Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf mundivalur » Lau 02. Mar 2013 22:27

Ég man bara eftir garðyrkju dæmi mig minnir það hafa verið 600-1000w 12 tímar á dag sem var 1000kr á mánuði ,(eftir hækkanir kanski 1500kr)
'Eg er örugglega í 4-600w á dag í Folding :-"




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Lau 02. Mar 2013 22:33

Með nákvæmlega eins mæli og Guðjón er með, tölvan, router, skjár og hátalarar og músin í hleðslu, torrent í gangi, internetradio og Vaktin, um 250 W.

Tölvan tekur um 5,1 W bara tengd en ekki í gangi sem er lúmskt.

Ef ég slekk á skjánum dettur þetta niður um 100w.
Síðast breytt af IL2 á Lau 02. Mar 2013 22:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf odinnn » Lau 02. Mar 2013 22:41

GuðjónR skrifaði:
odinnn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Myndi segja að 800kr á mánuði væri of lítið fyrir að hafa tölvu í gangi 24/7. Miðað við verðið á á kWh sem arons4 gaf upp þá reiknast það í um það bil 85W álag út úr innstungu. Ef við gefum okkur það síðan að aflgjafinn hafi 80% nýtni þá er tölvubúnaðurinn að draga 67W sem er minna en margir örgjörvar eru að taka í dag.

Tók og notaði PSU reiknivél til að reikna út notkunina á vélinni minni og fékk út 228W. Sjálfur er ég með 80plus Gold PSU sem þýðir 90% nýtni. Eftir að hafa farið í gegnum reikningana þá endaði þetta í 2400kr fyrir 30 daga mánuð.


Skiptir engu máli hvort aflgjafinn sé 500W eða 5000W ef tölvan er idle þá ertu ekki að nota nema brot af því sem aflgjafinn ræður við.
1000W aflgjafi er ekkert að eyða 1000W ef tölvan er í sleep/idle. 85W kann að vera lágt mat hjá mér, gruna samt að það sé ekkert langt frá lagi.

Enda er ég ekkert að þræta fyrir það, eina ástæðan fyrir því að ég er að tala um aflgjafa er útaf nýtninni sem hefur áhrif á það hversu mörg wött þú ert að nota. Það hvað tölvuíhlutirnir eru að taka er ekki það sama og er tekið úr innstungunni vegna taps sem er í aflgjafanum.

urban skrifaði:
odinnn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Myndi segja að 800kr á mánuði væri of lítið fyrir að hafa tölvu í gangi 24/7. Miðað við verðið á á kWh sem arons4 gaf upp þá reiknast það í um það bil 85W álag út úr innstungu. Ef við gefum okkur það síðan að aflgjafinn hafi 80% nýtni þá er tölvubúnaðurinn að draga 67W sem er minna en margir örgjörvar eru að taka í dag.

Tók og notaði PSU reiknivél til að reikna út notkunina á vélinni minni og fékk út 228W. Sjálfur er ég með 80plus Gold PSU sem þýðir 90% nýtni. Eftir að hafa farið í gegnum reikningana þá endaði þetta í 2400kr fyrir 30 daga mánuð.


Er vélin í 100% keyrslu hjá þér allan sólarhringinn ?

Nei vissulega ekki, hefði hugsanlega átt að setja athugasemnd um það. En ég sagði að ég hefði reiknað þetta út með reiknivél á netinu sem örugglega ekki fullkomin og að ég væri aðeins með miðlungs kraftmikla vél. En ég gúgglaði smá til að reyna að réttlæta þessi mistök hjá mér og fann út að idle straumnotkunin á i5/i7 er um 100W (upplýsingar um orkunotknun i5/i7 á bit-tech.net), það segjir mér að það þarf ekki mikið af íhlutum í viðbót sem taka smá straum til að vera kominn nálægt 200W.


Þetta er allavegana svona sem ég sé þetta, hugsanlegt að ég hafi rangt fyrir mér, en ég held að mjög fáar borðtölvur sem eru ekki sérstaklega byggðar til að vera sparneyttnar séu að nota undir 100W.
Síðast breytt af odinnn á Lau 02. Mar 2013 22:42, breytt samtals 1 sinni.


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5984
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf appel » Lau 02. Mar 2013 22:41

IL2 skrifaði:Með nákvæmlega eins mæli og Guðjón er með, tölvan, router, skjár og hátalarar og músin í hleðslu, torrent í gangi, internetradio og Vaktin, um 250 W.

Tölvan tekur um 5,1 W bara tengd en ekki í gangi sem er lúmskt.


