Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Viktor » Þri 18. Okt 2011 11:11

Sælir.
Verslaði mér 2500K hjá tölvutækni um daginn, og tók ekki eftir því fyrr en ég kom heim að innsiglið væri rofið. Velti mér ekki upp úr því, fyrr en nú, þegar ég tek eftir þessari "Golden Chip" umræðu, þeas. að sumir örgjörvana yfirklukkist betur en aðrir "randomly".
Gæti verið að þeir séu að prufa örgjörvana og selja þessa sem ekki yfirklukkast nægilega vel?

Bara hugmynd, ekki ásökun.
Velti því fyrir mér hvort ég eigi að skipta örgjörvanum út fyrir innsiglaðan.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf tdog » Þri 18. Okt 2011 11:13

Farðu og spurðu þá að þessu, og fáðu örgörva með innsigli.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4356
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf chaplin » Þri 18. Okt 2011 11:19

Þegar ég starfaði hjá Tölvutækni vorum við aldrei að leita eftir "Golden Chips", einu skiptin þegar insiglið var rofið var þegar okkur vantaði kælinguna eða örgjörvan stakt. Annars ef ég man rétt stendur batch nr. utaná umbúðunum, svo engin ástæða til að opna umbúðirnar til að prófa hann.

E-h sem ég myndi ekkert stressa mig á ef ég væri þú. ;)



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2788
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 129
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf zedro » Þri 18. Okt 2011 12:16

Tölvubúðir geta líka lent í því að fólk hætti við kaup á vöru,
pantar vél sem er sett saman en svo hætt við. Partarnir eru
svo oftast notaðir í önnur build eða bara skellt aftur í
pakkningarnar og seldir. Ekki einsog um matvöru sé að ræða.

Fólk er alltaf voða stressað á að fá innsiglaða vöru :P
Vilja fá að skoða vöruna og svo við kaup fá svo annan innsiglaðan kassa :crazy


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Viktor » Þri 18. Okt 2011 12:20

Já, tók líka eftir því að það voru fingraför á örgjörvanum... ætla að spyrjast út í þetta.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf astro » Þri 18. Okt 2011 12:33

Zedro skrifaði:Tölvubúðir geta líka lent í því að fólk hætti við kaup á vöru,
pantar vél sem er sett saman en svo hætt við. Partarnir eru
svo oftast notaðir í önnur build eða bara skellt aftur í
pakkningarnar og seldir. Ekki einsog um matvöru sé að ræða.

Fólk er alltaf voða stressað á að fá innsiglaða vöru :P
Vilja fá að skoða vöruna og svo við kaup fá svo annan innsiglaðan kassa :crazy


Haha, ég væri ekkert rosarlega kátur með að kaupa 40.000Kr.- vöru sem væri búið að opna og kanski pempra e-h við (maður veit aldrei).
Gæti verið að sölumaðurinn hafi ekki tekið eftir þessu eða vitað af rofnu innsigli.


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO


Snikkari
spjallið.is
Póstar: 475
Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
Reputation: 7
Staðsetning: Hfj.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Snikkari » Þri 18. Okt 2011 12:34

Ég keypti 2500k hjá Tölvutækni fyrir nokkru síðan og fékk örgjörvan í frekar tjásulegum plastumbúðum og teygja utanum.
Ég spurði Elvar (starfsmaður þar) hversvegna þetta væri svona.
Hann sagði að þeir fengju OEM örgjörvana í massavís plastumbúðum og það þyrfti að kippa þetta eitthvað til.
Það er gott og vel .. og það er sennilega ástæðan fyrir því að þeir geta boðið hann svona ódýrt, sem er bara fínt.

Örgjörvin sem ég keypti þrælvirkar.


CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Viktor » Þri 18. Okt 2011 13:04

Snikkari skrifaði:Ég keypti 2500k hjá Tölvutækni fyrir nokkru síðan og fékk örgjörvan í frekar tjásulegum plastumbúðum og teygja utanum.
Ég spurði Elvar (starfsmaður þar) hversvegna þetta væri svona.
Hann sagði að þeir fengju OEM örgjörvana í massavís plastumbúðum og það þyrfti að kippa þetta eitthvað til.
Það er gott og vel .. og það er sennilega ástæðan fyrir því að þeir geta boðið hann svona ódýrt, sem er bara fínt.

Örgjörvin sem ég keypti þrælvirkar.

Ég keypti ekki OEM örgjörva, fylgdi allavega heatsink með. Kostaði 29.900.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf FuriousJoe » Þri 18. Okt 2011 15:36

Þú hefur auðvitað rétt á að fá vöru með órofnu insigli, og skv einhverju má ekki rjúfa insigli og selja vöru þannig ef mig minnir rétt.


