Það hefur hins vegar verið erfitt að vera AMD maður undanfarin ár og maður hefur þurft að bíða lengi eftir mótsvari AMD við hverju "home-run"-i á fætur öðru hjá Intel. Fyrst með Core 2 Duo, síðan Core 2 Quad, svo Wolfdale svo Nehalem og loks Sandy Bridge. Mótsvörin voru AM2, Phenom, Phenom II X4, Phenom II X6 og loks núna Bulldozer.
Það er von að menn hafi verið orðnir langþreyttir á biðinni á Bulldozer enda var það næstum orðið eins og að bíða eftir Duke Nukem Forever
En nú er hann kominn og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Of miklar væntingar og léleg markaðssetning hafa valdið því að fólk hefur orðið fyrir sárum vonbrigðum, þ.e. allir nema gallharðir Intel-menn sem óska þess e.t.v. sumir í laumi að AMD leggi upp laupana svo að Intel geti loks fengið frið til að þróa Prescott II loksins
En þegar farið er yfir allan þennan fjölda af umsögnum kemur fram mynd sem er alls ekki jafn dökk og menn vilja láta af vera.
Í videókóðun er FX-8150 að keppa hart við i7-2600K:
Handbrake: FX-8150 => i7-2600 (tekur meira fram úr eftir því sem bitrate er hærra)
x264 HD: FX-8150 = i7-2600 (tapar með nokkrum mun í Pass 1 en vinnur það til baka í Pass 2)
Mediashow Espresso: FX-8150 = i7-2600
AVCHD: FX-8150 >> i7-2600
Mainconcept: FX-8150 = i7-2600
Adobe Premier Pro: FX-8150 = i7-2600
Í 3D renderingu er hann ýmist að keppa við 2500K eða 2600K eftir forritum:
Cinebench 10: i5-2500 = FX-8150 < i7-2600
Cinebench 11.5: i5-2500 < FX-8150 < i7-2600
3D Studio Max: i5-2500 < FX-8150 < i7-2600
Cinema 4D: FX-8150 > i7-2600
Blender: i5-2500 = FX-8150 < i7-2600
POV-Ray: i5-2500 < i7-2600 <= FX-8150
Í dulkóðun er FX-8150 kóngurinn og í (af)þjöppun er hann beggja blands:
7-zip: FX-8150 > i7-2600 (þ.e. í nýjustu útgáfu)
WinRAR: FX-8150 <= i7-2600
WinZip: FX-8150 < i7-2600
Z-Lib: FX-8150 = i7-2600
Truecrypt: FX-8150 > i7-2600 (þeir eru jafnir í AES en í öðrum algrímum er FX-8150 talsvert hraðari)
SHA1 hash: FX-8150 > i7-2600
Svo hvað er með öll þessi benchmarks sem sýna yfirburði Intel?
Þau skiptast að mestu leiti upp í tvo flokka:
Single-threaded: Forrit sem nenna ekki að nota alla þræði henta Core-i arkitektúrnum vel þar sem áhersla er á IPC (instructions per clock en menn tala líka orðið um sem instructions per core) á meðan AMD hefur fókusað á skölun milli kjarna. Mitt álit er að ef forrit getur ekki notað fleiri en einn kjarna þá er það ekki nógu þungt til að skipta verulegu máli, þ.e. allir örgjörvar fara létt með það undir raunverulegum kringumstæðum. Það er hægt að búa til gervitest sem hafa ekkert með hefðbundna notkunn að gera sem sýna marktækan og jafnvel gríðarlegan mun en menn finna hann ekki við venjulega notkunn, nema þá ímyndaðann.
Leikir í lágri upplausn/lágum gæðum: Um leið og raunveruleg notkunn er sett fram kemur í ljós að lang flestir leikir eru bundnir af skjákortsafköstum. Þá kemur líka í ljós ákveðinn styrkleiki AMD platform-sins sem lýsir sér í því að við slíkar aðstæður nær hann að kreysta fram nokkra aukaramma vegna betri samskipta við skjákortið. Þetta er sérstaklega sýnilegt með hærri upplausn og virðist því hafa með bandvídd að gera. Menn hafa gagnrýnt AMD fyrir að benda umsagnaraðilum á það að gera prófanir í hærri upplausnum en það er að vissu leiti þýðingarmeiri framsetning fyrir kaupandann. Menn geta síðan haft sína skoðun á því hvort hærri rammafjöldi með lággæða stillingum sýni fram á meiri afköst í framtíðartitlum eða með öflugri skjákortum í framtíðinni. Svarið við því er tvíbent og getur verið í báðar áttir eftir atvikum.
Það er því mikið vit í því að fá sér Bulldozer ef að menn eru mikið að afþjappa og kóða eða vinna með þrívídd og á það við um fullt af fólki. Ég þarf sjálfur mest á örgjörvaafli að halda þegar ég er að afþjappa skrám eða breyta videóformati. Ég þarf líka miklu frekar að horfa til skjákortsins þegar kemur að leikjunum og þar hjálpar ódýrari platform mikið. Fyrir mig er þetta því lítil spurning. Smávægilegar breytingar í framtíðinni eins og BIOS og Windows Scheduler uppfærslur munu hafa jákvæð áhrif á afköst þessarar nýju örgjörvahönnunar og hugbúnaður á í auknum mæli eftir að nýta sér styrkleika hennar.
Ekki skemmir svo fyrir að AMD eru strax farnir að huga að næstu útfærslu af Bulldozer sem á að skila 10-15% meiri afköstum verður líklega samhæfð við AM3+ sökkulinn og mun koma fljótlega í kjölfar Ivy Bridge sem er ekki að lýta neitt merkilega út í augnablikinu að því er ég fæ séð.
Framtíðin er því björt fyrir AMD