Þar af Vaktin líklega um 200 w :)


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf GuðjónR » Lau 02. Mar 2013 22:43

Vaktin er orkufrek :)




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 983
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf arons4 » Lau 02. Mar 2013 23:04

GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Loksins, svar :)

Takk takk. Þá er það nú ekkert SVO mikill peningur... en samt, gæti verið 3-400 kall ef maður slökkti á henni alltaf.


Það er ágætt að vera meðvitaður í hvað orkan fer, ég keypti mér orkumæli í Íhlutum fyrir mörgum árum síðan.
Þegar ég skaut á 800 kr. þá hugsaði ég það þannig að kannski væri meðtaltalseyðslan á tölvunni/skjánum 80W á klst. það x 24 x 30 x 13.5 kr gera í kringum 800 kr.
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að mæla alla skapaða hluti var hversu mörg tæki eyða rafmagni þegar það er slökkt eða þau í sleep mode. T.d. gamalt túbutæki sem ég á eyðir svona 60-80W þegar það er kveikt á því en ef ég slekk með fjarstýringu þá eyðir það 20W sem þýðir 2400. kr. á ári miðað við að það væri slökkt á því allt árið með fjarstýringu.

Besta leiðin til að finna út úr þessi væri nátla orkumælir. En það er talað um að 80 wattstundir séu 80wött í klukkustund(semsagt ekki á klukkustund), ekki heildarorkan 80 wött á einni klukkustund.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Nariur » Sun 03. Mar 2013 03:21

i7 2600K tekur um 64W idle, GTX 670 tekur um 13W idle, harðir diskar eiga það til að slökkva á sér (ef tölvan er rétt stillt) þegar tölvan er idle svo 100W er frekar rúmt mat fyrir idle tölvu.

Nú reiknum við:
100W * 24klst * 30dagar * 0,01322kr/Whr = 950kr/mán


Það kostar mann sem sagt minna en 1000 krónur á mánuði að sleppa því að slökkva á tölvunni þó hún sé frekar öflug. Ef þú ert að folda er sagan samt allt önnur...


Heimildir:
http://techreport.com/review/20188/inte ... cessors/16
http://www.tomshardware.com/reviews/gef ... 17-15.html
http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

odinnn
spjallið.is
Póstar: 473
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Reputation: 8
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf odinnn » Sun 03. Mar 2013 10:44

Nariur skrifaði:i7 2600K tekur um 64W idle, GTX 670 tekur um 13W idle, harðir diskar eiga það til að slökkva á sér (ef tölvan er rétt stillt) þegar tölvan er idle svo 100W er frekar rúmt mat fyrir idle tölvu.

Nú reiknum við:
100W * 24klst * 30dagar * 0,01322kr/Whr = 950kr/mán


Það kostar mann sem sagt minna en 1000 krónur á mánuði að sleppa því að slökkva á tölvunni þó hún sé frekar öflug. Ef þú ert að folda er sagan samt allt önnur...


Heimildir:
http://techreport.com/review/20188/inte ... cessors/16
http://www.tomshardware.com/reviews/gef ... 17-15.html
http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/

Greinilega eru heimildarnar mína orðnar eitthvað gamlar eða öðruvísi framkvæmdar. Eftir að hafa lesið greinina á Bit-Tech betur þá eru tölurnar fyrir heila tölvu ekki bara örgjörvan eins og ég hélt. Hjá þeim er i7 2600K uppsetningin að taka 118W idle.

Spurning hvort við eigum að mætast í miðjunni og segja að þetta sé í kringum 1500kr (+- einhverjir hundraðkallar) á mánuði miðað við einhverja notkun yfir daginn?


Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Nariur » Sun 03. Mar 2013 14:42

odinnn skrifaði:
Nariur skrifaði:i7 2600K tekur um 64W idle, GTX 670 tekur um 13W idle, harðir diskar eiga það til að slökkva á sér (ef tölvan er rétt stillt) þegar tölvan er idle svo 100W er frekar rúmt mat fyrir idle tölvu.

Nú reiknum við:
100W * 24klst * 30dagar * 0,01322kr/Whr = 950kr/mán


Það kostar mann sem sagt minna en 1000 krónur á mánuði að sleppa því að slökkva á tölvunni þó hún sé frekar öflug. Ef þú ert að folda er sagan samt allt önnur...


