Vandamál með nýja Asus fartölvu

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf REX » Mán 02. Apr 2012 18:35

Daginn/kvöldið.

Ég keypti mér nýja Asus fartölvu um helgina (U36SD) og gerði smá mistök í henni áðan. Tölvan var nefnilega að drukkna í þessum klassísku framleiðanda forritum, s.s. fullt af einhverjum Asus aukabúnaði í henni bæði á desktopinu og annarsstaðar. Ég ætlaði að vera rosa sniðugur og eyða öllu þessu drasli út áðan en hef að öllum líkindum uninstallað einhverju sem ekki átti að fjarlægja :oops: Hún biður mig meira að segja um að tengja ethernet snúru við hana þegar ég bið um internetið þar sem ég hef trúlega uninstallað einhverju wireless forriti meðal annars. Svo er líka takki á tölvunni sem skiptir á milli battery saving, entertainment mode, powerful og eitthvað svoleiðis þegar ýtt er á hann og það er allt saman hætt að functiona, volume up og volume down, brighness up og brighness down indicatorar hættir poppa upp ásamt fleiru, get ekki einu sinni opnað firefoxinn eða chrome.

Get ég bjargað þessu? Er hægt að ná í þessi application á heimasíðunni hjá Asus eða get ég gert eitthvað annað?




Garri
1+1=10
Póstar: 1131
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf Garri » Mán 02. Apr 2012 19:17

Mundi nú hafa samband við söluaðilana og fá aðstoð.. keyptir hana hérna heima er það ekki?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf worghal » Mán 02. Apr 2012 19:18

fylgdu ekki driver diskar með tölvunni ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf REX » Mán 02. Apr 2012 19:21

Jú það fylgdi driver diskur með. Tölvan er bara ekki með geisladrif.

Annars er ég að runna system restore núna, eitthvað sem ætti að virka?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf Klemmi » Mán 02. Apr 2012 20:26

REX skrifaði:Jú það fylgdi driver diskur með. Tölvan er bara ekki með geisladrif.

Annars er ég að runna system restore núna, eitthvað sem ætti að virka?


Alveg hjartanlega sammála þér með forrita flæði, hundleiðinlegt hvað mörgum framleiðendum tekst að drekkja manni í alls kyns bulli sem oftar en ekki hægir verulega á tölvunni og gerir það að verkum að nýjar vélar með flottum vélbúnaði virka eins og gamlar druslur.

En varðandi vandamálið þitt, þá er á flestum ef ekki öllum nýlegum Asus vélum innbyggt factory restore, ef þér er sama um öll gögn sem þú varst búinn að setja inn o.s.frv.

Til að komast í það er best að drita bara á F9 í ræsingu, þá ætti að koma upp Asus factory restore program sem þú bara fylgir og þá verður tölvan aftur eins og ný.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með nýja Asus fartölvu

Pósturaf REX » Mán 02. Apr 2012 22:14

Klemmi skrifaði:
REX skrifaði:Jú það fylgdi driver diskur með. Tölvan er bara ekki með geisladrif.

Annars er ég að runna system restore núna, eitthvað sem ætti að virka?


Alveg hjartanlega sammála þér með forrita flæði, hundleiðinlegt hvað mörgum framleiðendum tekst að drekkja manni í alls kyns bulli sem oftar en ekki hægir verulega á tölvunni og gerir það að verkum að nýjar vélar með flottum vélbúnaði virka eins og gamlar druslur.

En varðandi vandamálið þitt, þá er á flestum ef ekki öllum nýlegum Asus vélum innbyggt factory restore, ef þér er sama um öll gögn sem þú varst búinn að setja inn o.s.frv.

Til að komast í það er best að drita bara á F9 í ræsingu, þá ætti að koma upp Asus factory restore program sem þú bara fylgir og þá verður tölvan aftur eins og ný.

Klemmi, ef þú værir hérna þá myndi ég ekki aðeins kyssa þig, ég myndi fara í sleik við þig.