[Unboxing] Corsair Vengeance K60

Skjámynd

Höfundur
ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

[Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf ZoRzEr » Fim 15. Des 2011 16:43

Sælar dömur og herrar.

Í dag er ég að unboxa Corsair Vengeance K60 Mechnical Keyboard sem keypt var í dag af Tölvulistanum. Græjan var bara að koma í búðir í morgun.

Þetta borð er klárlega ætlað í Enthusiast / Performance flokkinn af vörum. Ég ákvað að taka nokkrar myndir af græjunni svona fyrir ykkur að sjá.

Hér sjáum við kassann að framan. Frekar látlaus með opnu til að skoða borðið sjálft og rauðu gúmmi takkanna. Ekki hægt að koma við lyklaborðið sjálft því miður.
Mynd

Kassinn á hlið
Mynd

Að aftan er svo tekið fram á nokkrum tungumálum eiginleikar og upplýsingar um fyrir hvernig þetta lyklaborð er gert.
Mynd

Þegar úr kassanum er komið er þessu öllu rosalega vel pakkað inn. Sér ekkert á borðinu.
Mynd

Hér sjáum við rauðu takkana sem eiga að gera gæfu mun í FPS leikjum, að þeirra sögn. Þeir eru kúrvaðir inn á við, þannig puttarnir eru alltaf á réttum stað. Það á allt eftir að koma í ljós.
Mynd

Hér sjáum við yfirlitsmynd með öllu sem fylgdi.
Mynd

USB kapallinn er þykkur og sleevaður. Frekar stífur og hann kemur til með að vera frekar asnalegur í einhvern tíma, þar sem brotin eru enn í honum eftir kapalbindið. Hann er svo splittaður í tvö USB tengi í tölvuna. Annað er fyrir lyklaborðið sjálft og hitt er fyrir USB passthrough á borðinu sjálfu.
Mynd

Og hér svo the Big Shabang. Red Cherry MX switch'ar sem gerir þetta allt mögulegt.
Mynd

Borðið er frekar þunnt, þynnra en ég bjóst við. Takkarnir eru ekkert alltof háir einnig.
Mynd

Og borðið er hæðanstillanlegt að aftan og framan.
Mynd

Svo er eitt USB passthrough aftaná borðinu, sem er ekki beint besta staðsetning í heimi ef þú kemur ekki til með að vera bara með músina alltaf tengda.
Mynd

Á hægri hlið er svo "Windows Key Off" takki. Mute, volume rocker, play, pause, forward og backward takkar.
Mynd

Og hér er það svo komið upp. Kem ekki til með að nota palm rest stykkið sem fylgdi þar sem það nær bara að halda uppi hendinni þar sem WASD takkarnir eru.
Mynd

Borðið sjálft er úr áli. Þungt og veigamikið, haggast ekki úr stað, þegar því er komið fyrir. Takkarnir eru auðvitað rosalega þægilegir og skrifaði ég alla þessa grein á borðinu sjálfu. Hæst ánægður með kaupin.

Nú er bara að sjá hvort að ég verði eitthvað betri í BF3 og MW3 :P

Takk fyrir mig og gleðileg jól!


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf dori » Fim 15. Des 2011 16:59

Hvernig er fílingurinn í MX Red? Þeir eru mjög léttir er það ekki?



Skjámynd

Höfundur
ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf ZoRzEr » Fim 15. Des 2011 17:02

Jú mjög. Auðvelt að skrifa og hrikalega létta að ýta tökkunum niður alla leið. Lítið hljóð í þeim einnig (ekki nema þú ýtir viljandi fast, auðvitað).


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Akumo » Fim 15. Des 2011 17:08

Hefðu mx blue ekki hentað betur þar sem þetta á að vera "gaming" lyklaborð?




vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf vesley » Fim 15. Des 2011 17:12

Akumo skrifaði:Hefðu mx blue ekki hentað betur þar sem þetta á að vera "gaming" lyklaborð?



Mjög persónubundið.



Skjámynd

steinthor95
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Þri 15. Nóv 2011 15:49
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri og Þingeyjarsveit
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf steinthor95 » Fim 15. Des 2011 17:23

Hver er eiginlega munurinn á svona mechnical lyklaborði og venjulegu ?


Tölvan: Gigabyte P67X-UD3 - Intel Core i5-2500K - corsair H100i - Asus strix Gtx 970 4GB - Mushkin 16GB DDR3 1333MHz - 4 TB HDD - 240 gb Kingston SSD - Thermaltake 850w - Corsair 550D
Jaðartæki: 2x 24" BenQ LED - Razer Blackwidow - Bose Quietcomfort 25 - Logitech G602

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf chaplin » Fim 15. Des 2011 17:29

Snilld, væri til að bera þetta saman við Razer borðið, eru ekki MX Brown í því?

steinthor95 skrifaði:Hver er eiginlega munurinn á svona mechnical lyklaborði og venjulegu ?

*CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK*
vs.
*click* *click* *click* *click* *click* *click* *click* *click*


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Magneto » Fim 15. Des 2011 17:36

daanielin skrifaði:Snilld, væri til að bera þetta saman við Razer borðið, eru ekki MX Brown í því?

steinthor95 skrifaði:Hver er eiginlega munurinn á svona mechnical lyklaborði og venjulegu ?

*CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK*
vs.
*click* *click* *click* *click* *click* *click* *click* *click*

og afjhverju ætti maður að vilja *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* frekar en *click* *click* *click* * click* *click* ?? :-k



Skjámynd

steinthor95
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Þri 15. Nóv 2011 15:49
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri og Þingeyjarsveit
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf steinthor95 » Fim 15. Des 2011 17:40

daanielin skrifaði:
steinthor95 skrifaði:Hver er eiginlega munurinn á svona mechnical lyklaborði og venjulegu ?

*CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK*
vs.
*click* *click* *click* *click* *click* *click* *click* *click*


haha okei :D


Tölvan: Gigabyte P67X-UD3 - Intel Core i5-2500K - corsair H100i - Asus strix Gtx 970 4GB - Mushkin 16GB DDR3 1333MHz - 4 TB HDD - 240 gb Kingston SSD - Thermaltake 850w - Corsair 550D
Jaðartæki: 2x 24" BenQ LED - Razer Blackwidow - Bose Quietcomfort 25 - Logitech G602

Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Akumo » Fim 15. Des 2011 17:49

daanielin skrifaði:Snilld, væri til að bera þetta saman við Razer borðið, eru ekki MX Brown í því?


MX Blues en hægt að fá dýrari dýpu með MX Brown en það er hvergi til á íslandi.



Skjámynd

Gizzly
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 13. Okt 2011 23:24
Reputation: 0
Staðsetning: Draumaland
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Gizzly » Fim 15. Des 2011 17:55

daanielin skrifaði:Snilld, væri til að bera þetta saman við Razer borðið, eru ekki MX Brown í því?

steinthor95 skrifaði:Hver er eiginlega munurinn á svona mechnical lyklaborði og venjulegu ?

*CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK* *CLICK*
vs.
*click* *click* *click* *click* *click* *click* *click* *click*


Tjaaaa, þú ert nú bara að tala um MX blues.. Það eru til fullt af switches sem eru ekki clicky.. Meira að segja til switches eins og t.d. MX Black sem eru ekki einu sinni tactile.


Ignorance is Bliss
Cooler Master HAF 932 | ASUS P8Z68 -V Pro | Intel i7 2600K @ 4.5GHz | EVGA GTX570 SC | Corsair Vengeance 1866MHz | Corsair HX750W | Corsair H80 | OCZ 120GB Vertex 3 SSD


Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Gilmore » Fös 16. Des 2011 11:25

Þetta borð minnti mig strax á gömlu BBC tölvurnar sem maður lék sér í fyrir tæpum 30 árum.

http://en.wikipedia.org/wiki/BBC_Micro


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Höfundur
ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf ZoRzEr » Fös 16. Des 2011 12:34

Mér til mikillar furðu komst ég að því að F1-F12, insert, delete, home, end, Page up og down eru ekki mechanic takkar heldur rubber dome.

Annars er ég nokk sáttur við útkomuna. Kem til með að spila eitthvað almennilegt um helgina til að prófa þetta svokkalaða "FPS" nonsense. Frábært að skrifa á það og enginn afgerandi hávaði.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf dori » Fös 16. Des 2011 15:39

Spes að spara þarna í svona dýru lyklaborði. Reyndar alveg ásættanlegt að F takkar og þessir 6 action takkar séu rubber dome. Bara smá blöðrulegt.



Skjámynd

Höfundur
ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf ZoRzEr » Fös 16. Des 2011 16:54

dori skrifaði:Spes að spara þarna í svona dýru lyklaborði. Reyndar alveg ásættanlegt að F takkar og þessir 6 action takkar séu rubber dome. Bara smá blöðrulegt.


Ekkert sem kom mér eitthvað í opna skjöldu. Bara frekar hissa. Miðað við framleiðanda og virðinguna sem það ber hefði ég haldið að þetta væri allavega tekið fram á heimasíðunni þeirra eða á pakkningunum.

Ekkert sem truflar mig nema hugsanlega þegar ég er að spila BF3 og er að skipta um sæti í faratækjum, sem er ekki oft.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Corsair Vengeance K60

Pósturaf Akumo » Fim 22. Des 2011 06:02

Það er virkilega spes.. Spila sjálfur mikið Starcraft 2 og nota mikið F takkana þá er það ekki góðar fréttir :o