Ég var að kaupa mér nýja tölvu, allt saman nýtt frá Tölvulistanum í Keflavík.
Móðurborð: MSI Z77A-G43
Örgjörvi: Intel i3 3220
Vinnsluminni: 8gb corsair value select
Aflgjafi: Corsair AX750 Pro
Skjákort: MSI NGTX 650Ti
Keypti þessa tölvu með það í huga að mig vantaði ódýra tölvu og ætla að uppfæra hana seinna.
Upprunlega keypti ég ekki skjákort þar sem ég ætlaði mér að uppfæra í mikið öflugra skjákort og nota innbyggðu skjástýringuna þangað til, enda er Intel HD4000 alveg nóg til þess að spila League of Legends sem er leikurinn sem mig langar til að spila.
Ég setti hana upp, allt voða fínt og flott, spáði meira að segja í cable management sem er ólíkt mér. En jæja, set upp Windows og það er ekkert vandamál. Síðan set ég upp driverinn fyrir Intel HD skjákortið og þá fer allt í klessu. Tölvan kveikir á sér og fer í loading windows skjáinn og síðan restartar hún sér sjálf. Ég geri restore og þá fer driverinn út. Googlaði málið og sá að einhverjir hafa lent í veseni með þetta en svo virðist sem enginn er eins vitlaus og ég að ætla að keyra þetta móðurborð án skjákorts, svo það eru engar upplýsingar um samskonar vandamál í boði.
Jæja ég fer í Tölvulistann í dag og spjallaði heillengi við tæknimanninn þar og við spáðu hvað þetta gæti verið en sama hvað er gert þá lagast ekkert. Bios er uppfærður í þann nýjasta, búið að svissa RAM stickunum fram og til baka, prófa hinar og þessar Bios stillingar. No avail.
Þar sem það var ekki til annað móðurborð í Keflavík og ég hef ekki tök á því að fara í bæinn þá ákvað ég að kaupa bara skjákort strax. Valdi ss. GTX 650 Ti.
Setti það í og kveikti á tölvunni og hún fer alla leið í Windows (þó að Intel HD driverinn var installaður) og ég get verið í tölvunni í nokkrar mínútur. Ætla að fara að downloada driverum fyrir skjákortið, opna Google Chrome og fer á nvidia síðunni, vel driverinn og er við að klikka á Download takkann og þá kemur bara svartur skjár og tölvan restartar sér.
Þá ákvað ég að formatta draslið bara og setja Windows upp aftur, þar sem það var búið að messa í hinu og þessu í stýrikerfinu til að reyna að fá innbyggða til að virka.
Núna get ég kveikt á tölvunni, kemst í BIOS og get verið eins lengi og ég vill í honum. Fer síðan áfram og loada Windows Setup og þar kemur sama logo þegar Windows er að loada en tölvan frýs þar og restartar sér.
Þannig staðan er núna þannig að ég get sett upp tölvuna með því að nota innbyggða skjákortið en ekki setja upp drivera fyrir það en ég get ekki sett upp tölvuna með skjákorti.
Hvað get ég eiginlega gert? Ég þarf að bíða þangað til á þriðjudaginn ef ég ætla að fá nýtt móðurborð, þar sem ég kemst ekki í bæinn. Gæti þetta verið eitthvað annað sem er að fara framhjá mér?
Ný tölva - bölvað vesen á henni!
-
Danni V8
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Ný tölva - bölvað vesen á henni!
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Ný tölva - bölvað vesen á henni!
prufaðu að disable-a innbyggða skjákortið í bios
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
Danni V8
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva - bölvað vesen á henni!
MatroX skrifaði:prufaðu að disable-a innbyggða skjákortið í bios
Ekki hægt. Eða minnsta kosti eftir að fínkemba biosinn þá finn ég ekki valmöguleika til þess.
Í Integrated Graphics Device í Bios eru tvennir valmöguleikar í boði: IGD og PEG. Biosinn stillir sjálfkrafa á IGD þegar ekkert annað skjákort er í tölvunni og á PEG þegar það er skjákort í tölvunni. Eins og ég skil þetta þá ætti PEG að disable-a innbyggða skjákortið en þegar ég kemst í Windows, í þau fáu skipti sem það gerist, þá er það samt í BIOS.
Annars þá prófaði ég að stilla Bios á að nota innbyggða kortið í staðinn og er að setja upp Windows uppá nýtt með því. Ætla síðan að færa yfir í skjákortið og sjá hvað gerist...
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
diabloice
- Ofur-Nörd
- Póstar: 208
- Skráði sig: Mið 09. Mar 2011 08:44
- Reputation: 5
- Staðsetning: Keflavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva - bölvað vesen á henni!
Þetta er eitthvað voða spes ,var sjálfur ekki fyrir löngu að setja upp tölvu með svona borði og i5 3570k 8gb minni og notaði IGPið og ég lenti ekki í svona veseni með það getur bara verið að þú sér með gallað borð.....
Rig 1: Amd Ryzen 3900X @4.2 Corsair H100i Pro , GPU: Asus GTX 1070 STRIX 16Gb DDR4 3600hmz
Rig 2: Intel Core I5 7600k @ Stock MB :Gigabyte GA-X270X -Utltimate Gaming GPU : GTX 1060 16GB DDR4
Laptop:Asus G61J Core i7 720QM 8GB Ram 120GB SSD 1024MB Nvidia 360m GTS
Rig 2: Intel Core I5 7600k @ Stock MB :Gigabyte GA-X270X -Utltimate Gaming GPU : GTX 1060 16GB DDR4
Laptop:Asus G61J Core i7 720QM 8GB Ram 120GB SSD 1024MB Nvidia 360m GTS
-
Danni V8
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva - bölvað vesen á henni!
Ég er nánast 100% á því að þetta er gallað móðurborð.
Ég setti tölvuna upp aftur og notaði IGP. Enablaði síðan skjákortið og þá kemst tölvan ekki inn í windows. Engir driverar installaðir til að valda árekstrum.
Þannig ég fékk gamlan vara garm hjá vinum að láni, með S775 örgjörva E6750. Setti skjákortið og aflgjafann í þá tölvu og er núna á þeirri tölvu án vandræða.
Kemur eiginlega ekki annað til greina en gallað móðurborð. Sem þýðir að ég þarf að þola þennan Core 2 Duo þangað til á þriðjudaginn. Jeij. Til hamingju með afmælið Danni.
Ég setti tölvuna upp aftur og notaði IGP. Enablaði síðan skjákortið og þá kemst tölvan ekki inn í windows. Engir driverar installaðir til að valda árekstrum.
Þannig ég fékk gamlan vara garm hjá vinum að láni, með S775 örgjörva E6750. Setti skjákortið og aflgjafann í þá tölvu og er núna á þeirri tölvu án vandræða.
Kemur eiginlega ekki annað til greina en gallað móðurborð. Sem þýðir að ég þarf að þola þennan Core 2 Duo þangað til á þriðjudaginn. Jeij. Til hamingju með afmælið Danni.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
Danni V8
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný tölva - bölvað vesen á henni!
Fór í Tölvulistann í dag og fékk nýtt móðurborð.
Allt virkar eins og í sögu. Hitt hefur verið gallað.
Allt virkar eins og í sögu. Hitt hefur verið gallað.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x