Vantar hjálp við að setja upp 2 skjái + 1 sjónvarp setup


Höfundur
Derp
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 19. Des 2011 02:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp við að setja upp 2 skjái + 1 sjónvarp setup

Pósturaf Derp » Lau 07. Apr 2012 12:46

Sælir snillingar.

Ég er að lenda í smá veseni hérna. Ég er með RADEON HD6950 skjákort, og er með 2 skjái tengda við það í gegnum DVI tengin. Núna fyrir skömmu var ég að kaupa mér 32" lcd sjónvarp sem mig langar til að tengja við tölvuna líka. Er að leika við hugmyndina um að byrja að nota sjónvarpið sem primary skjá, en það kemur í ljós.

Allavega, ég keypti HDMI snúru og tengdi það við skjákortið og sjónvarpið, og ég sé sjónvarpið í "Screen Resolutions", en í hvert skipti sem ég reyni að enablea það og ýti á Apply að þá kemur bara "Unable to save display settings."

Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp við að setja upp 2 skjái + 1 sjónvarp setup

Pósturaf GrimurD » Lau 07. Apr 2012 13:57

Það er ekki hægt að hafa þannig setup á þessu korti, til að nota 2 eða fleiri skjái á þessum kortum þarftu að vera með einhvern skjá tengdann í display port tengin á kortinu. Getur bara haft 2 skjái tengda samtals í dvi og hdmi tengin. Þarft að hafa restina í display port. Ég er t.d. með það þannig að ég er með samtals 4 skjái tengda, 2 skjáir eru í display port, 1 í dvi og svo er ég með sjónvarp í hdmi. Til þess að nota sjónrvarpið líka þarftu að fá þér active display port > dvi adapter fyrir einn tölvuskjáinn, eins og t.d. þennan ef þú ert með venjulegt display port, eða þennan ef þú ert með mini display port eins og mig grunar.

Þetta er í rauninni bara takmörkun á tækninni, skil ekki af hverju þeir geta ekki gert þetta án þess að maður þurfi að kaupa 8 þúsund króna millistykki, frekar leiðinlegt.

Og ég vill taka það fram að það verður að vera active adapter, má ekki vera venjulegur passive.
Síðast breytt af GrimurD á Lau 07. Apr 2012 14:02, breytt samtals 1 sinni.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp við að setja upp 2 skjái + 1 sjónvarp setup

Pósturaf ZiRiuS » Lau 07. Apr 2012 14:02

Ég lenti einmitt í sama veseni, er með tvo skjái í DVI og svo sjónvarpið í DP/DVI millistykki sem fer svo í DVI/HDMI millistykki. Frekar leim setup en það virkar allavega.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Höfundur
Derp
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 19. Des 2011 02:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp við að setja upp 2 skjái + 1 sjónvarp setup

Pósturaf Derp » Lau 07. Apr 2012 15:32

GrimurD skrifaði:Það er ekki hægt að hafa þannig setup á þessu korti, til að nota 2 eða fleiri skjái á þessum kortum þarftu að vera með einhvern skjá tengdann í display port tengin á kortinu. Getur bara haft 2 skjái tengda samtals í dvi og hdmi tengin. Þarft að hafa restina í display port. Ég er t.d. með það þannig að ég er með samtals 4 skjái tengda, 2 skjáir eru í display port, 1 í dvi og svo er ég með sjónvarp í hdmi. Til þess að nota sjónrvarpið líka þarftu að fá þér active display port > dvi adapter fyrir einn tölvuskjáinn, eins og t.d. þennan ef þú ert með venjulegt display port, eða þennan ef þú ert með mini display port eins og mig grunar.

Þetta er í rauninni bara takmörkun á tækninni, skil ekki af hverju þeir geta ekki gert þetta án þess að maður þurfi að kaupa 8 þúsund króna millistykki, frekar leiðinlegt.

Og ég vill taka það fram að það verður að vera active adapter, má ekki vera venjulegur passive.




Henti mér í Tölvutek og fjárfesti í mini display port dæminu eins og þú ráðlagðir. Og viti menn, it workz! :D

Snillingur, takk kærlega fyrir þetta! <3