Frá þokkalega hörðum AMD manni, að þá mæli ég sjálfur frekar Intel örgjörvum í dag.
Ef þetta er eingöngu leikjavél þá skaltu spara í flest öllu nema skjákortinu
Örgjörvi - Ffáðu þér i5-3450 frekar en i7-3770 þar sem þú mund ekki koma til með að græða neitt á HT, hinsvegar hitnar örgjörvinn meira og etv. verra performance í leikjum.
Turnkassi - Fáðu þér kassa sem þú vilt eiga fyrir næstu uppfærslu líka, ég hef átt þá marga og enda alltaf með því að fá mér P183 aftur - hljóðlátur, stílhreinn og flottur.
Aflgjafi - 650W eru miklu meira en nóg ef þú færð þér vandaðann aflgjafa.
Vinnsluminni - 8GB eru plenty.
Móðurborð - Ekki fara í dýrasta borðið á markaðinum, ef það er nóg af sata-portum til að keyra diskana þína þá ertu góður.
Skjákort - GTX670 eða HD7950. Sambærileg í afli m. nýjustu driverum nema það munar 9.000 kr á þeim hérna heima, ég gæti þú trúað því að HD7950 fari undir 60.000 kr á næstu dögum-viku.
Auðvita svo ekki gleymda SSD f. stýrikerfið og leikina.

Ég myndi samt ekki mæli með því að þú farir í tölvu sem þú ætlast til að dugi í 10 ár - frekar að fara í svona þokkalega öfluga hluti (t.d. GTX670 frekar en GTX680) (650W aflgjafa frekar en 1200W) osfrv. í stað þess að eyða 350.000 kr núna, þá værir þú betur settur með 200.000 kr vél og nýta síðan 150.000 kr að viðhalda tölvunni og aflinu næstu ár.