Uppfært: Málið leyst og allir sáttir :)

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8736
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni

Pósturaf rapport » Fös 15. Nóv 2013 14:29

Er það ekki alltaf þannig að gjald fyrir bilanagreiningu fellur niður ef viðkomandi ákveður að láta gera við tölvuna á viðkomandi verkstæði.

Erlendis þekkist það að fólk fái greiningu hjá lækni og fari svo til annars læknis og fái aðra greiningu (án þess að segja hvað fyrri læknirinn sagði), bara til að vera visst um að vera ekki að eyða peningum og hugsanlega heilsunni í vitleysu.

Það er því ekkert óeðlilegt við að geta greitt fyrir bilanagreiningu og svo fara með tölvu á annað verkstæði í viðgerð eða gera við sjálfur.

En hann fékk aldrei þetta val, að fá að vita hvað væri að og hvað þyrfti að laga.

Það er reyndar enn verra að hafa rukkað fyrir viðgerð sem lagaði ekki neitt, faktískt séð þá klúðra þeir öllu á öllum stigum.

Þeir eiga að endugreiða þennan 7000, rukka 3900 fyrir fyrstu heimsóknina.

Heimsókn 2 = þá eru þeir að staðfesta að viðgerðin var useless og ættu að bjóða bætur vegna allrar þessarar fyrirhafnar.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4354
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni

Pósturaf chaplin » Fös 15. Nóv 2013 14:30

Tbot skrifaði:Hvernig stendur á þessu.

Það er ekkert sem er frítt, það hangir alltaf einhvað á spýtunni.


Frekar að fara þangað sem tekur hóflegt skoðunargjald.
=> Það þarf að borga starfsmönnum laun fyrir vinnu sína og meiri líkur á að fá réttar upplýsingar.


Tölvuvirkni skrifaði:Þjónusta - Ókeypis bilanagreining.

Þjónustan felur í sér:
að greina bilun í Fartölvum , Borðtölvum, vélbúnaði eða hugbúnaði.

Margra ára reynsla, þekking og vönduð vinnubrögð höfð í fyrirrúmi.


Ef það er e-h catch, að þá ætti það að vera tekið fram.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni

Pósturaf Xovius » Fös 15. Nóv 2013 15:24

chaplin skrifaði:
Tbot skrifaði:Hvernig stendur á þessu.

Það er ekkert sem er frítt, það hangir alltaf einhvað á spýtunni.


Frekar að fara þangað sem tekur hóflegt skoðunargjald.
=> Það þarf að borga starfsmönnum laun fyrir vinnu sína og meiri líkur á að fá réttar upplýsingar.


Tölvuvirkni skrifaði:Þjónusta - Ókeypis bilanagreining.

Þjónustan felur í sér:
að greina bilun í Fartölvum , Borðtölvum, vélbúnaði eða hugbúnaði.

Margra ára reynsla, þekking og vönduð vinnubrögð höfð í fyrirrúmi.


Ef það er e-h catch, að þá ætti það að vera tekið fram.


Þetta virkar þá þannig að fólk kemur vegna fríu bilanagreiningarinnar og þeir græða svo peninginn til baka þegar það lætur gera við tölvuna hjá þeim...



Skjámynd

Höfundur
thalez
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 08. Júl 2006 12:08
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar vegna viðgerðar hjá Tölvuvirkni

Pósturaf thalez » Fös 15. Nóv 2013 15:45

Flott samtal sem ég átti við starfsmann Tölvuvirkni áðan. Skortur á upplýsingaflæði varð til þess að tölvan var sett í viðgerð til að byrja með (ég náði tali af starfsmanninum sem tók fyrst við tölvunni á sínum tíma). =D> Hann skoðaði verkbeiðnina og kom auga á vandann. Ég fæ allan kostnað endurgreiddan og góða útskýringu á málinu öllu saman.

Málið leyst, ég sáttur og traust mitt á fyrirtækinu endurheimt :)

Starfsmaðurinn á hrós skilið fyrir að setja sig í mín fótspor og sýna góða þjónustulund. :happy

Góða helgi :)


"A computer is a machine for manipulating data according to a list of instructions."

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4354
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Málið leyst og allir sáttir :)

Pósturaf chaplin » Fös 15. Nóv 2013 15:49

Samskiptaleysi getur orðið svona fyrirtækjum dýrkeypt en frábært að þetta leiðindarmál hefur verið leyst! Ætli maður verði ekki að gefa þeim amk. einn góðan þumal fyrir að leysa vandamálið á góðan máta. :happy



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1585
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Málið leyst og allir sáttir :)

Pósturaf Xovius » Fös 15. Nóv 2013 15:51

Allir bara mannlegir, mistök gerast. Gott að þetta leystist :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8736
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfært: Málið leyst og allir sáttir :)

Pósturaf rapport » Fös 15. Nóv 2013 16:16

:happy

Það hlaut að vera eitthvað svona, þetta var ekki í takt við orðsporið sem fer af þeim...