Pósturaf Stuffz » Fim 21. Feb 2013 23:22
Flóðin þarna í Thailandi haustið 2011 settu strik í reikninginn.
2tb diskar voru að seljast ódýrast fyrir undir 15 þús fyrir flóðin, jafnvel einstaka skammtíma tilboð á allt að 12þús.
ekki að ég trúi því að þau hafi raunverulega haft svona mikil áhrif, frekar að framleiðendur hafi notað sér aðstæður til að hægja á hraðanum, enda voru ódýrustu hörðu diskarnir farnir að vera óttalegt drasl IMO, ég á nú bara eitthvað þrjá 1tb diska sem hafa bilað hjá mér, aldrei átt jafn marga bilaða diska, vanalega farið vel með þá og átt lengi, á svona a.m.k fjóra af hverju, 200gb, 320gb, og 500gb diskum sem virka ennþá, keypti samtals fjóra 1tb og af þeim er bara einn sem virkar.
Minnir mann á þegar Vinnsluminnin ruku upp í verði hérna fyrir tíu árum síðan ef mig minnir rétt vegna eitthverra jarðskjálfta var sagt.
Ástæðan fyrir að maður hafði ekki keypt sér 2tb diska fyrir flóðin í Thailandi og heimshækkunnina í kjölfarið var einmitt vegna þess hve illa maður hafði brennt sig á þessum 1tb.
sem betur fer hafa þessir 2tb diskar sem maður á núna ekki bilað, enda alltaf meira of meira af gögnum sem maður er að tapa þegar þessir bölvaðir diskar bila


Intel NUC Hades Canyon (2018), Nvidia Shield Android TV, (2017) Xiaomi 4K Projector (2019)
Myndavél: Insta360 X5 (2025), ACE Pro (2023), Skydio 2 (2020)
Rafskjótar: E-20 (2024 Byrjanda), KS-16S (2019 Everyday), KS-S22 (2022 Offroad), EB Commander (2022 Long Range)
Áhugamál: Heimspeki, Tækni, Vélbúnaður, Mannlíf, Greiningar, Leikir, Hjólatúrar, Myndbandsgerð, Gervigreind, Kerfisfjölfræði, Framtíð