Núverandi desktop vélin mín er frá 2008 og mér finnst vera kominn tími til að endurnýja. Er með tvö ATI skjákort í henni sem hitna eins og moðerfokkerar og væla eins og þotuhreyflar í jafnvel bara meðalþungri keyrslu og ég er að verða brjálaður á því, svo markmiðið með næstu vél er að gera hana sæmilega hljóðláta. Ég veit af Silent PC Review en mér finnst hún ekkert sérlega gagnleg nema til að finna review um einhverja ákveðna íhluti, verri til að browsa og skoða möguleika. Ég veit varla hvar ég á að byrja enda hef ég ekkert spáð í vélbúnaði síðustu 4 ár, svo ég leita til ykkar, Vaktarar. Heildarbudgetið má alveg vera frekar hátt, set 300 þúsund sem absolút max en væri til í að vera nær 200-kallinum. Alveg til í að panta að utan ef þess þarf, en það kemur þá auðvitað smá niður á budgetinu vegna sendingarkostnaðar.
Mig vantar sem sagt um það bil allan pakkann:
- Kassi - Þarf einhvern rúmgóðan og hljóðeinangrandi. Mögulega skipta út kassaviftunum fyrir einhverjar hljóðlátari ef þess þarf. Viftustýring?
- Móðurborð - Væntanlega eitthvað eins og þetta Z77 borð, skilst að það sé mjög solid.
- Örgjörvi - Líklega bara þessi - i7 quadcore Ivy Bridge með overclock option. Ekkert vit í öðru, eða hvað?
- Örgjörvakæling - Þarf líklega einhvern góðan heatsink með hljóðlátri viftu. Tillögur?
- Minni - 16GB DDR3 af því að minni er hræódýrt og upp á futureproofness. Meikar ekki meiri sense að taka 2x8 en 4x4? Hvað með merkin? Corsair? Mushkin? Annað?
- Skjákort - Hallast að Nvidia frekar en ATI út af hitaissues og eftir því sem ég best veit styðja Nvidia driverarnir betur eldri leiki. Annars veit ég ekkert nema að ég þarf einhvern balans milli öflugt/hljóðlátt. Skjákortið er sá hlutur sem mér finnst líklegast að ég þurfi að panta að utan.
- SSD - Langar að hafa einhvern sæmilegan (240GB+) SSD fyrir stýrikerfi og forrit. Hvaða merki á maður að taka helst? Það eru alveg átta mismunandi listuð hér á Vaktinni. Valkvíði.
- Harður diskur - 2TB+ undir media og geymslupláss. WD, Seagate, annað? 7200 eða 5900 snúningar?
- Geisladrif - Maður þarf víst svoleiðis ennþá. Kaupi eitthvað ódýrt og solid eða yoinka bara drifinu úr í núverandi vél, skiptir ekki miklu máli.
- Aflgjafi - Væntanlega valinn síðastur eftir orkuþörf, en hann þarf auðvitað að vera hljóðlátur og öruggur.
- Skjár - Ég á sæmilegan 22" BenQ skjá sem ég get alveg notað áfram, en ef restin af vélinni verður sæmilega ódýr kemur alveg til greina að uppfæra hann.


kassinn er yfirleitt eitthvað sem endist í mörg ár þótt skipt sé um innvolsið svo það þarf að hafa alla þætti í huga og ekki síst útlitið. R4 er nokkuð safe hvað það varðar og þú skalt halda þig við hann.





