Ég er í vandræðum.
Ég bý í Danmörku og lenti í smá óhappi í vinnunni og þarf að láta skoða á mér hnéð. Beðið var um röntgenmyndir af því fyrir krossbandaaðgerð sem gerð var fyrir nokkrum árum. Þær myndir eru á Íslandi.
Ég er búinn að fá þær á á CD frá sjúkrahúsinu...en er í smávægilegum vandræðum með útfærslu á því hvernig ég fæ þetta hingað út í gegnum netið.
Þegar diskurinn er settur í PC tölvu þá keyrist hann upp sjálfkrafa þar sem hægt er að skoða myndirnar með einhverju forriti sem er á disknum einnig.
Ég loggaði mig inn á tölvu sem er heima á Íslandi, opnaði diskinn og valdi allt sem var á honum, zippaði það niður í eina skrá og sendi hana í gegnum netið og vistaði hana inn á Makkann minn. Hann skilur ekki þesssar upplýsingar og því sé ég ekki neinar myndir.
En spurningin er þessi: Get ég tekið þessar skrár (sem voru á disknum og ég unzippaði á makkann) og skrifað á disk úr makkanum þannig að hann ætti að virka á pc tölvu þegar hann er settur í? Þ.e. virkað nákvæmlega eins og diskurinn sem ég fékk frá sjúkrahúsinu?
Geri mér grein fyrir að þetta er mjög sennilega furðuleg bón, en þetta er ekki grín