Það gera þetta samt allar tölvuverslanir enda skiljanlegt, kannski var tekið viftu úr þessu til að selja og önnur pöntuð og sett svo í kassan o.s.f
Þetta er í ÁB svo hafðu engar áhyggjur.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Eiiki » Þri 18. Okt 2011 15:41

Ég held þú getir alveg verið Sallarólegur þótt að innsiglið hafi verið rofið


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Viktor » Þri 18. Okt 2011 15:51

daanielin skrifaði:Annars ef ég man rétt stendur batch nr. utaná umbúðunum, svo engin ástæða til að opna umbúðirnar til að prófa hann.

Það er ekki hægt að greina golden chip útfrá batch númeri :-k


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4356
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf chaplin » Þri 18. Okt 2011 16:15

Sallarólegur skrifaði:
daanielin skrifaði:Annars ef ég man rétt stendur batch nr. utaná umbúðunum, svo engin ástæða til að opna umbúðirnar til að prófa hann.

Það er ekki hægt að greina golden chip útfrá batch númeri :-k

Það er nefnilega hægt, þegar menn eru að velja sér "Golden" örgjörva, að þá lesar þeir batch númerið og fletta því upp í von um að e-h hafi yfirklukkað örgjörva með sama batch.

Engin verslun myndi fara þá leið að prufa hvern einn og einasta örgjörva í von um að finna góðan kubb þar sem þeir myndu ekkert hagnast á því, en það myndi frekar vera mjög kostnaðarsamt.

Ef það eru fingraför á örgjörvanum, að þá myndi ég halda að örgjörvinn hafi átt að fara í aðra vél, sá kaupandi hafi hætt við og þú fengið örgjörvan. Ss örugglega ónotaður örgjörvi sem hefur áður setið í socketi. Ég myndi bara vera sallarólegur ef ég væri þú. ;)



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Viktor » Þri 18. Okt 2011 16:18

daanielin skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
daanielin skrifaði:Annars ef ég man rétt stendur batch nr. utaná umbúðunum, svo engin ástæða til að opna umbúðirnar til að prófa hann.

Það er ekki hægt að greina golden chip útfrá batch númeri :-k

Það er nefnilega hægt, þegar menn eru að velja sér "Golden" örgjörva, að þá lesar þeir batch númerið og fletta því upp í von um að e-h hafi yfirklukkað örgjörva með sama batch.


Jæja, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

for sandy bridge it's all luck and draw. unlike previous generations batch number has no part in getting a good SB chip. two chips of the same batch might vary alot in term of achievable frequency. you might reach 5.4 on one, while hitting a 5.1 wall on the other.


http://www.overclock.net/intel-cpus/100 ... -chip.html


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4356
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf chaplin » Þri 18. Okt 2011 16:24

Svo segir annar
If you are trying to go over 5-5.1 then batch matters - but just about every chip will do 4.7-4.8 with a minor bump in vcore and good temps

Ég myndi halda að batch segi alltaf e-h um kubba, en maður sem þú vitnar í segir sjálfsagt að það skipti sjálfsagt ekki máli þar sem flest allir kubbanir fara leikandi í 4.8 GHz, þú þarft ekki að pæla í batch nema þú sért að fara yfir 5.0 GHz. ;)




Ripparinn
Geek
Póstar: 834
Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Ripparinn » Þri 18. Okt 2011 16:24

daanielin skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
daanielin skrifaði:Annars ef ég man rétt stendur batch nr. utaná umbúðunum, svo engin ástæða til að opna umbúðirnar til að prófa hann.

Það er ekki hægt að greina golden chip útfrá batch númeri :-k

Það er nefnilega hægt, þegar menn eru að velja sér "Golden" örgjörva, að þá lesar þeir batch númerið og fletta því upp í von um að e-h hafi yfirklukkað örgjörva með sama batch.

Engin verslun myndi fara þá leið að prufa hvern einn og einasta örgjörva í von um að finna góðan kubb þar sem þeir myndu ekkert hagnast á því, en það myndi frekar vera mjög kostnaðarsamt.

