Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbúnaður

Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbúnaður

Pósturaf win8w » Þri 24. Des 2013 00:55

Þetta er vél sem mér hefur verið boðið að kaupa, vantar góða og HRAÐVIRKA (þolir talsverða vinnslu) vél, sem einnig er (helst) óhætt að láta ganga án þess að slökkva á henni nema stöku sinnum þá.

En hérna er lýsingin á tölvunni/vélbúnaðinum í henni:

Tegund: Intel
(Tegund turns: Aerocool PGS BX-500 ATX)
(Aflgjafi: Tacens Radix VI 750W)
Móðurborð: ASRock Z87 Extreme6 ATX Intel (LGA1150)
Kæling f. örgjörva: Scythe Ninja 3
Örgjörvi Core i7-4770K (Haswell, OEM: viftulaus)
Vinnsluminni: G. Skill 16 GB, Ares 2133 MHz DDR3 (2 x 8 GB)
Harðir diskar: 500 GB Samsung 840 (EVO SATA3 SSD) + 3 TB Toshiba sata3)
Accelerator f. skjá (skjáhraðall??): 2 GB I-Chill GTX 770 (Herculez X3)
Hljóðkort: ALC892, Premium blue-ray audio m. stuðningi f. THX TruStudio PRO)
Geisladrif: Samsung DVD-skrifari (gegnum sata)
Netkort: Realtek RTL8111E: 10/100/1000 Mbps

Svo eru önnur ("ómikilvægari atriði"): 8x usb2 og 4x usb3, 1x firewire tengi, 4x SATA2 tengi, 4x SATA3 tengi. Skjátengi = 1x dp port, 2x DVI tengi og 1x HDMI tengi. 1x eSATA3 tengi og PS/2 tengi.

Verðið sem sett er á vélina er 150.000 kr.

Núna hef ég alls ekki nógu mikið vit á þessum hlutum. Ef einhver vildi vera svo góður og yndislegur og segja mér hvort þessi vél uppfylli þ.s. ég nefni hér að ofan (sé einkum hraðvirk og þoli að ganga yfir svolítinn tíma í einu) og hvort verðið sé á eðlilegum nótum.

Kærar þakkir fyrir þetta, og bestu jólakveður til ykkar allra!



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1752
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf Kristján » Þri 24. Des 2013 01:11

er þetta nýtt eða notað....

mundi stökkva á þetta verð fyrir viku helst



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf Tiger » Þri 24. Des 2013 01:16

Þessi vél mun hiklaust geta gengið 24/7 allt árið svo lengi sem yfirklukk er ekki uppúr öllu valdi.

Og með verðið, held það sé bara nokkuð gott. Sýnist hörðudiskarnir, örgjörvin, móðurborðið, skjákort og minni vera á nývirði c.a 250.000kr. Er þetta allt í ábyrgð hérna heima? Ef svo er þá bara go for it myndi ég segja.



Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf win8w » Þri 24. Des 2013 01:16

Þetta er notað í örstuttan tíma, ca. 1 og hálfan mánuð. Veit að þetta er í toppstandi, þekki það vel til seljandans.
Takk kærlega fyrir svarið, en myndirðu halda að þessi vél réði vel við svona semí þunga vinnslu - engir leikir eða slíkt, bara almenn vinnsla eins og í photoshop, ps elements, pdf "creators" og svoleiðis einfalt dæmi.

Bestu kveðjur!



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf Tiger » Þri 24. Des 2013 01:17

win8w skrifaði:Þetta er notað í örstuttan tíma, ca. 1 og hálfan mánuð. Veit að þetta er í toppstandi, þekki það vel til seljandans.
Takk kærlega fyrir svarið, en myndirðu halda að þessi vél réði vel við svona semí þunga vinnslu - engir leikir eða slíkt, bara almenn vinnsla eins og í photoshop, ps elements, pdf "creators" og svoleiðis einfalt dæmi.

Bestu kveðjur!


Hiklaust, og líka góða leiki :)



Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf win8w » Þri 24. Des 2013 01:17

Tiger skrifaði:Þessi vél mun hiklaust geta gengið 24/7 allt árið svo lengi sem yfirklukk er ekki uppúr öllu valdi.

Og með verðið, held það sé bara nokkuð gott. Sýnist hörðudiskarnir, örgjörvin, móðurborðið, skjákort og minni vera á nývirði c.a 250.000kr. Er þetta allt í ábyrgð hérna heima? Ef svo er þá bara go for it myndi ég segja.


Þetta er í ábyrgð já. Kærar þakkir fyrir svarið! Af fyrstu tveimur svörunum að dæma, þá er ég búinn að kaupa vélina sýnist mér. Treysti ykkur algjörlega fyrir þessu ;)




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf Tesy » Þri 24. Des 2013 04:38

Til hamingju með nýja vélina ef þú kaupir sem ég myndi hiklaust gera ef ég væri þú.
Mjög gott verð..



Skjámynd

Höfundur
win8w
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Mán 16. Des 2013 19:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf win8w » Þri 24. Des 2013 22:10

Þakka ykkur öllum fyrir svörin hérna, ég keypti vélina algjörlega blindandi eftir ykkar meðmælum - og djöfull andskoti er ég sáttur maður. Hef aldrei átt vél sem er svona hrikalegur vinnuhestur! Ef ég hefði færi á því núna að þá myndi ég ekki vera lengi að skella einum eða tveimur (jafnvel fleiri!) ísköldum á ykkur sem svöruðuð!
=D> =D> =D> =D>
:happy



Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf MrSparklez » Þri 24. Des 2013 22:33

win8w skrifaði:Þakka ykkur öllum fyrir svörin hérna, ég keypti vélina algjörlega blindandi eftir ykkar meðmælum - og djöfull andskoti er ég sáttur maður. Hef aldrei átt vél sem er svona hrikalegur vinnuhestur! Ef ég hefði færi á því núna að þá myndi ég ekki vera lengi að skella einum eða tveimur (jafnvel fleiri!) ísköldum á ykkur sem svöruðuð!
=D> =D> =D> =D>
:happy

Þú getur alltaf treyst á Vaktina ! :happy




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2447
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 162
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Get fengið þessa vél keypta, vantar álit: verð vs vélbún

Pósturaf littli-Jake » Þri 24. Des 2013 22:44

Þetta er rock solid græja. Vantar bara flotta örrakælingu í þetta og þá ertu golden


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180