Vandræði við CD af mac yfir á pc


Höfundur
snorrikr
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Sun 14. Nóv 2010 23:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandræði við CD af mac yfir á pc

Pósturaf snorrikr » Sun 14. Nóv 2010 23:46

Sælir,

Ég er í vandræðum.
Ég bý í Danmörku og lenti í smá óhappi í vinnunni og þarf að láta skoða á mér hnéð. Beðið var um röntgenmyndir af því fyrir krossbandaaðgerð sem gerð var fyrir nokkrum árum. Þær myndir eru á Íslandi.
Ég er búinn að fá þær á á CD frá sjúkrahúsinu...en er í smávægilegum vandræðum með útfærslu á því hvernig ég fæ þetta hingað út í gegnum netið.

Þegar diskurinn er settur í PC tölvu þá keyrist hann upp sjálfkrafa þar sem hægt er að skoða myndirnar með einhverju forriti sem er á disknum einnig.

Ég loggaði mig inn á tölvu sem er heima á Íslandi, opnaði diskinn og valdi allt sem var á honum, zippaði það niður í eina skrá og sendi hana í gegnum netið og vistaði hana inn á Makkann minn. Hann skilur ekki þesssar upplýsingar og því sé ég ekki neinar myndir.

En spurningin er þessi: Get ég tekið þessar skrár (sem voru á disknum og ég unzippaði á makkann) og skrifað á disk úr makkanum þannig að hann ætti að virka á pc tölvu þegar hann er settur í? Þ.e. virkað nákvæmlega eins og diskurinn sem ég fékk frá sjúkrahúsinu?

Geri mér grein fyrir að þetta er mjög sennilega furðuleg bón, en þetta er ekki grín :besserwisser



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2402
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði við CD af mac yfir á pc

Pósturaf Gunnar » Sun 14. Nóv 2010 23:49

vantar þig ekki bara rar expender fyrir mac?
http://www.google.is/#hl=en&source=hp&b ... 430f54eb92




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði við CD af mac yfir á pc

Pósturaf Blackened » Sun 14. Nóv 2010 23:50

sennilega best að fá upprunalega diskinn og breyta honum í .iso skrá með tildæmis http://filehippo.com/download_magiciso/ Magic ISO

og síðan senda .iso skrána til þín á makkanum og brenna með einhverju þartilgerðu makkabrennsluforriti

þarsem að ég veit ekki betur en að .iso sé svona "universal" staðall fyrir diska :)

þá ertu í rauninni bara að taka mynd af disknum.. senda hana til þín og búa til nákvæmlega sama eintak af disk með því að brenna .iso skrána á disk



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði við CD af mac yfir á pc

Pósturaf beatmaster » Mán 15. Nóv 2010 00:20

Blackened skrifaði:sennilega best að fá upprunalega diskinn og breyta honum í .iso skrá með tildæmis http://filehippo.com/download_magiciso/ Magic ISO

og síðan senda .iso skrána til þín á makkanum og brenna með einhverju þartilgerðu makkabrennsluforriti

þarsem að ég veit ekki betur en að .iso sé svona "universal" staðall fyrir diska :)

þá ertu í rauninni bara að taka mynd af disknum.. senda hana til þín og búa til nákvæmlega sama eintak af disk með því að brenna .iso skrána á disk
x2

Ætlaði að skrifa þetta en nennti því ekki :P


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.