Ef það eru fingraför á örgjörvanum, að þá myndi ég halda að örgjörvinn hafi átt að fara í aðra vél, sá kaupandi hafi hætt við og þú fengið örgjörvan. Ss örugglega ónotaður örgjörvi sem hefur áður setið í socketi. Ég myndi bara vera sallarólegur ef ég væri þú. ;)



Wiiiiin


GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922


Halldór
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Lau 30. Apr 2011 22:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Halldór » Mið 19. Okt 2011 00:09

Ég spáði ekkert í það þegar ég keypti örgjörvann minn en hann kom bara í einhverjum plast umbúðum með ekkert insigli. en svo þegar ég skoða hita tölurnar þá er einn core sem er stöðugt nokkrum gráðum heitari en hinir þrátt fyrir að hann sé í minni vinnslu


i7 2600k | Corsair H80 með 2x Gentle Typhoon AP-15 1850RPM | Gigabyte Z68X-UD7-B3 | G.Skill sniper 2x4GB @ 1600 MHz | Sapphire Radeon 6950 Flex edition | Corsair 750D | SSD: OCZ Vertex 3 MAX IOPS 120 GB| 1TB Seagate Barracuda | Corsair AX1200 | W7 x64

Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 804
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Hvati » Mið 19. Okt 2011 00:43

Halldór skrifaði:Ég spáði ekkert í það þegar ég keypti örgjörvann minn en hann kom bara í einhverjum plast umbúðum með ekkert insigli. en svo þegar ég skoða hita tölurnar þá er einn core sem er stöðugt nokkrum gráðum heitari en hinir þrátt fyrir að hann sé í minni vinnslu

Það er eðlilegt ;)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Gúrú » Mið 19. Okt 2011 01:56

daanielin skrifaði:
If you are trying to go over 5-5.1 then batch matters - but just about every chip will do 4.7-4.8 with a minor bump in vcore and good temps

Ég myndi halda að batch segi alltaf e-h um kubba, en maður sem þú vitnar í segir sjálfsagt að það skipti sjálfsagt ekki máli þar sem flest allir kubbanir fara leikandi í 4.8 GHz, þú þarft ekki að pæla í batch nema þú sért að fara yfir 5.0 GHz. ;)


Ég veit ekki hvort þú ert að því viljandi en þú hljómar eins og einhver sem væri að réttlæta það að Tölvutækni
checkaði á því hversu vel kubbarnir OCast, má hann einungis hafa áhyggjur af því að þetta hafi verið gert ef að hann ætlar yfir 5.0GHz?

danieelin skrifaði:Engin verslun myndi fara þá leið að prufa hvern einn og einasta örgjörva í von um að finna góðan kubb þar sem þeir myndu ekkert hagnast á því


En hvað um að leyfa vinum og vandamönnum, kunningjum og frændfólki að standa í því?
Það hljómar eins og það sé til mikils að græða m.v. hversu massífan verðmun t.d. Matrox telur vera á milli golden chip og ekki,
að hans GB sé virði vel meira notaður en nýr "venjulegur", hvað er til þess að segja viðskiptavinum að það fái enginn að gera þetta
ef að örgjörvainnsiglin eru rofin og þeir seldir í plastpokum?

Ég hef ekki mikinn áhuga á því að overclocka örgjörva né því að bera róg upp á Tölvutækni en hversu mikið mál
væri það að sleppa því að rjúfa innsiglin á vörum fyrir tugþúsundir þegar að heppnin ætti að geta gefið þér verðmætari örgjörva?

Ripparinn skrifaði:Wiiiiin

Hann var ekki einu sinni fyrsta manneskjan til að koma með þetta slappa pun í þennan þráð (og þetta er í öllum þráðum Sallarólegs). 8-[


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Okt 2011 09:42

Blessaðir,

ástæðan fyrir rofnu innsigli frá okkur getur stafað af tvennu:
Varan hefur verið pöntuð í samsetta vél og eigandi svo hætt við
Örgjörvinn var pantaður inn sem OEM en viðskiptavinur vill retail til að fá viftuna með

Í báðum tilfellum þá er regla hjá okkur að láta viðskiptavin vita, ef hann er ósáttur að þá bjóðum við honum að sjálfsögðu að bíða á meðan við pöntum nýja vöru svo hann geti fengið innsiglaða vöru í hendurnar.

Því miður virðist sem svo að í þessu tilfelli hafi starfsmaður gleymt að láta Sallarólegan vita og þykir mér það miður, það er eitthvað sem á ekki að koma fyrir, en getur verið að það hafi einfaldlega farið fram hjá honum.

Varðandi mun á retail og OEM örgjörvum frá Intel, að þá ólíkt því sem margir halda, er ENGINN munur á örgjörvunum, hins vegar er það í sjálfu sér þannig að við eigum ekki að selja OEM örgjörva nema í samsettum vélum, sbr. að netverzlanir líkt og Newegg selja aðeins retail örgjörva.
Hins vegar gerum við það þar sem að verðið á þeim er lægra og við viljum koma örgjörvunum á sem lægstu verði til viðskiptavina, líkt og flestar verzlanir hér heima, auk þess sem flestir vilja fara í after-market kælingu og hafa því ekkert við retail viftuna að gera.

