Vantar vél til að keyra leiki, myndvinnsluforrit og önnur forrit án þess að tölvan sé að hiksta. Ég er ágætlega fær á tölvur en þegar kemur að hardware er ég bara alveg týnd... Ok kannski ekki alveg... veit ég vil allavega i5 örgjörva en horfi alveg hýru auga til i7. Vil keyra stýrikerfið á SSD og vera svo með SATA gagnadiska (helst nokkra). Er með 2x skjái + tv/monitor og lyklaborð og mús sem þarf ekki að uppfæra, allavega ekki strax
Semsagt vantar kassa og allt í hann + stýrikerfi (windows 7, don't judge). Var að hugsa um í kringum 200.000 kall ef það er ekki of fjarstæðukennt....
Félagi minn sagði að þið gætuð haft góðar samsettningar í huga, svo hér er ég.
Geti þið e-ð hjálpað mér?