Heimildir:
http://techreport.com/review/20188/inte ... cessors/16
http://www.tomshardware.com/reviews/gef ... 17-15.html
http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/

Greinilega eru heimildarnar mína orðnar eitthvað gamlar eða öðruvísi framkvæmdar. Eftir að hafa lesið greinina á Bit-Tech betur þá eru tölurnar fyrir heila tölvu ekki bara örgjörvan eins og ég hélt. Hjá þeim er i7 2600K uppsetningin að taka 118W idle.

Spurning hvort við eigum að mætast í miðjunni og segja að þetta sé í kringum 1500kr (+- einhverjir hundraðkallar) á mánuði miðað við einhverja notkun yfir daginn?


Það hljómar nokkuð rétt, við erum náttúrulega að tala um hvað það kostar aukalega að sleppa því að slökkva á tölvunni svo það má draga notkunnarkostnaðinn frá og fá eitthvað rétt yfir 1000 krónum.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Pandemic » Sun 03. Mar 2013 15:16

Ég fæ þessar tölur frá minni vél.
Mynd



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf GuðjónR » Sun 03. Mar 2013 15:31

3KW kosta meira en 19 krónur, þessi notkun hjá þér gerir um 1200 kr. á mánuði.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Sun 03. Mar 2013 15:31

Hwaða forit er þetta Pandmic?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Pandemic » Sun 03. Mar 2013 15:47

GuðjónR skrifaði:3KW kosta meira en 19 krónur, þessi notkun hjá þér gerir um 1200 kr. á mánuði.


Kílówatt stundinn er á umþað bil 7 krónur.
https://www.orkusalan.is/heimili#box-4 hérna er hún á 6,26.

IL2 skrifaði:Hwaða forrit er þetta Pandemic?


Þetta er forrit heitir PowerChute og kemur með varaaflgjafanum mínum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf GuðjónR » Sun 03. Mar 2013 15:55

Pandemic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:3KW kosta meira en 19 krónur, þessi notkun hjá þér gerir um 1200 kr. á mánuði.


Kílówatt stundinn er á umþað bil 7 krónur.
https://www.orkusalan.is/heimili#box-4 hérna er hún á 6,26.

IL2 skrifaði:Hwaða forrit er þetta Pandemic?


Þetta er forrit heitir PowerChute og kemur með varaaflgjafanum mínum.


Það er nokkuð ljóst að þú borgar ekki rafmangsreikninginn á heimilinu ;)



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Pandemic » Sun 03. Mar 2013 16:04

Geri það reyndar ekki en geri mér hinsvegar grein fyrir því hvernig þeir virka.
En þarna erum við að tala um alveg bare-bone kostnað. Svo auðvitað bætist við þetta orkuskattur og ýmis önnur gjöld gæti ég ímyndað mér.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf GuðjónR » Sun 03. Mar 2013 16:19

Pandemic skrifaði:Geri það reyndar ekki en geri mér hinsvegar grein fyrir því hvernig þeir virka.
En þarna erum við að tala um alveg bare-bone kostnað. Svo auðvitað bætist við þetta orkuskattur og ýmis önnur gjöld gæti ég ímyndað mér.

Þetta er bara partur af verðinu, það bætist við flutningskostnaður en hann er svipaður og KW stundin sjálf, síðan bætist við orkuskattur og svo færðu daggjald uppá kr. 32 hvort sem þú notar rafmagn eða ekki og síðast en ekki síst 25.5% virðisaukaskattur.
Þér er óhætt að nota 13.5 kr. í stað 6 þegar þú stillir forritið :)
http://orkusetur.is/id/12384



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1413
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 103
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Stuffz » Sun 03. Mar 2013 17:31

hmm fór að spá í þessu öllu sparnaðardóti almennt...

Það er allt gott og blessað við að vera sparsamur

samt maður þarf líka að vera frekur

Orkufyrirtæki/Olíufyrirtæki os.f.

ef allir færu að vera öfga sparsamir alltíeinu

þá einfaldlega hækka orkufyrirtækin/olíufyrirtækin taxtann hjá sér

Þeir verða að fá sýna áskriftar sponslu

það þarf enginn að hafa t.d. áhyggjur af því að t.d. OPEC fái ekki sitt óháð hvaða orkusparandi tækni sem er.

og varðandi Olíuna sérstaklega þá er orkusparandi tæknin sem er verið að finna upp í dag bara að gera þeim kleypt að treina olíu dropann meira, einsog flestir vita þá er bara takmarkað til að olíu og þegar hún er búin þá á heimsmyndin eftir að hafa breyst töluvert, og ég er ekki bara að tala um umhverfismál heldur pólitískt og efnahagslegt landslag framtíðarinnar, Saudi Arabía t.d. er bara eyðimörk en hún er líka einn stærsti framleiðandi olíu í heiminum áður en olían fannst voru þetta mest hirðingjar, núna eru þetta olíufurstar sambærilegir kannski við t.d. okkar kvótagreifa, eða útrásarbaróna, ólíkt Icesafe og Olíu þó er rafmagn og fiskur framtíðar auðlind.