Svo ég viti til hefur Tölvutækni ALDREI prófað að yfirklukka örgjörva fyrir sölu, né nokkurn tíman nefnt við nokkurn kúnna að hann sé heppinn að fá þetta eintak af örgjörva útaf batch númeri eða öðrum yfirklukkunar möguleikum. Við höfum verið spurðir hvort við eigum eitthvað golden chip eða þess háttar en svarið alltaf það sama, það er ekki hægt að lofa hversu vel stakur hlutur yfirklukkast.

Ég vil fyrir hönd Tölvutækni biðja Sallarólegan afsökunar ef það hefur ekki verið nefnt við hann ástæður þess að innsiglið hafi verið rofið, eins og ég nefndi, þetta á ekki að koma fyrir en hefur líklega farið fram hjá starfsmanni okkar.

Beztu kveðjur,
Klemenz Hrafn
Tölvutækni


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4356
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 408
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf chaplin » Mið 19. Okt 2011 10:08

Gúrú skrifaði:Ég veit ekki hvort þú ert að því viljandi en þú hljómar eins og einhver sem væri að réttlæta það að Tölvutækni
checkaði á því hversu vel kubbarnir OCast, má hann einungis hafa áhyggjur af því að þetta hafi verið gert ef að hann ætlar yfir 5.0GHz?

Hvernig færðu það út? Ég sagði að þeir myndu ekki nenna að standa í því, að ef þeir ætluðu að "picka" út góða kubba færi fljótlegast að skoða batch númerið frekar en yfirklukka þá og svo leiðrétti ég það að batch númer skipti engu máli (af því sem ég best veit). Batch í gamla daga gat skipt málu hvort að 2 GHz örgjörvinn þinn myndi ná 2.6 GHz í yfirklukkun eða 3.6 GHz. Í dag fara flest allir SB örgjörvar í góð 4.8-5.0 GHz og því er fólk lítið að pæla í batch númerum. Góð batch geta hinsvegar náð 5.2-3 GHz

Gúrú skrifaði:En hvað um að leyfa vinum og vandamönnum, kunningjum og frændfólki að standa í því?

Ég held að engin tölvuverslun myndi ganga það langt með öfgar í að finna góða kubba. Það skiptir verslunum engu máli hversu hátt kubbarnir klukkast, verslanir vilja kubba sem virka á default stillingum, allt umfram það er plús fyrir viðskiptavininn, ef hann ætlar að yfirklukka. Því færi engin verslun að eltast við "golden chips".

Gúrú skrifaði:Ég hef ekki mikinn áhuga á því að overclocka örgjörva né því að bera róg upp á Tölvutækni en hversu mikið mál
væri það að sleppa því að rjúfa innsiglin á vörum fyrir tugþúsundir þegar að heppnin ætti að geta gefið þér verðmætari örgjörva?

Eins og nefnt var hér áðan, þessi örgjörvi áttu hugsanlega að fara í aðra vél, sá kaupandi hætti við og örgjörvinn settur aftur í hilluna, þarf ekki einusinni að vera.

Sallarólegur má alveg gera sér leið niður í Tölvutækni og þeir myndu örugglega skipta um örgjörva fyrir hann með bros á vör, ég bara myndi ekki nenna því.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Innsigli rofið á örgjörva frá Tölvutækni

Pósturaf Gúrú » Mið 19. Okt 2011 10:22

daanielin skrifaði:Hvernig færðu það út?

Ég hef núll áhuga á þessari umræðu og ég var ekki að ásaka þig/TT, ég fæ það einfaldlega út með því að horfa á
það að þú segir að batch númerin séu allt sem að þyrfti sem að er svo ekki rétt og hljómar seinna innleggið síðan bara eins og "Þú þarft ekkert GB". :|

daanielin skrifaði:Ég held að engin tölvuverslun myndi ganga það langt með öfgar í að finna góða kubba. Það skiptir verslanirnar engu máli hversu hátt kubbarnir klukkast

Tölvuverslunin var ekki að reyna að finna góða kubba í dæminu mínu, listinn var "vinum og vandamönnum, kunningjum og frændfólki"...
Segjum t.d. að MatroX hefði fengið að hraðprófa alla örgjörvana til að leita að GB og fundið einn, núna er hann
kominn með örgjörva sem að hefur ekki bara ekki misst verðgildi sitt þegar að hann vill selja hann heldur aukist í verðgildi frá kaupverði. :?:
(Þetta er ekki ásökun um að MatroX/TT hafi gert þetta/að einhver hafi gert þetta, þú virðist hinsvegar ekki skilja dæmið ennþá og þetta hjálpar vonandi)


Modus ponens