Ég er að reyna að fá virkni í net tenglana í veggjunum hjá mér. Það eru semsagt tengi herbergjunum og svo 1 í stofunni. Ég tengi snúru frá router í vegginn í stofunni og tengi svo aftur snúru inní herbergi hjá mér úr veggnum og í tölvu og býst við að það virki og að netið synci í gegn en það er stöðugt "identifying" á því. Er eitthvað annað sem þarf að gera sem ég er ekki að ná að græja?
Leiðin er semsagt þessi.
Ljósleiðarabox -> router -> veggtengill í stofunni -> veggtengill í herbergi -> tölva.
Eruði með einhver tips?
kv
