að aðlagast og framleiða slíka bíla. Google virðist í lykilaðstöðu vegna þróunar í sjálfkeyrandi tækni og gervigreind. Hver hafði séð það fyrir, að stærsti bifreiðaframleiðandi heims myndi verða Google?
Augljóslega munu leigubílstjórar þurfa að finna sér eitthvað annað að gera. Atvinnubílstjórar almennt séð munu þurfa að finna sér annað að gera.
En þetta gæti líka gjörbylt vöruflutningum, hvort sem það eru pakkasendingar, stærri vöruflutningabifreiðar, pizza-sendingar o.s.frv.
Strætisvagnakerfið verður óþarft.
Mjöööög áhugaverð framtíðartækni

