HDD datt í gólfið?


Höfundur
Sh4dE
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 19:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

HDD datt í gólfið?

Pósturaf Sh4dE » Mið 25. Apr 2012 17:26

Sælir ég af klaufsku minni missti 500 gb segate disk í gólfið frá borðhæð þegar að ég var að djöflast í tölvukassanum og þegar að ég tengdi hann aftur við þá fann BIOS-inn hann ekki á Sata tengjunum.

Spurningin er, er diskurinn gersamlega ónýtur eða er eitthvað hægt að gera til að bjarga gögnunum útaf honum???

Og já ég veit að ég hefði átt að vera með backup af þessu þannig að það má alveg sleppa þannig umræðu.

Kv. Gísli



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf Fumbler » Mið 25. Apr 2012 17:36

Það er hægt að segja mikið um ástandið á disknum eftir hljóðunum sem koma frá honum. (koma tik, tik, tik, eða mikil læti þegar þú stingur honum í samband?) en oft þegar diskar falla á hart gólf þá er lítið hægt að gera fyrir þá án þessa að það kosti slatta pening.

Hversu mikilvæg gögn voru á honum, eða áttu afrit af því á internetinu :sleezyjoe




Höfundur
Sh4dE
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 19:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf Sh4dE » Mið 25. Apr 2012 17:45

Það heyrist frekar mikið suð og þegar að hann fer á fullan snúning er eins og það sé eitthvað að dragast eftir disknum eins og nálinn sé bara alveg við diskinn að rispa hann eða þvíumlíkt.

Og það eru öll skólagögnin inná honum það mikilvægt dót.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf gardar » Mið 25. Apr 2012 18:02

Prófaðu að spjalla við þá hjá http://datarecovery.is/




Höfundur
Sh4dE
Fiktari
Póstar: 92
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 19:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf Sh4dE » Mið 25. Apr 2012 18:10

Takk kærlega fyrir þetta gardar ég ætla að prufa að hafa samband við þá og sjá hvað þeir geta gert.




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf TraustiSig » Mið 25. Apr 2012 20:20

Mátt endilega líka posta þegar þú ert búinn hvað þeir segja að std gagnabjörgun af ónýtnum disk kosti..

Fann það ekki inn á síðunni :)


Now look at the location

Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: HDD datt í gólfið?

Pósturaf Frantic » Fim 26. Apr 2012 00:03

Computer.is bjargaði gögnum af diski sem krassaði hjá bróðir mínum einhverntímann.
Minnir að það hafi verið svona tikk hljóð í honum.
Getur prófað að tala við þá.

Edit: Gaman að lesa hvernig þeir gera við HD hjá datarecovery.is.
En miðað við allar græjurnar sem þeir eru með og örugglega biluð vinna þá hlýtur þetta að kosta handlegg.