en aftur að orkusparnaði, IMO við höfum bara verið plötuð til að horfa alltaf bara í eigin barm og spyrja okkur sjálf hvað við getum gert til að nýta orkudropann betur í staðinn fyrir að berjast gegn græðginni sem er leyft að ráða ríkjum, og svo veltir fólk fyrir sér afhverju það hefur ennþá ekki salt í grautinn eftir allar sparnaðar ráðstafirnar


Intel NUC Hades Canyon (2018), Nvidia Shield Android TV, (2017) Xiaomi 4K Projector (2019)
Myndavél: Insta360 X5 (2025), ACE Pro (2023), Skydio 2 (2020)
Rafskjótar: E-20 (2024 Byrjanda), KS-16S (2019 Everyday), KS-S22 (2022 Offroad), EB Commander (2022 Long Range)
Áhugamál: Heimspeki, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Sun 03. Mar 2013 18:24

Miðað við 13.22kr sem ég sá einhverstaðar þá er ég að eyða um 3 kr/klst. samkvæmt mælinum sem gerir þá um 2.200 pr mánuð á lágmarks keyrslu. Ætli 3.000 væri ekki raunhæft með smá leikjaspilun.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Sun 03. Mar 2013 18:26

Stuffz, sammála. Hvað halda menn að gerist þegar allir eru komir með sparperur eða LED? Ætli taxtinn eigi ekki eftir að hækka.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Gúrú » Sun 03. Mar 2013 19:07

Finnst ykkur í alvörunni svona magnað að taxtinn hækki eftir því sem rafmagnsnotkun minnkar?

Hlutfallið á milli fasts kostnaðs og breytilegs kostnaðs í þessum bransa hérna á Íslandi er örugglega milljón á móti einum, :)
væntanlega er ekkert annað í boði fyrir þá en að hækka verðin ef að notkun minnkar.

Langar alltaf að drepa þessa umræðu niður áður en hún byrjar en því miður gera sumir sér ekki grein fyrir þessu. :(


Modus ponens

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Nariur » Sun 03. Mar 2013 20:03

IL2 skrifaði:Miðað við 13.22kr sem ég sá einhverstaðar þá er ég að eyða um 3 kr/klst. samkvæmt mælinum sem gerir þá um 2.200 pr mánuð á lágmarks keyrslu. Ætli 3.000 væri ekki raunhæft með smá leikjaspilun.


Er skjárinn með í þeirri mælingu? Skjárinn minn á víst að vera 200W (24" LED) svo það telur mikið inn í útreikningana. Meðal leikjatölva tekur um 100W idle.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Sun 03. Mar 2013 20:14

Gúru, geri mér alveg grein fyrir því. Sammála því að sú umræða eigi kanski ekki heima hér.

Nariur. Já þetta er með skjánum, hann er að taka alveg um 80w hjá mér. Líklega munar samt litlu hvað maður er að gera, netið eða leikir með hann.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf Nariur » Sun 03. Mar 2013 20:27

IL2 skrifaði:Gúru, geri mér alveg grein fyrir því. Sammála því að sú umræða eigi kanski ekki heima hér.

Nariur. Já þetta er með skjánum, hann er að taka alveg um 80w hjá mér. Líklega munar samt litlu hvað maður er að gera, netið eða leikir með hann.


Ef tölvan er idle er væntanlega slökkt á skjánum.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5984
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1094
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf appel » Sun 03. Mar 2013 20:42

Það er svolítið einsog ef allir hættu að keyra og myndu hjóla, þá myndi ríkið leggja á hjólreiðaskatt. En ef allir myndu hætta að hjóla og bara ganga, þá myndi ríkið leggja á gönguskatt. Einhversstaðar verða peningarnir að koma til að byggja vegina eða stígana.


*-*


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Pósturaf IL2 » Sun 03. Mar 2013 21:13

Var með slökkt á því. Tölvan í gangi, ekki net nema torrent, 210W, screen of, 180W.

Miðað við þessar tölur borgar sig að slökkva alveg á skjánum yfir nótt frekar en að hafa hann á save, munar 40W á því. Hefði haldið að það yrði meira sem hann færi niður.