Nexus 7 biluð


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Nexus 7 biluð

Pósturaf capteinninn » Fim 27. Des 2012 21:57

Er með Nexus 7 sem ég keypti í Bretlandi fyrir einhverju síðan.

Hún vill ekki kveikja á sér allt í einu, er búinn að hlaða hana alveg og búinn að prófa að halda inni power takkanum og vol down takkanum í 30 sek en það virkar ekki.

Hef þurft að gera það áður undanfarin misseri.

Veit einhver hvað gæti verið að og ég var líka að spá með ábyrgð á græjunni, ég held að ég sé ekki með warranty spjaldið sem fylgdi með tölvunni en gæti ég ekki haft bara samband við ASUS og fengið nýja græju eða eitthvað?



Skjámynd

arnif
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 05. Apr 2009 20:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf arnif » Fös 28. Des 2012 11:17

power + vol up/down og gerdu factory reset. aettir ad komast inn ta. Sidan slokkva a auto brightness


{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf Haxdal » Fös 28. Des 2012 11:36

prófaðu að halda inni lengur en 30 sek .. ég lenti í svona veseni með mína þar sem það kviknaði ekki á skjánum þó ég vissi að hún væri hlaðin, þurfti að halda takkanum inni heillengi, líklegast 1-2 mínutur áður en hún svaraði.

edit: getur líka prófað að taka batterýið úr í nokkrar sekúndur áður en þú setur það í aftur, athugað hvort það virki. http://www.ifixit.com/Guide/Installing+Nexus+7+Battery/9895/1
edit2: þarft auðvitað ekki að taka það úr, bara aftengja snúruna ..


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf capteinninn » Fös 28. Des 2012 20:06

Frábært, ég prófa báðar aðferðir, man ekki einu sinni hvar ég keypti græjuna á sínum tíma og er ekkert rosa spenntur að fara í mission að finna allt sem henni fylgir til að skila




Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 399
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf Cikster » Fös 28. Des 2012 21:42

Held að símar með Nvidia Tegra fari í firmware upgrade mode þar sem maður getur notað nvflash.exe (og réttar skrár ef þær eru til) ef maður tekur batteríið úr sambandi, heldur inni Vol + og Vol - tökkunum stingur síðan usb snúrunni í samband (getur tekið 5-10 sek fyrir tölvuna að sjá tækið og þá má maður sleppa volume tökkunum).

Þú gætir allavegana notað þetta til að sjá hvort sé eitthvað líf í honum.



Skjámynd

Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf Sera » Fös 04. Jan 2013 20:55

Ef það hefur ekki virkað að halda niðri power hnappnum með nexusinn í sambandi við rafmagn í 30-60 sekúndur þá er spurning hvort að rafhlöðutengið inni í tölvunni hafi losnað aðeins eða farið úr skorðum. þú getur opnað hana og smellt tenginu aftur vel í þá ætti hún að ræsa aftur.
Þetta virðist aðeins hafa verið að gerast með Nexus 7 og alveg spurning um að athuga þetta ef tölvan er enn dauð hjá þér.


*B.I.N. = Bilun í notanda*


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf capteinninn » Mið 16. Jan 2013 17:53

Tók bakhliðina af nexusnum með bara einhverjum hníf hérna en ég er frekar hræddur við batterítengið sjálft, ætla ekki að nota neitt járn til að aftengja það en hvað gæti ég notað til að losa það?

Það virðist vera frekar fast eins og er, ég næ allavega ekki að taka það úr með mínum feitu fingrum



Skjámynd

Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf Sera » Mið 16. Jan 2013 20:10

Ef batteríið er alveg vel tengt þá er spurning hvort þú eigir nokkuð að eiga við það, þeir sem voru í þessum vandræðum og opnuðu Nexusinn sáu að tengið var laust frá.

Hér sérðu video af því þegar Nexusinn er opnaður og hvernig tengið er losað frá.
http://www.youtube.com/watch?v=bjh0H6SZHRM

Þessi teipaði rafhlöðuna betur niður, veit ekki af hverju samt ef það er tengið sem losnar.

http://www.youtube.com/watch?v=xVNIV9UnEvM

Skoðaðu líka þetta video, kannski fyrst áður en þú gerir nokkurð annað
http://www.youtube.com/watch?v=icXNg7diRsw


*B.I.N. = Bilun í notanda*


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf capteinninn » Mið 16. Jan 2013 20:50

Ég prófaði síðustu aðferðina (fara í bootloaderinn) og skjárinn blikkaði bara en ekkert meira gerðist.

Svo hafði ég græjuna bara í sambandi til að sjá hvort að vandamálið væri að hún væri alveg dauð og ég tók eftir að skjárinn var í einhverju rugli, allskonar blikk á skjánum en samt mjög dauft. Hvað í dauðanum gæti verið vandamálið?

Mjög pirrandi ef tölvan er orðin biluð því þá þarf ég að senda hana til Bandaríkjanna í viðgerð sem gæti tekið sinn tíma.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf Haxdal » Mið 16. Jan 2013 23:48

hannesstef skrifaði:Svo hafði ég græjuna bara í sambandi til að sjá hvort að vandamálið væri að hún væri alveg dauð og ég tók eftir að skjárinn var í einhverju rugli, allskonar blikk á skjánum en samt mjög dauft. Hvað í dauðanum gæti verið vandamálið?

miðað við að það er eitthvað um slæm tengi í henni þá gæti verið að flexið fyrir skjáinn sé laust eða hafi losnað.
Sérð hvar það er tengt í fyrsta videoinu sem Sera póstaði, gætir prófað að opna hana og athuga tengið.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nexus 7 biluð

Pósturaf capteinninn » Fim 17. Jan 2013 03:12

Haxdal skrifaði:
hannesstef skrifaði:Svo hafði ég græjuna bara í sambandi til að sjá hvort að vandamálið væri að hún væri alveg dauð og ég tók eftir að skjárinn var í einhverju rugli, allskonar blikk á skjánum en samt mjög dauft. Hvað í dauðanum gæti verið vandamálið?

miðað við að það er eitthvað um slæm tengi í henni þá gæti verið að flexið fyrir skjáinn sé laust eða hafi losnað.
Sérð hvar það er tengt í fyrsta videoinu sem Sera póstaði, gætir prófað að opna hana og athuga tengið.


Geri ráð fyrir að það sé LCD Flex Connector sem er sýnt á 3:01

Takk kærlega by the way með að hjálpa mér að reyna að finna út úr þessu, alger snilld að hafa einhverja sem eru til í að eyða tíma í að hjálpa mér með þetta